Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2016, Page 61

Andvari - 01.01.2016, Page 61
andvari ÓLAFUR BJÖRNSSON 59 um missti viðreisnarstjórnin þingmeirihluta sinn, aðallega vegna fylg- istaps Alþýðuflokksins. Ólafur Jóhannesson myndaði vinstri stjórn, en Gylfi Þ. Gíslason, viðskipta- og menntamálaráðherra síðustu fimm- tán árin, fékk nýtt prófessorsembætti í viðskiptadeild. Nemendum og kennurum deildarinnar hafði fjölgað mjög. Guðlaugur Þorvaldsson kenndi fyrst fyrir Gylfa, en fékk síðan sjálfur embætti. Einnig varð dr. Guðmundur Magnússon hagfræðingur prófessor í deild- inni. Á meðal dósenta og lektora deildarinnar voru þeir dr. Kjartan Jóhannsson, Brynjólfur Sigurðsson, dr. Þráinn Eggertsson og Stefán Svavarsson.213 Eftir skyndileg forföll Magnúsar Más Lárussonar há- skólarektors haustið 1973 gegndi Ólafur Björnsson, sem þá var vara- forseti Háskólaráðs, rektorsembættinu um skeið, uns nýr rektor hafði verið kjörinn.214 Þótt Ólafur Björnsson væri sár og móður eftir tapið í prófkjörinu, hélt hann áfram ritstörfum. Á ellefu hundruð ára af- mæli íslandsbyggðar 1974 birti hann til dæmis yfirgripsmikla rit- gerð í Andvara um þróun íslenskra efnahagsmála síðustu öldina.215 Árið 1975 gaf hann út uppsláttarrit fyrir Bókaútgáfu Menningarsjóðs, Hagfrœði. Voru þar helstu hugtök og fyrirbæri hagfræðinnar útskýrð í stuttu máli og sögð deili á kunnum hagfræðingum. Einnig flutti hann að vanda ræður og birti greinar um efnahagsmál.216 Enn fremur sátu hann og Egill Sigurgeirsson hæstaréttarlögmaður 1972-1973 í sátta- nefnd, sem leysa skyldi hatramma deilu Laxárvirkjunar og nokkurra bænda í Mývatnssveit og Laxárdal um mannvirki tengd virkjunum.217 Fóru þeir margoft til Akureyrar, og voru tillögur þeirra samþykkt- ar eftir talsvert þóf.218 Ólafur átti ánægjulegra erindi norður sumarið 1971, þegar hann talaði við skólaslit í Menntaskólanum á Akureyri og afhenti skólanum peningagjöf fyrir hönd fjörutíu ára stúdenta.219 Nú voru viðhorf til hagstjórnar að breytast erlendis. Friðrik Hayek fékk Nóbelsverðlaun í hagfræði 1974 og annar frjálshyggjumað- ur, Milton Friedman, 1976. Tveir stjórnmálamenn, sem orðið höfðu fyrir áhrifum af Hayek og Friedman, tóku að láta að sér kveða, þau Margrét Thatcher, leiðtogi breska Ihaldsflokksins, og Ronald Reagan, ríkisstjóri í Kaliforníu og einn af forystumönnum Lýðveldisflokksins (Repúblikana). Þetta varð Ólafi Björnssyni hvatning til að skrifa bók um stjórnmálaskoðanir sínar, Frjálshyggju og alrœðishyggju, sem kom út 1978. Orðin voru þýðingar hans á „libertarianism“ og „total- itarianism“, en Ólafur taldi þau lýsa betur raunverulegum stjórnmála- ágreiningi en orðin „hægri“ og „vinstri“. „Meginmunur þessara stefna
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.