Andvari - 01.01.2016, Qupperneq 61
andvari
ÓLAFUR BJÖRNSSON
59
um missti viðreisnarstjórnin þingmeirihluta sinn, aðallega vegna fylg-
istaps Alþýðuflokksins. Ólafur Jóhannesson myndaði vinstri stjórn,
en Gylfi Þ. Gíslason, viðskipta- og menntamálaráðherra síðustu fimm-
tán árin, fékk nýtt prófessorsembætti í viðskiptadeild. Nemendum og
kennurum deildarinnar hafði fjölgað mjög. Guðlaugur Þorvaldsson
kenndi fyrst fyrir Gylfa, en fékk síðan sjálfur embætti. Einnig
varð dr. Guðmundur Magnússon hagfræðingur prófessor í deild-
inni. Á meðal dósenta og lektora deildarinnar voru þeir dr. Kjartan
Jóhannsson, Brynjólfur Sigurðsson, dr. Þráinn Eggertsson og Stefán
Svavarsson.213 Eftir skyndileg forföll Magnúsar Más Lárussonar há-
skólarektors haustið 1973 gegndi Ólafur Björnsson, sem þá var vara-
forseti Háskólaráðs, rektorsembættinu um skeið, uns nýr rektor hafði
verið kjörinn.214 Þótt Ólafur Björnsson væri sár og móður eftir tapið
í prófkjörinu, hélt hann áfram ritstörfum. Á ellefu hundruð ára af-
mæli íslandsbyggðar 1974 birti hann til dæmis yfirgripsmikla rit-
gerð í Andvara um þróun íslenskra efnahagsmála síðustu öldina.215
Árið 1975 gaf hann út uppsláttarrit fyrir Bókaútgáfu Menningarsjóðs,
Hagfrœði. Voru þar helstu hugtök og fyrirbæri hagfræðinnar útskýrð í
stuttu máli og sögð deili á kunnum hagfræðingum. Einnig flutti hann
að vanda ræður og birti greinar um efnahagsmál.216 Enn fremur sátu
hann og Egill Sigurgeirsson hæstaréttarlögmaður 1972-1973 í sátta-
nefnd, sem leysa skyldi hatramma deilu Laxárvirkjunar og nokkurra
bænda í Mývatnssveit og Laxárdal um mannvirki tengd virkjunum.217
Fóru þeir margoft til Akureyrar, og voru tillögur þeirra samþykkt-
ar eftir talsvert þóf.218 Ólafur átti ánægjulegra erindi norður sumarið
1971, þegar hann talaði við skólaslit í Menntaskólanum á Akureyri og
afhenti skólanum peningagjöf fyrir hönd fjörutíu ára stúdenta.219
Nú voru viðhorf til hagstjórnar að breytast erlendis. Friðrik Hayek
fékk Nóbelsverðlaun í hagfræði 1974 og annar frjálshyggjumað-
ur, Milton Friedman, 1976. Tveir stjórnmálamenn, sem orðið höfðu
fyrir áhrifum af Hayek og Friedman, tóku að láta að sér kveða, þau
Margrét Thatcher, leiðtogi breska Ihaldsflokksins, og Ronald Reagan,
ríkisstjóri í Kaliforníu og einn af forystumönnum Lýðveldisflokksins
(Repúblikana). Þetta varð Ólafi Björnssyni hvatning til að skrifa bók
um stjórnmálaskoðanir sínar, Frjálshyggju og alrœðishyggju, sem
kom út 1978. Orðin voru þýðingar hans á „libertarianism“ og „total-
itarianism“, en Ólafur taldi þau lýsa betur raunverulegum stjórnmála-
ágreiningi en orðin „hægri“ og „vinstri“. „Meginmunur þessara stefna