Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2016, Síða 62

Andvari - 01.01.2016, Síða 62
60 HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON ANDVARI er sá, hvort stjórnvöld eiga í nafni heildarinnar að ákveða öll þau markmið, sem einstaklingarnir og þá um leið heildin eigi að stefna að, eða hvort einstaklingarnir eigi sjálfir að ákveða sín markmið og megi framfylgja þeim innan takmarka þeirra leikreglna, sem alltaf verður að setja vegna tillits til annarra þjóðfélagsþegna.“220 Að sögn Ólafs hvíldi frjálshyggja á einstaklingshyggju og heilbrigðri sjálfsbjargar- viðleitni, en ekki á sjálfselsku eða ágirnd, eins og oft væri haldið fram (og Sigurður Guðmundsson skólameistari hafði sagt í skólaslitaræð- unni yfir gagnfræðingum á Akureyri forðum). Alræðishyggja væri hins vegar reist á heildarhyggju, þar sem heildin lyti nú forsjá for- ingja eða félaga, en áður kónga eða keisara. Studdist Ólafur mjög við rit þeirra Karls Poppers og Friðriks Hayeks, eins og hann tók sjálfur fram. Má heita, að kaflarnir í bókinni um kenningar þeirra Platóns, Hegels og Marx séu endursagnir á köflum um þá í bók Poppers, Opnu skipulagi og óvinum þess.221 Ólafur setti fram sömu skýru rök og í fyrri ritum sínum fyrir því, að miðstýrður áætlunarbúskapur hlyti að leiða til alræðis. Hann vísaði einnig svokallaðri samrunakenningu á bug, en hún var um það, að hagkerfi Vesturlanda væri að þróast í átt til sósíalisma og hagkerfi kommúnistaríkjanna í átt til kapítalisma. Taldi Ólafur eðlismun á þessum tveimur tegundum hagkerfa. Enn fremur greindi Ólafur ýmis tormerki á því að setja saman vilja einstaklinga í sjálfum sér samkvæman heildarvilja, eins og margir stuðningsmenn óhefts lýðræðis hugsuðu sér. Taldi hann lýðræði þjóna öðrum og miklu þrengri tilgangi, sem ef til vill væri best lýst með orðum Vilmundar Jónssonar, að „höfuðkostur lýðræðis væri sá, að það gerði kleift að losna við ríkisstjórn án þess að skjóta hana“.222 Ólafur Björnsson fylgdi bók sinni eftir með fróðlegri grein í Morgunblaðinu. Kvað hann leynast á bak við hið fallega orð „félags- hyggju“ hinn ófrýnilega náunga úr skáldsögu Georges Orwells, Félaga Napóleon. Þótt Ólafur tæki fram, að haftabúskapurinn íslenski hefði ekki verið sambærilegur alræði Stalíns, benti hann á, að hann hefði haft í för með sér ritskoðun, því að sérstök nefnd hefði ákveðið, hvaða bækur ætti að flytja inn. Haftabúskapurinn hefði líka haft í för með sér átthagafjötra, því að menn hefðu ekki fengið gjaldeyri til utan- ferða, nema sérstök nefnd tæki erindi þeirra gott og gilt. Ólafur rifj- aði upp kvæði Dzhambúls um Stalín, sem hann hafði hlustað á fjöru- tíu árum áður, þar sem Stalín var nefndur „söngvari þjóðvísunnar“. Merkingin væri sú, að Stalín hefði vitað betur en þjóðin sjálf, hvað
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.