Andvari - 01.01.2016, Side 63
ANDVARI
ÓLAFUR BJÖRNSSON
61
henni væri fyrir bestu, átt að syngja fyrir hana. Á sama hátt hefðu
á íslandi starfað „söngsveitir“ á Skólavörðustíg 14, þar sem skömmt-
unarnefndir ríkisins hefðu haft aðsetur á haftatímanum. Þetta hefðu
verið kvartettar, kvintettar og stundum dúettar. Þær hefðu verið skip-
aðar mætum mönnum, en þeim hefði verið fengið óleysanlegt verk-
efni, sem hefði verið að ákveða, hverjum þörfum þjóðarinnar ætti að
fullnægja og hverjum ekki.223
Bók Ólafs Björnssonar, Frjálshyggja og alrœðishyggja, vakti
mikla athygli. Vinstri menn tóku henni misjafnlega. Feðgarnir Gylfi
Þ. Gíslason og Þorsteinn Gylfason heimspekiprófessor töldu Ólaf hafa
mistúlkað John Stuart Mill, sem hefði verið jafnaðarmaður, en ekki
aðhyllst frjálshyggju. Ólafur svaraði því til, að Mill hefði vissulega
ekki stutt óheft frelsi atvinnurekenda, en honum hefði verið umhug-
að um neytendur og frjálst val þeirra.224 I Vísi birtist viðtal við Ólaf
Ragnar Grímsson, prófessor í stjórnmálafræði, sem vísað var til á
forsíðu. Ólafur Ragnar kvað verk Ólafs of seint á ferð. Það væri um
ágreining, sem væri í raun horfinn:
[Ýjmsir fylgjendur frjálshyggjunnar og markaðskerfisins hafa á síðustu árum haft
tilhneigingu til að flýja frá greiningu á hinum miskunnarlausa og flókna veruleika
forstjóra- og embættisvaldsins í hagkerfum Vesturlanda. Þeir hafa búið sér þess í
stað til draumsýn um markaðskerfi einstaklinga, sem þeir álíta, að sé veruleikinn,
en er hins vegar hvergi að finna nema í fræðibókum. Þessi flótti er að mínum dómi
alvarlegasta pólitíska og fræðilega skyssa, sem boðendur frjálshyggjunnar gera á
okkar dögum.225
Aðrir voru ósammála Ólafi Ragnari Grímssyni og töldu ágreining
um takmörk ríkisvaldsins síður en svo úreltan. Kominn væri tími til
að auka svigrúm einstaklinganna. Greinarhöfundur sá þá um fastan
þátt í Ríkisútvarpinu og ræddi við Ólaf um bók hans 12. nóvember.
Matthías Johannessen, ritstjóri Morgunblaðsins, helgaði henni þrjú heil
Reykjavíkurbréf um svipað leyti.226 Árið 1978 endurútgaf Samband
ungra sjálfstæðismanna útdráttinn úr Leiðinni til ánauðar, sem Ólafur
Björnsson hafði þýtt 1945. Nokkrir ungir menn stofnuðu Félag frjáls-
hyggjumanna á áttræðisafmæli Friðriks Hayeks 8. maí 1979, og var til-
gangur þess að kynna frjálshyggju á Islandi og rannsaka, hvernig hana
mætti laga að íslenskum aðstæðum. Einn nemandi Ólafs Björnssonar,
Friðrik Friðriksson, var fyrsti formaður félagsins. Á fundi félagsins
í nóvember 1979 talaði Ólafur Björnsson um Lúðvík von Mises.227