Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2016, Page 63

Andvari - 01.01.2016, Page 63
ANDVARI ÓLAFUR BJÖRNSSON 61 henni væri fyrir bestu, átt að syngja fyrir hana. Á sama hátt hefðu á íslandi starfað „söngsveitir“ á Skólavörðustíg 14, þar sem skömmt- unarnefndir ríkisins hefðu haft aðsetur á haftatímanum. Þetta hefðu verið kvartettar, kvintettar og stundum dúettar. Þær hefðu verið skip- aðar mætum mönnum, en þeim hefði verið fengið óleysanlegt verk- efni, sem hefði verið að ákveða, hverjum þörfum þjóðarinnar ætti að fullnægja og hverjum ekki.223 Bók Ólafs Björnssonar, Frjálshyggja og alrœðishyggja, vakti mikla athygli. Vinstri menn tóku henni misjafnlega. Feðgarnir Gylfi Þ. Gíslason og Þorsteinn Gylfason heimspekiprófessor töldu Ólaf hafa mistúlkað John Stuart Mill, sem hefði verið jafnaðarmaður, en ekki aðhyllst frjálshyggju. Ólafur svaraði því til, að Mill hefði vissulega ekki stutt óheft frelsi atvinnurekenda, en honum hefði verið umhug- að um neytendur og frjálst val þeirra.224 I Vísi birtist viðtal við Ólaf Ragnar Grímsson, prófessor í stjórnmálafræði, sem vísað var til á forsíðu. Ólafur Ragnar kvað verk Ólafs of seint á ferð. Það væri um ágreining, sem væri í raun horfinn: [Ýjmsir fylgjendur frjálshyggjunnar og markaðskerfisins hafa á síðustu árum haft tilhneigingu til að flýja frá greiningu á hinum miskunnarlausa og flókna veruleika forstjóra- og embættisvaldsins í hagkerfum Vesturlanda. Þeir hafa búið sér þess í stað til draumsýn um markaðskerfi einstaklinga, sem þeir álíta, að sé veruleikinn, en er hins vegar hvergi að finna nema í fræðibókum. Þessi flótti er að mínum dómi alvarlegasta pólitíska og fræðilega skyssa, sem boðendur frjálshyggjunnar gera á okkar dögum.225 Aðrir voru ósammála Ólafi Ragnari Grímssyni og töldu ágreining um takmörk ríkisvaldsins síður en svo úreltan. Kominn væri tími til að auka svigrúm einstaklinganna. Greinarhöfundur sá þá um fastan þátt í Ríkisútvarpinu og ræddi við Ólaf um bók hans 12. nóvember. Matthías Johannessen, ritstjóri Morgunblaðsins, helgaði henni þrjú heil Reykjavíkurbréf um svipað leyti.226 Árið 1978 endurútgaf Samband ungra sjálfstæðismanna útdráttinn úr Leiðinni til ánauðar, sem Ólafur Björnsson hafði þýtt 1945. Nokkrir ungir menn stofnuðu Félag frjáls- hyggjumanna á áttræðisafmæli Friðriks Hayeks 8. maí 1979, og var til- gangur þess að kynna frjálshyggju á Islandi og rannsaka, hvernig hana mætti laga að íslenskum aðstæðum. Einn nemandi Ólafs Björnssonar, Friðrik Friðriksson, var fyrsti formaður félagsins. Á fundi félagsins í nóvember 1979 talaði Ólafur Björnsson um Lúðvík von Mises.227
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.