Andvari - 01.01.2016, Side 65
andvari
ÓLAFUR BJÖRNSSON
63
verið óþörf og líklega einhver mestu mistök, sem gerð hefðu verið í
hagstjórn á íslandi.229 Ári eftir útkomu þeirrar bókar, 2. febrúar 1982,
varð Ólafur sjötugur, og tóku hann og Guðrún, kona hans, á móti
gestum á heimili sínu í tilefni dagsins. Félag frjálshyggjumanna gaf
þennan dag út greinasafn eftir Ólaf, Einstaklingsfrelsi og hagskipulag,
og sérstakt hefti af Fjármálatíðindum var tileinkað honum með af-
mælisgrein um Ólaf eftir hinn gamla vin hans, Klemens Tryggvason.
Einnig birtist við Ólaf viðtal í Frelsinu um líf hans og starf.230 Ólafur
hætti nú kennslu í Háskóla íslands, en skrifaði samt áfram talsvert, þar
á meðal formála að afmælisritum tveggja samherja úr lögskilnaðar-
hreyfingunni, Klemensar Tryggvasonar og Hannibals Valdimarssonar,
en einnig margar greinar í blöð og tímarit.231 Árið 1991 lifði Ólafur
Björnsson, að sósíalisminn hrundi í Ráðstjórnarríkjunum og Austur-
Evrópu, en áður höfðu Kínverjar tekið upp frjálslegri búskaparhætti.
Taldi Ólafur það sýna, að rök þeirra Mises og Hayeks, sem hann
hafði kynnt fyrir Islendingum samfellt í hálfa öld, væru gild, eins og
hann sagði í heimildaþætti, sem Sjónvarpið sýndi 15. desember þetta
ár og greinarhöfundur hafði gert í tilefni 50 ára afmælis Viðskipta-
og hagfræðideildar Háskóla íslands það ár. Eitt síðasta ritverk Ólafs
Björnssonar birtist í afmælisriti Davíðs Oddssonar fimmtugs 17. janú-
ar 1998, og var það um stjórnmálaáhrifin af falli sósíalismans. Varaði
hann þar við víðtækum aðgerðum í nafni réttlætis til að endurdreifa
tekjum.232 Þótt Ólafur væri nú orðinn 86 ára, sótti hann afmælisveislu
Davíðs í Perlunni um kvöldið, hitti marga gamla vini og samverka-
menn og hafði ánægju af. Mat hann Davíð mikils.
Ólafi Björnssyni var margvíslegur sómi sýndur í lifanda lífi auk
þeirra trúnaðarverkefna, sem á hann hlóðust. Hann var félagi í
Vísindafélagi íslendinga frá 1949, varð riddari af Dannebrog 1956
og af Fálkaorðunni 1972. Hann varð stórriddari Fálkaorðunnar 1981
og stórriddari með stjörnu 1984. Hann varð heiðursfélagi Félags við-
skiptafræðinga og hagfræðinga 1985 og heiðursdoktor frá viðskipta-
deild Háskóla íslands á sjötíu og fimm ára afmæli Háskólans 1986.
Eins og hin miklu afköst Ólafs við kennslu, rannsóknir, ritstörf og
ræðuhöld veita vísbendingu um, var hann lengst af heilsuhraustur.
Eina áfall hans á yngri árum var, að á fundi í Stokkhólmi í maí 1963
var hann eitt sinn að flýta sér að ná í leigubíl, rakst þá utan í einhvern
hlut á götunni og hlaut höfuðhögg. Fékk hann vægan heilahristing, en
hresstist brátt.233 Ólafur var í hærra meðallagi, grannur á yngri árum,