Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2016, Page 65

Andvari - 01.01.2016, Page 65
andvari ÓLAFUR BJÖRNSSON 63 verið óþörf og líklega einhver mestu mistök, sem gerð hefðu verið í hagstjórn á íslandi.229 Ári eftir útkomu þeirrar bókar, 2. febrúar 1982, varð Ólafur sjötugur, og tóku hann og Guðrún, kona hans, á móti gestum á heimili sínu í tilefni dagsins. Félag frjálshyggjumanna gaf þennan dag út greinasafn eftir Ólaf, Einstaklingsfrelsi og hagskipulag, og sérstakt hefti af Fjármálatíðindum var tileinkað honum með af- mælisgrein um Ólaf eftir hinn gamla vin hans, Klemens Tryggvason. Einnig birtist við Ólaf viðtal í Frelsinu um líf hans og starf.230 Ólafur hætti nú kennslu í Háskóla íslands, en skrifaði samt áfram talsvert, þar á meðal formála að afmælisritum tveggja samherja úr lögskilnaðar- hreyfingunni, Klemensar Tryggvasonar og Hannibals Valdimarssonar, en einnig margar greinar í blöð og tímarit.231 Árið 1991 lifði Ólafur Björnsson, að sósíalisminn hrundi í Ráðstjórnarríkjunum og Austur- Evrópu, en áður höfðu Kínverjar tekið upp frjálslegri búskaparhætti. Taldi Ólafur það sýna, að rök þeirra Mises og Hayeks, sem hann hafði kynnt fyrir Islendingum samfellt í hálfa öld, væru gild, eins og hann sagði í heimildaþætti, sem Sjónvarpið sýndi 15. desember þetta ár og greinarhöfundur hafði gert í tilefni 50 ára afmælis Viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla íslands það ár. Eitt síðasta ritverk Ólafs Björnssonar birtist í afmælisriti Davíðs Oddssonar fimmtugs 17. janú- ar 1998, og var það um stjórnmálaáhrifin af falli sósíalismans. Varaði hann þar við víðtækum aðgerðum í nafni réttlætis til að endurdreifa tekjum.232 Þótt Ólafur væri nú orðinn 86 ára, sótti hann afmælisveislu Davíðs í Perlunni um kvöldið, hitti marga gamla vini og samverka- menn og hafði ánægju af. Mat hann Davíð mikils. Ólafi Björnssyni var margvíslegur sómi sýndur í lifanda lífi auk þeirra trúnaðarverkefna, sem á hann hlóðust. Hann var félagi í Vísindafélagi íslendinga frá 1949, varð riddari af Dannebrog 1956 og af Fálkaorðunni 1972. Hann varð stórriddari Fálkaorðunnar 1981 og stórriddari með stjörnu 1984. Hann varð heiðursfélagi Félags við- skiptafræðinga og hagfræðinga 1985 og heiðursdoktor frá viðskipta- deild Háskóla íslands á sjötíu og fimm ára afmæli Háskólans 1986. Eins og hin miklu afköst Ólafs við kennslu, rannsóknir, ritstörf og ræðuhöld veita vísbendingu um, var hann lengst af heilsuhraustur. Eina áfall hans á yngri árum var, að á fundi í Stokkhólmi í maí 1963 var hann eitt sinn að flýta sér að ná í leigubíl, rakst þá utan í einhvern hlut á götunni og hlaut höfuðhögg. Fékk hann vægan heilahristing, en hresstist brátt.233 Ólafur var í hærra meðallagi, grannur á yngri árum,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.