Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2016, Page 77

Andvari - 01.01.2016, Page 77
BJÖRN ÞORSTEINSSON Verkefnið að vera manneskja Um framlag Páls Skúlasonar til menningar- og samfélagsumræðu á Islandi Það er ekkert áhlaupaverk að gera æviverki Páls Skúlasonar heimspekings og háskólarektors skil. Frá því að hann kvaddi sér fyrst hljóðs í opinberri umræðu á íslandi árið 1974 og þar til hann féll frá í apríl 2015 var hann bókstaflega óþreytandi við fyrirlestrahald, greinaskrif og samningu bóka, auk starfa sinna við kennslu, stjórnun og stefnumótun innan Háskóla íslands og á öðrum vettvangi. Ritaskrá Páls er gríðarmikil að vöxtum og hefur að geyma 20 bækur, tugi útgefinna greina í bókum, tímaritum og dagblöðum og mörg hundruð fyrirlestra og erindi af ýmsum toga.1 Þessi verk Páls bera merki um tvíþættan metnað eða tvöfalt ætlunarverk sem hann einsetti sér að sinna ungur að árum: að takast á við gömul og ný vandamál úr sögu manns- andans með aðferðum heimspekinnar, og að iðka þessa sömu heimspekilegu hugsun á íslensku í því augnamiði að bæta, glæða og efla samfélagið.2 Það sem þessir tveir þættir eiga þó sameiginlegt er hollusta Páls við heimspekina og raunar, í víðari skilningi, við það sem hann nefndi háskólahugsjónina - hugmyndina um að háskólafólki beri að beita þekkingu sinni á opinberum vettvangi til að greina og gegnumlýsa þau úrlausnarefni sem á okkur, hinum almennu borgurum, hvíla hverju sinni.3 Hér á eftir verður þess freistað, að beiðni ritstjóra Andvara, að gera grein fyrir framlagi Páls til menningar- og samfélagsumræðu á íslandi í áranna rás. Eðli málsins samkvæmt verður því fyrst og fremst einblínt á þau verk Páls sem ætluð eru almennum áheyrend- um og lesendum en fræðilegri og sértækari verk að mestu látin liggja á milli hluta. Að því sögðu er rík ástæða til að benda á að skilin milli „alþýðlegrar" og „akademískrar“ fræðaiðkunar eru engan veginn skörp og verk Páls bera margvísleg merki þess að þeim er að endingu beint til allrar alþýðu manna. * Eins og áður sagði er ritaskrá Páls mikil um sig. Stór hluti umfangsins eru erindi og fyrirlestrar sem Páll flutti á vegum félagasamtaka af ýmsum toga í því skyni að miðla hugsun sinni, og heimspekilegri aðferð og efnistökum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.