Andvari - 01.01.2016, Qupperneq 82
80
BJÖRN ÞORSTEINSSON
ANDVARI
Menntun
Engum blöðum er um það að fletta að menntun var meðal helstu hugðarefna
Páls frá fyrstu tíð. Nefna má að í kennslu hans í heimspekilegum forspjalls-
vísindum við Háskóla Islands á áttunda, níunda og tíunda áratug 20. aldar
léku vangaveltur um menntun og gildi hennar lykilhlutverk og stóðu þá í
nánum tengslum við umræðu um gagnrýna hugsun og siðfræði. I erindinu
„Viðhorf til menntunar“, sem Páll flutti á ráðstefnu Bandalags háskólamanna
í október 1977, koma fram þau viðhorf sem settu mark sitt á hugsun hans
um menntun upp frá því.13 Páll beinir m.a. sjónum að hlutskipti menntunar í
þjóðfélagi þar sem markaðurinn ræður æ meiru og tengir þá þróun við upp-
gang tæknilegs viðhorfs til menntunar. Gegn þessari afstöðu, sem Páll segir
beinlínis afmenntandi, teflir hann skýrri hugmynd um eiginlega menntun
og skilgreinir hana svo: „Að menntast er [...] að verða meira maður - ekki
meiri maður - í þeim skilningi að þær gáfur eða eiginleikar sem gera mann-
inn mennskan fái notið sín, vaxi og dafni eðlilega."14 í framhaldinu lýsir Páll
þeirri skoðun sinni að menntunar í þessum skilningi verði ekki aflað án
frumkvæðis einstaklingsins sjálfs - menntun sé því „ævinlega sjálfsmennt-
un í þeim skilningi að það er lífveran sjálf, maðurinn, sem þroskast, vex og
dafnar“.15 Hvað útbreiðslu menntunar í þessum skilningi snertir, og þar með
baráttuna gegn tæknihyggju um menntun, telur Páll að háskólar hafi sér-
stöku, eða raunar einstöku, hlutverki að gegna: „Háskólar eru eina stofnunin
í þjóðfélaginu sem hefur það yfirlýsta markmið að ala á gagnrýnisanda og
ráðast gegn firrum og fordómum, bábiljum og blekkingum.“16
Þessar hugmyndir um eðli sannrar menntunar og hlutverk háskóla má
kalla kjarnann í skrifum Páls um menntamál. í útvarpserindinu „Menntun
og stjórnmál“ frá 1987 heldur Páll til dæmis fram mikilvægi menntunar fyrir
þjóðfélagið allt og skilgreinir menntun þegnanna sem höfuðskyldu ríkisins
og þar með stjórnmálanna.17 Þessa skyldu tengir Páll við lýðræðið en lætur
einnig í það skína að almenn menntun geti reynst valdhöfum óþægur ljár í
þúfu:
Menntuð alþýða lætur ekki segja sér fyrir verkum. Hún þolir illa eða alls ekki
einræði eða fámennisstjórn. Hún krefst hlutdeildar í ákvörðunum um sín eigin mál
og lætur ekki ráðskast með sig.18
Af þessu má ráða að miklu skiptir fyrir lýðræðislegt þjóðfélag að menntun
þegnanna sé vönduð. Páll er ekki í vafa um það hver kjarninn eigi að vera
í slíkri menntun: „I lýðræðisþjóðfélagi hlýtur höfuðmarkmið stjórnmála-
menntunar að vera að aga og þjálfa með þegnunum sjálfstæða gagnrýna
hugsun,“19 Þetta starf þarf að mati Páls að ná til allra skólastiga, enda þarf
það eðli málsins samkvæmt að snerta þegnana alla.