Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2016, Page 85

Andvari - 01.01.2016, Page 85
ANDVARI VERKEFNIÐ AÐ VERA MANNESKJA 83 Þetta ofríki markaðarins kenndi Páll við markaðshyggju og sagði hana skýrt dæmi um hugmyndafræði í neikvæðri merkingu þess orðs: „safn hugmynda og hleypidóma" sem „styðst ekki við rök heldur það sem segir sig sjálft og ekki þarf að ræða eða rökstyðja“ og kyndir þannig undir hugsunarleysi.27 Gegn þessum vágesti teflir Páll sjálfri menningunni, sem hann skilur, með tilvísan til Sigurðar Nordal, sem þá ræktarsemi við landið, söguna og tung- una sem útheimtir virka (um)hugsun og þar með andstöðu gegn markaðs- öflunum. Með slíkri andstöðu, segir Páll, rísum við undir kröfunni sem til okkar er gerð og felst í því að standa á eigin fótum sem lifandi, hugsandi og gagnrýnar verur: Verkefnið að vera manneskja felur að sjálfsögðu í sér annað og meira en að hugsa ávallt um að skara eld að eigin köku. Það felur í sér að vera reiðubúinn til að fórna öllu, jafnvel lífinu sjálfu, þegar gildi á borð við ást, réttlæti, sannleika og frelsi eru í húfi. Boðskapur markaðshyggjunnar ógnar sjálfri mennsku okkar ef honum er fylgt út í ystu æsar.28 Gagnrýni Páls á markaðshyggjuna vakti allmikla athygli á sínum tíma, enda urðu þá fáir til að vara opinberlega við oftrúnni á markaðinn, og varð fyrir- lestur Páls t.d. tilefni til blaðaskrifa og bloggpistla. Greinin „Menning og markaðshyggja“ birtist síðan í vorhefti Skírnis 2008 og var því mörgum í fersku minni þegar bankahrunið dundi yfir í lok september og byrjun októ- ber það sama ár. Páll vildi ekki láta sitt eftir liggja í eftirleik hrunsins og leit svo á að fræðimenn hefðu mikilvægu hlutverki að gegna í úrvinnslunni á því áfalli sem þjóðin hafði orðið fyrir, svo og í uppbyggingarstarfinu sem framundan var. Strax á gamlársdag 2008 flutti Páll útvarpserindið „Lífsgildi þjóðar“ og lagði þar áherslu á mikilvægi þess að þjóðin tæki til rækilegrar athugunar, og kæmi sér að lokum saman um, þau gildi sem hún vildi hafa að leiðarljósi í því nýja þjóðfélagi sem nú þyrfti að byggja upp. Undir lok erindisins tók Páll saman mál sitt og sagði: Við íslendingar eigum það verk fyrir höndum að móta andlega farvegi til að leiða til lykta djúpstæðar deilur í efnahagsveruleika okkar og við þurfum jafnframt að endurskoða þá andlegu farvegi sem við höfum haft til að leysa ágreining sem varðar almannaheill og allt sem við eigum sameiginlega. Við þurfum að hugsa og haga okkur eins og við séum að hefja landnám að nýju á Islandi og ætlum okkur að skapa hér andlegan samastað fyrir komandi kynslóðir Islendinga.29 Framlag Páls til þessa nýja landnáms tók m.a. á sig mynd í sjónvarpsþátta- röðinni „Hvert stefnir ísland?“ sem hann stóð að ásamt Þórhalli Gunnarssyni sjónvarpsmanni og Ævari Kjartanssyni útvarpsmanni og sýnd var í Ríkissjónvarpinu síðla vetrar 2011. Þar fór fram ítarleg og málefnaleg um-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.