Andvari - 01.01.2016, Qupperneq 85
ANDVARI
VERKEFNIÐ AÐ VERA MANNESKJA
83
Þetta ofríki markaðarins kenndi Páll við markaðshyggju og sagði hana skýrt
dæmi um hugmyndafræði í neikvæðri merkingu þess orðs: „safn hugmynda
og hleypidóma" sem „styðst ekki við rök heldur það sem segir sig sjálft og
ekki þarf að ræða eða rökstyðja“ og kyndir þannig undir hugsunarleysi.27
Gegn þessum vágesti teflir Páll sjálfri menningunni, sem hann skilur, með
tilvísan til Sigurðar Nordal, sem þá ræktarsemi við landið, söguna og tung-
una sem útheimtir virka (um)hugsun og þar með andstöðu gegn markaðs-
öflunum. Með slíkri andstöðu, segir Páll, rísum við undir kröfunni sem til
okkar er gerð og felst í því að standa á eigin fótum sem lifandi, hugsandi og
gagnrýnar verur:
Verkefnið að vera manneskja felur að sjálfsögðu í sér annað og meira en að hugsa
ávallt um að skara eld að eigin köku. Það felur í sér að vera reiðubúinn til að fórna
öllu, jafnvel lífinu sjálfu, þegar gildi á borð við ást, réttlæti, sannleika og frelsi eru
í húfi. Boðskapur markaðshyggjunnar ógnar sjálfri mennsku okkar ef honum er
fylgt út í ystu æsar.28
Gagnrýni Páls á markaðshyggjuna vakti allmikla athygli á sínum tíma, enda
urðu þá fáir til að vara opinberlega við oftrúnni á markaðinn, og varð fyrir-
lestur Páls t.d. tilefni til blaðaskrifa og bloggpistla. Greinin „Menning og
markaðshyggja“ birtist síðan í vorhefti Skírnis 2008 og var því mörgum í
fersku minni þegar bankahrunið dundi yfir í lok september og byrjun októ-
ber það sama ár. Páll vildi ekki láta sitt eftir liggja í eftirleik hrunsins og
leit svo á að fræðimenn hefðu mikilvægu hlutverki að gegna í úrvinnslunni
á því áfalli sem þjóðin hafði orðið fyrir, svo og í uppbyggingarstarfinu sem
framundan var. Strax á gamlársdag 2008 flutti Páll útvarpserindið „Lífsgildi
þjóðar“ og lagði þar áherslu á mikilvægi þess að þjóðin tæki til rækilegrar
athugunar, og kæmi sér að lokum saman um, þau gildi sem hún vildi hafa
að leiðarljósi í því nýja þjóðfélagi sem nú þyrfti að byggja upp. Undir lok
erindisins tók Páll saman mál sitt og sagði:
Við íslendingar eigum það verk fyrir höndum að móta andlega farvegi til að leiða
til lykta djúpstæðar deilur í efnahagsveruleika okkar og við þurfum jafnframt
að endurskoða þá andlegu farvegi sem við höfum haft til að leysa ágreining sem
varðar almannaheill og allt sem við eigum sameiginlega. Við þurfum að hugsa og
haga okkur eins og við séum að hefja landnám að nýju á Islandi og ætlum okkur að
skapa hér andlegan samastað fyrir komandi kynslóðir Islendinga.29
Framlag Páls til þessa nýja landnáms tók m.a. á sig mynd í sjónvarpsþátta-
röðinni „Hvert stefnir ísland?“ sem hann stóð að ásamt Þórhalli Gunnarssyni
sjónvarpsmanni og Ævari Kjartanssyni útvarpsmanni og sýnd var í
Ríkissjónvarpinu síðla vetrar 2011. Þar fór fram ítarleg og málefnaleg um-