Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2016, Side 86

Andvari - 01.01.2016, Side 86
84 BJÖRN ÞORSTEINSSON ANDVARI ræða um þau gildi sem máli skipta í þjóðfélaginu, með þátttöku fjölda fræði- manna, vísindamanna, fagfólks og almennra borgara. Aður hafði Páll verið viðmælandi í viðtalsþáttum Evu Maríu Jónsdóttur, Þórhalls Gunnarssonar og Egils Elelgasonar í Ríkissjónvarpinu á árunum 2008-2010. A árinu 2009 gerði Páll víðreist um samfélagið, eins og hann hafði gert undir lok 20. aldar, og flutti fjölmörg erindi á vegum stéttarfélaga, stjórnmálaflokka og ýmissa stofnana og fagfélaga og beindi þá iðulega sjónum að þeim spurningum sem þjóðin stóð frammi fyrir í eftirleik hrunsins. Meðal þess sem Páll benti á til svars við þessum spurningum var aukin menntun - þar sem það orð var ein- mitt skilið þeim skilningi sem hann hafði lagt í orðið hartnær fjórum ára- tugum fyrr, eins og hér hefur þegar verið rakið: „Eiginleg menntun felur í sér ræktun þeirra hæfileika sem gera okkur kleift að þroskast sem skynjandi, hugsandi og skapandi verur og verða þar með meira manneskjur, ekki meiri menn.“30 I þessari viðleitni ber okkur, að mati Páls, að taka upp nýja og já- kvæðari afstöðu til ríkisins - sé það ætlun okkar á annað borð að læra af mistökum fortíðarinnar og bæta samfélagið: Hingað til höfum við litið á ríkið sem tæki til að tryggja tiltekna almenna hagsmuni, svo sem réttlæti, öryggi, velferð og frelsi. Héðan í frá eigum við einnig að sjá ríkið sem leið okkar sjálfra til að þroskast sem sjálfráða, hugsandi manneskjur, reiðubúnar til að leggja allt í sölurnar til að öðlast og breiða út þá þekkingu sem þarf til að skilja og vernda hina sameiginlegu hagsmuni okkar og lífsins í heiminum.31 Lokaorð Verk Páls Skúlasonar - rit hans, orð hans, hugsun hans - munu lifa með þjóðinni. Viðleitni hans til að skilja stöðu mannverunnar í heiminum var ætíð öðrum þræði viðleitni til að skilja stöðu þjóðarinnar í landinu, borg- arans meðal þjóðarinnar og hinnar hugsandi veru gagnvart tungumálinu. Verkefnið að vera manneskja krefst úrlausnar á hverjum degi á íslandi eins og annars staðar - og sú úrlausn kallar á ræktun og ástundun þeirra eigin- leika sem helst verðskulda að kallast mannlegir: menntun, mennska, hugsun - og samvera. 1 skilningnum á þessu erum við sannarlega til - þá nær líf okkar þeim hæðum sem okkur eru á annað borð kleifar. Og þannig sjáum við, og finnum, að við lifum „í óendanlega merkilegum, flóknum og spenn- andi merkingarheimi“,32 og að tilvera okkar, hvers um sig, er hluti af því „gríðarlega ævintýri sem er rétt að byrja“, ævintýrinu „um framtíð hinna lif- andi vera sem hafa vitund um sjálfar sig“.33
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.