Andvari - 01.01.2016, Síða 86
84
BJÖRN ÞORSTEINSSON
ANDVARI
ræða um þau gildi sem máli skipta í þjóðfélaginu, með þátttöku fjölda fræði-
manna, vísindamanna, fagfólks og almennra borgara. Aður hafði Páll verið
viðmælandi í viðtalsþáttum Evu Maríu Jónsdóttur, Þórhalls Gunnarssonar
og Egils Elelgasonar í Ríkissjónvarpinu á árunum 2008-2010. A árinu 2009
gerði Páll víðreist um samfélagið, eins og hann hafði gert undir lok 20. aldar,
og flutti fjölmörg erindi á vegum stéttarfélaga, stjórnmálaflokka og ýmissa
stofnana og fagfélaga og beindi þá iðulega sjónum að þeim spurningum sem
þjóðin stóð frammi fyrir í eftirleik hrunsins. Meðal þess sem Páll benti á til
svars við þessum spurningum var aukin menntun - þar sem það orð var ein-
mitt skilið þeim skilningi sem hann hafði lagt í orðið hartnær fjórum ára-
tugum fyrr, eins og hér hefur þegar verið rakið: „Eiginleg menntun felur í
sér ræktun þeirra hæfileika sem gera okkur kleift að þroskast sem skynjandi,
hugsandi og skapandi verur og verða þar með meira manneskjur, ekki meiri
menn.“30 I þessari viðleitni ber okkur, að mati Páls, að taka upp nýja og já-
kvæðari afstöðu til ríkisins - sé það ætlun okkar á annað borð að læra af
mistökum fortíðarinnar og bæta samfélagið:
Hingað til höfum við litið á ríkið sem tæki til að tryggja tiltekna almenna hagsmuni,
svo sem réttlæti, öryggi, velferð og frelsi. Héðan í frá eigum við einnig að sjá
ríkið sem leið okkar sjálfra til að þroskast sem sjálfráða, hugsandi manneskjur,
reiðubúnar til að leggja allt í sölurnar til að öðlast og breiða út þá þekkingu sem þarf
til að skilja og vernda hina sameiginlegu hagsmuni okkar og lífsins í heiminum.31
Lokaorð
Verk Páls Skúlasonar - rit hans, orð hans, hugsun hans - munu lifa með
þjóðinni. Viðleitni hans til að skilja stöðu mannverunnar í heiminum var
ætíð öðrum þræði viðleitni til að skilja stöðu þjóðarinnar í landinu, borg-
arans meðal þjóðarinnar og hinnar hugsandi veru gagnvart tungumálinu.
Verkefnið að vera manneskja krefst úrlausnar á hverjum degi á íslandi eins
og annars staðar - og sú úrlausn kallar á ræktun og ástundun þeirra eigin-
leika sem helst verðskulda að kallast mannlegir: menntun, mennska, hugsun
- og samvera. 1 skilningnum á þessu erum við sannarlega til - þá nær líf
okkar þeim hæðum sem okkur eru á annað borð kleifar. Og þannig sjáum
við, og finnum, að við lifum „í óendanlega merkilegum, flóknum og spenn-
andi merkingarheimi“,32 og að tilvera okkar, hvers um sig, er hluti af því
„gríðarlega ævintýri sem er rétt að byrja“, ævintýrinu „um framtíð hinna lif-
andi vera sem hafa vitund um sjálfar sig“.33