Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2016, Page 89

Andvari - 01.01.2016, Page 89
AUÐUR AÐALSTEINSDÓTTIR „Hvorki stjórnað né vera stjórnað“ Um Stóra skjálfta og fleiri sögur Auðar Jónsdóttur í skáldsögunni Stóri skjálfti (2015) tekst Auður Jónsdóttir á við ýmis þekkt frásagnarminni úr bókmenntasögunni og notar óminni bæði sem frásagnar- tæki og heimspekilega grundvallarhugmynd. Þar heldur hún áfram að þróa þemu úr síðustu bók sinni, Osjálfrátt. Stóri skjálfti hefst á því að sögupersónan Saga rankar við sér eftir grand- mal flogakast án þess að vita hver hún er eða hvað hefur gerst. I hönd fer leit að upplýsingum um hana sjálfa, líf hennar og sambönd við hennar nán- ustu þar sem minni Sögu reynist ekki aðeins gloppótt heldur virðist sem það „sortéri minningarnar eftir sársaukastuðli“' og bæli niður þær sem vekja of sárar tilfinningar. Slíkt er auðvitað illa til þess fallið að draga upp raun- sanna mynd af persónu og atburðum, en írónían felst í því að þessi selektífu minnisglöp verða Sögu hvati til að kafa, ef til vill í fyrsta sinn, undir yfir- borð sögunnar sem við segjum sjálfum okkur og öðrum af lífi okkar í leit að dýpri „kjarna“; reynslunni og tilfinningaflækjunum sem stýra í raun og veru lífi okkar, frásögnum og hegðun. Vanti þá vídd inn í heildarmyndina verður svo ótal margt í hegðun fólks og samskiptum algjörlega óskiljanlegt, eins og Saga kemst að þegar minnið svíkur. Það er ekkert nýtt að nota minnisleysi söguhetju til að skapa, flækja eða leysa sögufléttu. Það er ekki síst mikið notað frásagnartæki í afþreyingar- menningu, eins og sjónvarpsóperum, ástarsögum og spennusögum þar sem það hentar einkar vel til að skapa ráðgátu sem sögupersóna og lesandi þurfa að sameinast um að leysa. Stundum bætist við heimspekileg og/eða sálfræði- leg vídd, til dæmis spurningar um eðli minninga, skynjun og samband hins innra (hugans/sjálfsins) og hins ytra (líkama/umhverfis). Slíkar vangaveltur fá jafnvel meira vægi en framvindan sem minnisleysið knýr áfram, til dæmis í kvikmyndum sem sækja til vísindaskáldskaparhefðarinnar. Hér má nefna myndir á borð við Memento (2000), The Bourne Identity (2002) sem byggð er á skáldsögu Roberts Ludlum frá 1980, Eternal Sunshine of the Spotless Mind (2004) og Total Recall (1990) sem byggð er á smásögu frá 1966, „We Can Remember It For You Wholesale" eftir Philip K. Dick. Af íslenskum sam- tímabókum eru það einna helst skáldsagan Algleymi (2008) eftir Hermann
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.