Andvari - 01.01.2016, Síða 89
AUÐUR AÐALSTEINSDÓTTIR
„Hvorki stjórnað né vera stjórnað“
Um Stóra skjálfta og fleiri sögur Auðar Jónsdóttur
í skáldsögunni Stóri skjálfti (2015) tekst Auður Jónsdóttir á við ýmis þekkt
frásagnarminni úr bókmenntasögunni og notar óminni bæði sem frásagnar-
tæki og heimspekilega grundvallarhugmynd. Þar heldur hún áfram að þróa
þemu úr síðustu bók sinni, Osjálfrátt.
Stóri skjálfti hefst á því að sögupersónan Saga rankar við sér eftir grand-
mal flogakast án þess að vita hver hún er eða hvað hefur gerst. I hönd fer
leit að upplýsingum um hana sjálfa, líf hennar og sambönd við hennar nán-
ustu þar sem minni Sögu reynist ekki aðeins gloppótt heldur virðist sem
það „sortéri minningarnar eftir sársaukastuðli“' og bæli niður þær sem vekja
of sárar tilfinningar. Slíkt er auðvitað illa til þess fallið að draga upp raun-
sanna mynd af persónu og atburðum, en írónían felst í því að þessi selektífu
minnisglöp verða Sögu hvati til að kafa, ef til vill í fyrsta sinn, undir yfir-
borð sögunnar sem við segjum sjálfum okkur og öðrum af lífi okkar í leit að
dýpri „kjarna“; reynslunni og tilfinningaflækjunum sem stýra í raun og veru
lífi okkar, frásögnum og hegðun. Vanti þá vídd inn í heildarmyndina verður
svo ótal margt í hegðun fólks og samskiptum algjörlega óskiljanlegt, eins og
Saga kemst að þegar minnið svíkur.
Það er ekkert nýtt að nota minnisleysi söguhetju til að skapa, flækja eða
leysa sögufléttu. Það er ekki síst mikið notað frásagnartæki í afþreyingar-
menningu, eins og sjónvarpsóperum, ástarsögum og spennusögum þar sem
það hentar einkar vel til að skapa ráðgátu sem sögupersóna og lesandi þurfa
að sameinast um að leysa. Stundum bætist við heimspekileg og/eða sálfræði-
leg vídd, til dæmis spurningar um eðli minninga, skynjun og samband hins
innra (hugans/sjálfsins) og hins ytra (líkama/umhverfis). Slíkar vangaveltur
fá jafnvel meira vægi en framvindan sem minnisleysið knýr áfram, til dæmis
í kvikmyndum sem sækja til vísindaskáldskaparhefðarinnar. Hér má nefna
myndir á borð við Memento (2000), The Bourne Identity (2002) sem byggð er
á skáldsögu Roberts Ludlum frá 1980, Eternal Sunshine of the Spotless Mind
(2004) og Total Recall (1990) sem byggð er á smásögu frá 1966, „We Can
Remember It For You Wholesale" eftir Philip K. Dick. Af íslenskum sam-
tímabókum eru það einna helst skáldsagan Algleymi (2008) eftir Hermann