Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2016, Side 96

Andvari - 01.01.2016, Side 96
94 AUÐUR AÐALSTEINSDÓTTIR ANDVARI hana eins og skugginn. Honum sem henti sér á hana þegar síst skyldi. Fleygði henni kylliflatri á jörðina, hvar sem var, hvenær sem var; meðvitundarlausri meðan hann nauðgaði henni svo hún froðufelldi og meig eða skeit á sig, engdist um í fýlunni af sjálfri sér.37 Það sem flækir málin er að árásarmaðurinn er hún sjálf, „andlit hans lemstr- að andlit hennar”,38 hann „þarf aldrei að troða sér inn í þig því hann býr innra með þér“.39 Og „árásir“ hans reynast aflið sem losar Sögu úr viðjum þessarar sjúklegu stjórnar. Óminnið Hin raunverulega þróun sögunnar verður í því rými sem myndast þegar flæði (sögunnar, tímans, líkamans) er truflað; í truflunum á framvindu. Þótt uppbyggingin sé ekki sú sama og í Fávitanum verður ákveðin stigmögnun í fíogaveiki Sögu og þar með stjórnleysi hennar yfir atburðum, líkama og huga. Það leiðir hana til stigvaxandi andlegrar uppljómunar og samruna allra sviða. „Það sem var, það er“ heitir kafli þar sem tímaplön skarast; Saga og systir hennar Jóhanna stíga inn í fortíðina, inn í sársaukann sem hefur gert þær að þeim sem þær eru. í kjölfarið rofna mörk lifenda og dauðra. Katrín, önnur systir Sögu sem lést á barnsaldri, leikur sér í baðkarinu hennar og rýfur að auki mörk sjálfsins og annarra: Ég þreifa á andliti mínu og brosi um leið til stelpunnar sem situr ofan í baðkarinu og leikur sér með bátana hans Ivars. [...] ég horfist í augu við andlit mitt, hina einu sönnu spegilmynd mína, þegar Katrín lítur upp frá bátnum, í áttina að mér og brosir innilega. Ég sé þig, hvísla ég að henni sem ég hef alltaf saknað og kúgast við orðin ein.40 Stjórnleysi Sögu verður á endanum fullkomið en hvað táknar það? Að því er virðist dauða - fullkomið óminni. Saga horfir á sjálfa sig sem „stjórn- laus[an] líkam[a] í stjórnlausum heimi [...] Bráðum hverfur hún af sviðinu, eitt tvö orð í viðbót og þá slokknar ljósið.4141 Að vissu leyti er reyndar eins og Saga sé þegar dáin í upphafi sögunnar, þar sem hún rankar við sér eftir upphafsflogið og veit ekki hver hún er. Hvítur litur feigðarinnar, sem hún í lokin kallar „allsherjarlitinn“, umvefur hana frá upphafi; hún öslar snjó og þegar hún kemur heim af spítalanum bíða hennar hvítar rósir, en í fjöl- skyldunni hennar „tíðkast hvítar rósir einungis í jarðarförum“.42 Svarið við spurningunni: „Dó einhver?“ blasir ef til vill við, að minnsta kosti má greina hér „forákvarðaða þróun“ eins og í Fávita Dostojevskís. í inngangi að Bardo
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.