Andvari - 01.01.2016, Qupperneq 96
94
AUÐUR AÐALSTEINSDÓTTIR
ANDVARI
hana eins og skugginn. Honum sem henti sér á hana þegar síst skyldi. Fleygði henni
kylliflatri á jörðina, hvar sem var, hvenær sem var; meðvitundarlausri meðan hann
nauðgaði henni svo hún froðufelldi og meig eða skeit á sig, engdist um í fýlunni af
sjálfri sér.37
Það sem flækir málin er að árásarmaðurinn er hún sjálf, „andlit hans lemstr-
að andlit hennar”,38 hann „þarf aldrei að troða sér inn í þig því hann býr
innra með þér“.39 Og „árásir“ hans reynast aflið sem losar Sögu úr viðjum
þessarar sjúklegu stjórnar.
Óminnið
Hin raunverulega þróun sögunnar verður í því rými sem myndast þegar
flæði (sögunnar, tímans, líkamans) er truflað; í truflunum á framvindu. Þótt
uppbyggingin sé ekki sú sama og í Fávitanum verður ákveðin stigmögnun
í fíogaveiki Sögu og þar með stjórnleysi hennar yfir atburðum, líkama og
huga. Það leiðir hana til stigvaxandi andlegrar uppljómunar og samruna allra
sviða. „Það sem var, það er“ heitir kafli þar sem tímaplön skarast; Saga og
systir hennar Jóhanna stíga inn í fortíðina, inn í sársaukann sem hefur gert
þær að þeim sem þær eru. í kjölfarið rofna mörk lifenda og dauðra. Katrín,
önnur systir Sögu sem lést á barnsaldri, leikur sér í baðkarinu hennar og
rýfur að auki mörk sjálfsins og annarra:
Ég þreifa á andliti mínu og brosi um leið til stelpunnar sem situr ofan í baðkarinu
og leikur sér með bátana hans Ivars. [...] ég horfist í augu við andlit mitt, hina einu
sönnu spegilmynd mína, þegar Katrín lítur upp frá bátnum, í áttina að mér og brosir
innilega.
Ég sé þig, hvísla ég að henni sem ég hef alltaf saknað og kúgast við orðin ein.40
Stjórnleysi Sögu verður á endanum fullkomið en hvað táknar það? Að því
er virðist dauða - fullkomið óminni. Saga horfir á sjálfa sig sem „stjórn-
laus[an] líkam[a] í stjórnlausum heimi [...] Bráðum hverfur hún af sviðinu,
eitt tvö orð í viðbót og þá slokknar ljósið.4141 Að vissu leyti er reyndar eins
og Saga sé þegar dáin í upphafi sögunnar, þar sem hún rankar við sér eftir
upphafsflogið og veit ekki hver hún er. Hvítur litur feigðarinnar, sem hún
í lokin kallar „allsherjarlitinn“, umvefur hana frá upphafi; hún öslar snjó
og þegar hún kemur heim af spítalanum bíða hennar hvítar rósir, en í fjöl-
skyldunni hennar „tíðkast hvítar rósir einungis í jarðarförum“.42 Svarið við
spurningunni: „Dó einhver?“ blasir ef til vill við, að minnsta kosti má greina
hér „forákvarðaða þróun“ eins og í Fávita Dostojevskís. í inngangi að Bardo