Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2016, Side 101

Andvari - 01.01.2016, Side 101
VÉSTEINN ÓLASON Einstaklingur, náttúra og samfélag í Aðventu Aðventa er, eins og við öll munum, sagan af Benedikt, þessum blessaða manni sem fer að leita eftirlegukinda á aðventunni, hverri aðventu árum saman. Óbugandi viljastyrkur Benedikts og hreinlyndi, þekking hans á um- hverfi sínu og samkennd hans með dýrunum eru eftirminnilegustu einkenni þessarar hógværu söguhetju sem verður lesandanum svo kær. Myndin af Benedikt einum á öræfum með hrút og hund í hríðarbyl er ógleymanleg, og líktega er það hún sem situr lengst eftir í okkur. „A þessum aðventugöngum var Benedikt ávallt einn síns liðs. Eða hvað? Mannafylgd hafði hann að minnsta kosti enga,“ segir í upphafi Aðventu. I þeirri útgáfu sem ég styðst við eru þó búnar 56 blaðsíður af 87, þegar þeir „þremenningarnir" eru loksins einir eftir og geta hafið sína eigin leit; 30 blaðsíðum síðar kjagar Benedikt heim að Botni. En Benedikt er ekki iðjulaus þá daga sem lýst er á þessum 56 blaðsíðum framan af sögunni, nærri tveimur þriðjungum hennar; hann á í margvíslegum mannlegum samskiptum, þótt vissulega fari margt fram í hugskoti hans sem aðrir en lesandinn hafa ekki aðgang að. Lesandinn fær þannig að kynnast Benedikt, lífi hans og hugar- heimi áður en meginátökin hefjast. Hann kemur úr mannlegu samfélagi og gengur á vit náttúrunnar, öræfanna, sem eru sauðfénu uppspretta næringar en búa yfir deyðandi afli þegar vetur leggst að. Benedikt ætlar sér að heimta úr klóm náttúrunnar líf sem hún ógnar, líf sem aðrir í samfélaginu hirða ekki um eða telja of dýrt að bjarga, þótt það sé í raun þar á þeirra ábyrgð. En Benedikt er manneskja, sprottinn úr mannlegu samfélagi, kemur þaðan og snýr þangað aftur. Þess vegna megum við ekki láta myndina af Benedikt einum manna á öræfum byrgja sýn á annað sem sagan segir frá. Aðventa er miklu flóknari saga en svo að myndin af þrenningunni, Benedikt, Eitli og Leó í öræfamyrkri og byl, segi allt sem segja þarf. Ég ætla mér alls ekki að reyna að kollvarpa þeim skilningi að þungamiðja sögunnar eða kjarni hennar sé glíma Benedikts við náttúruöflin, þrautseigja hans og fórnarlund, og hvernig hans eigið sálarstríð endurspeglast í þessari glímu. Ég vil aðeins leggja áherslu á að mannfélagið, mannleg samskipti, er einnig ómissandi þráður í þeirri fléttu sem skáldið skapar. Einvera manns-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.