Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2016, Síða 109

Andvari - 01.01.2016, Síða 109
ANDVARI EINSTAKLINGUR, NÁTTÚRA OG SAMFÉLAG í AÐVENTU 107 að frelsa mannkynið, aðeins nokkra villuráfandi sauði. Hann er heldur ekki einn af þeim meinlætamönnum sem fara út í eyðimörkina og afneita mann- legu samfélagi til að þjaka hold sitt og þjóna með því guði. En vitaskuld er óeigingjarnt björgunarstarf hans í fögru samræmi við kristna siðfræði. Þjónustan er þar lykilhugtak. Benedikt á vissulega ýmislegt sameiginlegt Kristi, en svo ótrúlegt sem það virðist við fyrstu íhugun má líka jafna honum við Þór eða ýmsar hetjur í ævintýrum. Stórhríðin og öræfin eru Jötunheimar bændasamfélagsins. Það sækir þangað lífsmagn (beitir sauðfénu), en hvergi er dauðinn jafnnálægur og óvissan um að komast af jafnmikil. Margar goðsagnir eru sem ímynd árs- tíðanna. Þá hættir hetjan lífi sínu með sókn inn í heim vetrarins, heim sem hönd dauðans liggur yfir, deyr jafnvel sjálf eða virðist deyja, en kemur þó aftur með lífið sem boðar vor og endurnýjun alls lífs. Slík mynstur birtast í bókmenntum allra tíma en fá ólíka mynd eftir því úr hvaða samfélagi þær spretta og hverjir taka við þeim og túlka. Þessara líkinda við goðsagnir heimsins er ekki getið hér vegna þess að ég telji Benedikt eiga mikið sameiginlegt með heiðnum goðum, áreiðanlega á hann og vill eiga meira sameiginlegt með Kristi. Saga hans er einstök og órjúfanlega tengd því samfélagi sem þar birtist, hugarheimi höfundarins og samtíma hans. En hún hefur goðsögulegan einfaldleika og dýpt. Eins og goðsagan höfðar hún til djúpra laga í vitund okkar, laga sem liggja dýpra en meðvitund á auðvelt með að ná, höfðar til tilfinninga sem við getum naumast komið orðum að. Hún er saga um hinn djúpa einmanaleik mann- eskjunnar eða innri einveru, sem ekkert fær rofið, en hún er líka saga um þau órjúfandi bönd sem tengja manneskjurnar hverja við aðra, hvort sem það eru fjölskyldubönd eða önnur bönd vináttu og trúnaðartrausts. Þessi sannindi birtast okkur ekki með stóryrðum, útrás æstra tilfinninga eða með voveiflegum atburðum, þótt átökin við vetrarbylinn séu nógu hörð. Sannindi Aðventu skjóta smáum og fínlegum rótum í huganum og tilfinningalífinu án þess að við tökum eftir því fyrr en við áttum okkur á því í sögulok- in að brjóstið er fullt af einhverju sem við skiljum ekki nema til hálfs en vitum að á sér upphaf innra með okkur, þótt það sé vakið af sögunni. Þar sameinast skáldskapur og veruleiki, skáldskapur veruleikans og veruleiki skáldskaparins. Slíkum áhrifum ná ekki nema hinir mestu snillingar. Þeir vekja „frjósemina í höfði lesandans“ eins og Jón Kalman Stefánsson kemst að orði í inngangi sínum að þeirri útgáfu Aðventu sem hér er stuðst við. Þótt hér sé minnt á að einhvers staðar að baki sögu eins og Aðventu liggi aðrar sögur eða sagnaform, goðsagnir af einhverju tagi sem kalla megi sam- mannlegar, skyldi enginn falla í þá grylju að telja þá ábendingu skýra verkið og list þess nema á yfirborði. Þvert á móti. Sannleikur Aðventu, listrænn kraftur sögunnar felst miklu fremur í hinni nærfærnu lýsingu ákveðins
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.