Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2016, Page 114

Andvari - 01.01.2016, Page 114
112 KRISTJÁN EIRÍKSSON ANDVARI bók eru vissulega fleiri sköpunarverk hins „auðuga ímyndunarafls“ Þórbergs og auk þess bæði form og efni nýjung í íslenskum bókmenntum. Það er því ekki að undra þó Soffía fjalli rækilega um Bréfið, viðtökur þess og hið „nýja bókmenntagervi“ sem líta má á sem þema verks hennar um skrif Þórbergs. í kaflanum er gerð grein fyrir ýmsum mikilvægum áhrifavöldum Bréfsins, fjallað er um hina rómantísku hæðni í verkinu sem menn hneyksluðust mjög á enda óvanir því að henni væri beitt svo markvisst í lausu máli. Áður hafði Soffía rakið áhrif Heines á ljóð Þórbergs og hvernig hann beitir rómantískri hæðni í anda hins þýska skálds óspart í ljóðum sínum. En áhrif Heines eru ekki einungis sprottin frá ljóðum skáldsins heldur virðist svo sem Þórbergur hafi haft í huga bók Heines, Ideen. Das Buch le Grand, er hann hóf ritun Bréfs til Láru og vitnar Soffía þar til Eysteins Þorvaldssonar sem áður hafði bent á hana sem fyrirmynd að Bréfi til Láru í hausthefti Skírnis 1997. Bók þessi kom út í þýðingu Hauks Hannessonar árið 2002 og nefnist þar Hugmyndir. Bók le Grands.4 Soffía nefnir síðan ýmiss konar skyldleika með verkum og lífi Heines og Þórbergs og vitnar í því sambandi til fyrstu kynn- ingar á Heine og verkum hans á íslensku í Fjölni 1835. Hún nefnir ýkjustíl þeirra beggja og hið lausbeislaða form og segir: „hinar fjölbreytilegu sjálfs- myndir sem finna má í lausamálsskrifum Heines [...] kannski það atriði sem þeir Þórbergur eiga helst sameiginlegt.“5 En það sem kannski er mest nýjung í þessum kafla er umíjöllun Soffíu um Alþýðubók séra Þórarins Böðvarssonar (Lestrarbók handa alþýðu á íslandi) og dálæti Þórbergs á henni í æsku og reyndar alla tíð síðan. Soffía veltir því þar fyrir sér hvort það hafi einungis verið efni bókarinnar sem haft hafi áhrif á Þórberg „eða einnig hið lausbeislaða form hennar.“ Og hún nefnir einnig að Þórarinn geti þess í Alþýðubókinni að hann hafi stráð innanum nokkru gamni, en aðeins í þeim tilgangi að leiða ungmenni til að lesa það sem alvarlegra er.6 Einmitt það sama gerði Þórbergur og reyndar í miklu meira mæli en Þórarinn í Alþýðubókinni. Þar er skyldleikinn við Heine augljósari en fjölbreytni efnis og nákvæmni í ritum Þórbergs eiga sér vissulega ýmsar hliðstæður í Alþýðubókinni. I þessum kafla vísar Soffía einnig til greinar Ástráðs Eysteinssonar í Skírni 1989, „Baráttan gegn veruleikanum." Þar fjallar Ástráður um „hið opna verk“ sem ekki hlítir lögmálum hins hefð- bundna skáldverks. Og einnig Qallar hann þar um „bókmenntasmágreinar“ en Þórbergur skrifaði fjölda slíkra greina og gaf nokkrar þeirra út í Pistilinn skrifaði 1 1933. Ljóst er af númerinu að hann hefur hugsað sér framhald út- gáfunnar í sama pistla-formi. Ekkert varð þó af því en áfram hélt hann að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.