Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2016, Síða 115

Andvari - 01.01.2016, Síða 115
ANDVARI UPPREISN ÞÓRBERGS ÞÓRÐARSONAR GEGN HEFÐINNI 113 skrifa sams konar pistla þótt ekki gæfi hann þá út sem framhald af Pistilinn skrifadi. Soffía er sammála Astráði í því að bækur Þórbergs séu opin verk og segir síðan: þær eru ekki skáldsögur, ekki hefðbundnar sjálfsævisögur, tilheyra ekki hreinræktaðri tegund og ljóst má vera að þær eru skrifaðar af höfundi sem er í virku andófi gegn íslensku skáldsögunni eins og hún hafði þróast á sínum stutta líftíma.7 Eg hef dvalið hér svo lengi við þriðja kafla bókar Soffíu Auðar vegna þess að í honum koma fram ýmis meginatriði verksins í lýsingu hins nýja bók- menntagervis og uppreisnar Þórbergs gegn hefðinni. Fjórði kafli nefnist „Heimanfylgja Þórbergs og endurgjald“. Hann fjallar um Suðursveitarbækur Þórbergs sem eru: Steinarnir tala (1956), Um lönd og lýði (1957), Rökkuróperan (1958) og íjórða bókin sem Þórbergur lauk aldrei við en var gefin út að honum látum ásamt hinum þrem 1975 undir nafninu I Suðursveit. Allar eru þessar bækur sjálfsævisöguleg verk, lýsing náttúru og mannlífs í Suðursveit í æsku Þórbergs og jafnframt þroskasaga hans, séð með augum barnsins og unglingsins sem hefur öðlast yfirsýn hins lífsreynda manns. Soffía lýsir efnistökunum í bókunum svo: Hægt er að sjá ákveðið ferli í þróun sjálfsmyndar Þórbergs í öllum fjórum bókum Suðursveitarbálksins. í Steinarnir tala er lýst vaknandi vitund barnsins sem þroskast í tengslum við nánasta umhverfi þess og hluti; í Um lönd og lýði er það samspil vitundar og náttúru sem er í brennidepli og í báðum þessum bókum er lítil áhersla á annað fólk. I síðari bókunum tveimur breytist þetta. 1 Rökkuróperunni þroskast sjálfsvitundin í samspili við önnur börn í gegnum leiki og í Fjórðu bók er komið að flóknari menntun: Barnið og unglingurinn Þórbergur nemur fróðleik af hinum fullorðnu við lestur, sagnalist, trúarfræðslu og skemmtun, með öðrum orðum þá alþýðumenningu sem var í hávegum höfð á Hala.8 Soffía gerir grein fyrir því hversu mjög rómantískur frásagnarháttur ein- kennir frásagnir Þórbergs úr Suðursveit. Landslag er lífi gætt, steinar og náttúrufyrirbæri persónugerð því þannig skynjar barnið, Þórbergur, um- hverfi sitt. Náttúran og vitund og sjálf Þórbergs renna saman í eitt og það eru einmitt persónugervingarnar, myndmálið og lífmögnun náttúrunnar sem skapa þessa einingu. Þótt erlendir straumar og rómantík 19. og 20. aldar ráði vitaskuld miklu um lífmögnun náttúrunnar í Suðursveitarbókunum má ekki heldur gleyma því að landslag og fyrirbæri náttúrunnar hafa alltaf átt sitt líf í hugum fólks í sveitum landsins. Steinar heita Karlar og Kerlingar og draga nafn af lögun sinni og bústaðir álfa og trölla eru um allt og þjóðsögur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.