Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2016, Síða 118

Andvari - 01.01.2016, Síða 118
116 KRISTJÁN EIRÍKSSON ANDVARl best fram í „Bréfi til Ragnars“13 Þar leggur Þórbergur áherslu á að stuðluð og háttbundin ljóð loði mönnum betur í minni en óbundin ljóð og þau örvi skilning manna og hafi aukið Islendingum þroska í aldanna rás. Ljóð, sem við höfum lært, gerast förunautar, sem fylgja okkur svo lengi, sem við munum eftir þeim. Og það eru hljóðir og hæverskir förunautar, sem ávarpa okkur aldrei, nema þegar okkur langar til að hafa orðaskipti við þá.14 Rök Þórbergs standa hér vissulega fyrir sínu en merkilegt má þó kalla að hann skyldi ekki fagna hinum nýja óbundna stíl sem viðbót við stíl hefð- bundins kveðskapar, viðbót sem eykur tjáningarmátt ljóðsins. Það er vissulega rétt sem Soffía segir að Þórbergur teflir fram þeim rökum að óbundnu ljóðin séu „lélegur skáldskapur“ og „leiðinlegur skáldskapur“ en hann gerir því einnig skóna að hugsanlega sé þarna um að ræða „einlægþj leit að fullkomnara „tjáningarformi““! Og segir síðan: „Sú leit hefur ekki ennþá borið sýnilega ávexti. En þá fer ég að hugsa: Mannshöfuðið er ekki aðeins þungt. Það er líka lengi að skapast.“15 Þórbergur vitnar hér óbeint til ljóðsins ,Mannshöfuð er nokkuð þungt‘, upphafsljóðsins í bók Sigfúsar Daðasonar, Ljóð 1947-1951, sem kom út 1951, og virðist honum ekki hafa þótt mikið til þess koma. En Þórbergur skýtur hér vissulega yfir markið því ýmis góð óhefðbundin ljóð og heilar ljóðabækur í lausbeisluðu formi höfðu komið út þegar hér var komið sögu. Nægir þar að benda á Þorpið eftir Jón úr Vör, eina af listilegustu ljóðabókum aldarinnar, sem út kom 1946, og trú- lega hefur Þórbergur kunnað að meta óbundinn ljóðskap vinar síns, Jóns Thoroddsen, í Flugum sem út kom 1922. En aðra skýringu má einnig lesa út úr bréfi Þórbergs til Ragnars í Smára. Hún er sú að hinn mikli stílsnillingur hefur óttast að „atómljóðin“ yrðu til þess að menn misstu brageyrað og þá glataðist um leið hið gamla form í stað þess að „atómljóðin“ yrðu nýtt tján- ingarform, viðbót sem auðgaði íslenska ljóðagerð. Sá ótti var einmitt ríkur meðal margra stuðningsmanna hefðarinnar enda drógu sumir boðberar hins nýja skáldskapar enga dul á að rímstaglið gamla hefði þegar gengið sér til húðar og væri ekki fært um að túlka flókinn nútímann. Þessi ótti birtist einmitt nokkru aftar í „Bréfi til Ragnars“ í spélegri framtíðarvitrun sem Þórbergur segist hafa fengið af astralplaninu þess efnis að atómskáldskapur- inn verði búinn að vinna sigur á hefðinni með næstu kynslóðum Islendinga. Sjöundi kafli heitir „Hinn slungni sálkönnuður“ og hefur undirtitilinn „Fjölmyndasafn Þórbergs “ Kaflinn hefst á eftirfarandi tilvitnun til greinar Halldórs Laxness, „Við Þórbergur“, sem birtist í bók hans Seiseijú, mikil ósköp 1977:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.