Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2016, Side 119

Andvari - 01.01.2016, Side 119
ANDVARI UPPREISN ÞÓRBERGS ÞÓRÐARSONAR GEGN HEFÐINNI 117 Þórbergur var í mínum augum ekki aðeins tveir eða þrír menn, heldur tvær eða þrjár ólíkar heimsmenníngar að gáskafullum leik í einni persónu sem þó aldrei klofnaði.16 Þá vitnar Soffía til til Þórbergs sjálfs um hinar Qölbreyttu sjálfsmyndir sínar í Bréfi til Láru og einnig til greinar hans, „Einum kennt - öðrum bent“, þar sem hann segir: Allar bækur eru einskonar fjölmyndir, pólifótó, sem höfundurinn hefur fest á pappír af sínum innra manni.17 Kaflinn fjallar síðan um hinar fjölmörgu sjálfsmyndir Þórbergs eða fjöl- myndir þær sem hann gefur af sjálfum sér í ritum sínum. Soffía styðst þar bæði við sálfræðilegar og heimspekilegar kenningar og kenningar bók- menntafræðinga um sjálfsævisögur. Einnig snýst umfjöllun kaflans um hina sífelldu innri baráttu Þórbergs við eigið sjálf sem speglast ekki hvað síst í því að hann setur sér stöðugt lífsreglur, sem hann brýtur, og semur nýjar og þannig koll af kolli. Þá ræðir Soffía um hið svokallaða flökkusjálf og vísar þar einkum til heimspekingsins Rosi Braidotti en hún stefnir hinni flakkandi hugsun (e. nomadic thinking) gegn hugmyndunum um aðskiln- að hugsunar og holds - efnis og anda.18 Flakkið er ekki síst fólgið í upp- reisn gegn stöðluðum hugmyndum og stórasannleik. Það er einnig stöðug leit að einhverju nýju. Hvort tveggja á vissulega vel við Þórberg, skoðan- ir hans og skrif. Uppreisnin gegn hefðinni kemur meðal annars fram í af- byggingu karlmennskunnar í skrifum Þórbergs en fyrir henni gerir Soffía góða grein í þessum kafla og hygg ég að þar sé um nokkra nýjung að ræða í Þórbergsrannsóknum. Þá brýst Þórbergur stöðugt undan stöðluðum hugmyndum og tengir saman það sem ólíkt er: hold og hugsun, nánd og fjarlægð, sveitamennsku og alþjóðahyggju. Ofvitinn úr Suðursveit, sem lýst hefur mannlífi og menningu þeirrar sveitar best allra, verður þjóðleysingi af hugsjón. Og skyldu menn ætla að hin römmu tengsl við átthagana og stefna þjóðleysingja hljóti að rekast illa á en þegar betur er að gáð fer þetta prýðilega saman. Hin þjóðlausa tunga, Esperanto, færir í raun afskekktustu sveitir inn í hringiðu heimsins þar sem allir menningarkimar fá að blómstra og auðga þannig heimsmenninguna. I síðasta hluta sjötta kafla er fjallað um Þórberg sem húmorista, háðfugl og hermikráku og hann síðan borinn saman við Chaplin, sem var snillingur að túlka hið tvöfalda eðli trúðsins, hið skoplega og hið harmræna. Rit Þórbergs flestöll einkennast einmitt af slíku tvísæi þar sem skiptast á alvara og gaman, sorg og gleði, og hefur skop hans orðið það krydd sem ekki hvað síst hefur gefið skrifum hans líf og lit. Það var enda skoðun Þórbergs, eins og Soffía
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.