Andvari - 01.01.2016, Page 120
118
KRISTJAN EIRIKSSON
ANDVARI
bendir á fyrr í kaflanum og vitnar þar til meistarans sjálfs í þrítugasta og
þriðja kafla Bréfs til Láru, að:
Sá, sem veitir mannkyninu fegurð, er mikill velgerðarmaður þess. Sá, sem veitir
því speki, er meiri velgerðarmaður þess. En sá, sem veitir því hlátur, er mestur
velgerðarmaður þess.19
Og hér hefði einnig mátt vísa til lokaorða þess sama kafla Bréfs til Láru:
Grunntónn tilverunnar er meinlaust grín.20
Áttundi kafli nefnist „Kennt, bent og sýnt í verki“ og ber undirtitilinn
„Ævisagnafrcebi, ævisagnaritun og stílskrif Þórbergs“.
Upphaf kaflans fjallar um skrif Þórbergs um ævisögur og þá fyrst
og fremst ritdóma hans um bók Theódórs Friðrikssonar, í verum og um
Hornstrendingabók Þórleifs Bjarnasonar en sá ritdómur nefndist „Einum
kennt öðrum bent“. í báðum þessum ritdómum gagnrýnir Þórbergur bæk-
urnar óvægilega en nefnir jafnframt það sem honum þykir vel gert í þeim.
Eitt þeirra atriða sem Þórbergur gagnrýnir bæði hjá Theódóri og Þórleifi er
skortur á nákvæmi. Til dæmis þykir honum mjög skorta nákvæmni í lýsingu
Theódórs á baðstofunni á Mosfelli og víðar og vitnar hann þar í kvæðið
„Rigningu“ eftir Einar Benediktsson til marks um hvers vegna svo mikil-
vægt sé að lýsa hinu smáa. „I hverju blómi er himingróður / í hverjum dropa
reginsjór.“21 Hér mætti bæta því við að víðar sækir Þórbergur heimspekilegar
hugleiðingar til síns gamla uppáhaldsskálds, Einars Benediktssonar, og einn-
ig til austrænnar yogaheimspeki en hún og heimspeki Einars fara hér reynd-
ar saman.
Segja má að Þórbergur komi í ritdómunum tveim með eins konar for-
skrift fyrir ævisagnaritun (og reyndar einnig annars konar ritun) bæði hvað
varðar stíl og frásagnarhátt og einnig tengir hann stíl persónuleika þess sem
skrifar.22 Áður hafði Soffía nefnt hinar fjölþættu myndir Þórbergs og hún
veltir nú fyrir sér hvernig þessar hugmyndir hans passi við hann sjálfan og
verk hans. Síðan fjallar hún um Ævisögu Árna prófasts Þórarinssonar og
þau vandamál sem fylgja túlkun hennar. Hversu ríkan þátt á Þórbergur í að
túlka sögumanninn fræga, séra Árna Þórarinsson? Er mögulegt að greina
hlut hvors um sig að þegar kemur að frásagnarhætti og stíl? Við þeirri spurn-
ingu hefur hún í raun ekkert svar. En til þess að svara henni mætti til dæmis
reyna að bera saman stíl Þórbergs í Ofvitanum og stílinn í Ævisögu Arna
prófasts Þórarinssonar þar sem Árni hefur orðið. Það gæti orði forvitnilegt
fyrir seinni tíma rannsakendur verka Þórbergs.
Soffía dregur vel saman hugmyndir Þórbergs um ritun ævisagna og vísar