Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2016, Page 122

Andvari - 01.01.2016, Page 122
120 KRISTJÁN EIRÍKSSON ANDVARI sinn þátt í stílsmátanum og trúlega gætir hér einnig áhrifa frá yogafræðum hans. Má í því sambandi til dæmis vísa til bókarinnar Starfsrækt eftir Svámi Vivekananda sem út kom á íslensku 1926 í þýðingu Jóns Thoroddsen og Þórbergs Þórðarsonar. Og það er einmitt í anda karma-yoga, sem Þórbergur lagði svo mikla rækt við að lifa sig inn í hvert það verk, sem hann vann, og sálarlíf þeirra persóna sem hann lýsti. Og segja má að hann kappkosti að fylgja þeirri reglu sem svo er orðuð í Starfsrækt á einum stað: Þegar þú vinnur verk, skaltu ekki hugsa um neitt annað. Vinn það eins og guðsdýrkun, eins og æðstu guðsdýrkun, og helgaðu því allt líf þitt meðan á því stendur.26 Og þar segir einnig: Þú verður að setja þig á sjónarhæð eplatrésins til þess að dæma það, og til þess að dæma eikina verðurðu að setja þig á hennar eigin sjónarhæð, og svo er um oss öll.27 Og mikilvægi þess að leita þekkingar og miðla henni er einnig í anda karma- yoga því Sá, sem veitir andlega þekking, er mesti velgerðamaður mannkyns, og þeir, er bætt hafa úr andlegum þörfum manna, hafa verið máttugustu mennirnir, því að það er undirstaða allra annara verka.28 Þessi sjónarmið hans koma vel fram í Meistarar og lœrisveinar (eftir stóra ævisögulega handritinu) sem Soffía vitnar í til þess að útskýra nánar hvers vegna Þórbergur gaf sig ekki að hefðbundinni skáldsagnagerð: Mitt mikla mein sem rithöfundur var það að ég leit allt af svo á að allar bækur ættu að hafa þrjá megineiginleika: Þær ættu að vera fræðandi, göfgandi og örvandi. Þessa eiginleika fann ég að eins í fræðibókum og lestur þeirra hefur mér æfinlega þótt miklu skemmtilegri en lestur svonefndra fagurra bókmennta. Þess vegna stritaði ég allt af við að gefa ritum mínum þetta uppbyggilega form. En af því að ég veit að fólk sækist meira eftir hinu skáldlega formi, þá kryddaði ég ritverk mín með listrænum setningum eða köflum [. . .]29 Og í Sálminum um blómið hafði Þórbergur komist svo að orði eins og Soffía tekur fram: að engin saga væri alveg nógu góð, nema hún hefði þrjár náttúrur. Hún varð að vera fræðandi, göfgandi og örvandi. Það er að segja: Hún varð að tala við höfuðið og hjartað og hendurnar.30
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.