Andvari - 01.01.2016, Blaðsíða 131
ANDVARI
ÞÝÐING ÞRIGGJA GUÐSPJALLA
129
Sveinbjörn mæliker. Lítil breyting var gerð á 16. versi. Sveinbjörn strikaði
ekki yfir heldur setti í sviga þýðingu Geirs í 17. versi heldur til adkenna þad
fullkomnara og lagði til heldur til ad uppfylla. 1 Guðbrandsbiblíu stendur
helldr vpp adfylla og í Steinsbiblíu helldur til ad uppfylla.
I 18. versi breytti Sveinbjörn Trúið mér í Sannlega segi egydur og er þar
nærri þýðingu Guðbrandsbiblíu Þuiad egseigeydr. Þorlákur breytti þar engu
en Steinn þýddi Þvi sannlega seige eg ydur, nánast eins og hjá Sveinbirni
síðar. í Biblíunni frá 1813 er horfið aftur til Þorláksbiblíu og þýtt: Þvíad eg
seigeydur. Síðari hluta 18. vers breyttir Sveinbjörn nokkuð án þess að hafa
beina fyrirmynd.
Annað sýnishorn úr Matteusarguðspjalli er úr 6. kafla, versum 19 til 24:
19 Kappkostid ei, ad safna vdvar audæfum (Safnid ydur ecki audæfum) í
heimi þessum hvar mölur og rid skemma (eta) þau, og hvar þiofar grafa
til og stela.
20 Safnid ydur heldur auðæfum á himnum, hvar þeim hvorki (hverki) grand-
ar mölur eda rid, né þiófar grafast til þeirra, og stela þeim -
21 því hvar sem auðæfi ydar eru, þar er og ydvart hiarta -
22 þad sem líkamanum lvsir er augad (augad er lios líkamans); nú ef auga
þitt er heilskignt, þá nýtur allur likami þinn birtu;
23 en sé auga þitt gallad, þá er allur líkami þinn í mirkri - nú ef þad liós sem
í þér ætti ad vera (er) er mirkur, hve svart mun ekki þad mirkur vera?
24 Einginn getur tveggia herra þræll verid. (kann 2 herrum ad þiona) því
annad hvort hlýtur hann, ad meta þann eina midur, og hinn anann meira,
edur hann hlýdir þeim ödrum, en forsómar (afrækir) hinn. Þannig gétid
þér ekki verid bædi þiónar Guds og Mammóns.
I 19. versi valdi Sveinbjörn sögnina að eta í stað skemma hjá Geir en í næsta
versi á eftir hélt Geir sögninni að granda, sem notuð hafði verið á báðum
stöðum allt frá Nýja testamentisþýðingu Odds Gottskálkssonar. Sveinbjörn
breytti ekki á þeim stað. í Nýja testamentinu 1827 er upphaf 19. vers breytt
í: Safnid ydur ekki auðœfum í heimi þessum og var þeirri þýðingu haldið í
heildarútgáfunni 1841.
I 22. versi valdi Sveinbjörn þýðinguna augad er lios líkamans en þannig
var versið fyrst orðað í Þorláksbiblíu 1644 og hélst sú þýðing til 1813 með ör-
litlu fráviki í Steinsbiblíu 1728: augad er Lijkamans lios. í Guðbrandsbiblíu
var þýðingin önnur þótt ekki muni miklu: Lios þins Lijkama er þitt Auga. í
Viðeyjarbiblíu 1841 er breytingu Sveinbjarnar fylgt.
1 23. versi breytti Sveinbjörn nánast engu en í 24. versi valdi hann þýð-
ingu sem fylgt hafði Biblíunni allt frá Nýja testamentisþýðingu Odds, þ.e.