Andvari - 01.01.2016, Blaðsíða 137
ANDVARI
ÞÝÐING ÞRIGGJA GUÐSPJALLA
135
5 Sveinbjörn hélt breytingu Geirs, t.d. Mt 5:1 (mannfjöldi þar sem áður var
fólk).
6 Sveinbjörn lagar en breytir litlu t.d. Mk 4:22 (því ekkert er svo hulid ad
þad ei verdi opinberad og ekkert so fólgid ad þad ej verdi augljóst í stað
því ekkert er svo hulid sem ej mun opinberad verda og ekkert so fólgid
sem ej verdur auglióst).
Ýmsir hafa farið lofsamlegum orðum um hlut Sveinbjarnar Egilssonar í
þýðingu Viðeyjarbiblíu. Sigurður Nordal lét t.d. svo um mælt að þýðingar
Sveinbjarnar á ýmsum ritum heilagrar ritningar séu „tiginbornustu biblíu-
þýðingar á íslenska tungu og miklu ókunnari en við er unandi.“15Af dæm-
unum hér á undan sést að Sveinbjörn lét sumar breytingar Geirs standa þótt
erindisbréfið hefði kveðið á um „ad umbreyta eingu, nema því sem bersýni-
lega þætti málleysa, eda þreifanlega rángt útlagt“. Mörgum öðrum breyt-
ingum Geirs breytti Sveinbjörn aftur til eldri þýðinga. Erfiðara er að rjála
við texta annarra en að þýða sjálfur frá grunni. Eftir því sem best er vitað
kom Sveinbjörn einn að Jesaja og Opinberunarbókinni og bera þeir textar
málsmekk hans órækt vitni eins og bent hefur verið á.16 Geir hefur víða að
mér virðist haft almenning í huga og skilning hans á textanum og valið þess
vegna að skýra fremur en taka vélrænt upp það gamla. Dæmi um það finnst
mér vera í Mk 4:31 þegar hann þýðir: skyldi eg aldrei neita því að eg þekki
þig í stað afneita þér sem lengi hafði verið notað og er notað enn. Þar er Geir
nærri 1813 sem þýddi neita þér. Biblíuhefðin er sterk, menn vilja litlu breyta
og það vissi Geir mætavel þegar hann skrifaði „og margur mun verða, sem
þessi útlegging ekki dámar sem bezt“.
TILVÍSANIR
1 Áður hafði Nýja testamentið birst á vegum félagsins í tveimur hlutum 1825 og 1827. I
Gegni er á titilblaði ártalið 1827 og er því haldið í greininni til hægðarauka.
2 Biblía. Þad er: Heilog Ritníng. J 5ta sinni útgéfin, á ný yfirskodud og leidrétt, ad tilhlutun
ens íslendska Biblíu-félags. Videyar Klaustri 1841. Formáli bls. [III].
J Finnur Sigmundsson 1966. Geir biskup góði í vinarbréfum 1790-1823. Islenzk sendibréf
VI. Bls. 154-155. Reykjavík: Bókfellsútgáfan.
4 Sama rit. Bls. 165.
5 Hid Nýa Testamenti Drottins vors Jesú Krists, ad nýju útlagt ad tilhlutun ens Islendska
Biblíu-Félags. Videyar Klaustri 1827.
6 Biblía. Þad er: I leilog Ritníng. J 5ta sinni útgéfin, á ný yfirskodud og leidrétt, ad tilhlutun
ens íslendska Biblíufélags. Videyar Klaustri 1841.
7 Breve fra og til Rasmus Rask. II: 114-115. Kobenhavn: Ejnar Munksgaard forlag 1941.
8 BIBLIA, Þad er Aull Heilaug Ritning útlaugd á Jslendsku og prentud Epter þeirri
Kaupmannahaufnsku Útgáfu MDCCXLVII at forlagi Þess Bretska og útlenda Felags til
útbreidslu Heilagrar Ritningar medal allra þióda. Kaupmannahaufn ... [1813].