Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2016, Page 140

Andvari - 01.01.2016, Page 140
138 HJALTI ÞORLEIFSSON ANDVARI er þó rétt að skýra hugtakið sjálft nánar og greina lítillega frá þeirri heim- speki sem það hvílir á. Rætur og skilgreining lífhyggjunnar Sú lífhyggja sem ruddi sér til rúms í bókmenntum og listum um aldamótin átti rætur sínar í aldagamalli lífheimspekilegri hefð. Allt frá því í fornöld höfðu menn með ólíkum hætti velt fyrir sér sambandinu á milli efnisheims- ins og hins huglæga og reynt að skýra þann kraft sem talinn var þar á bak við. Lengi vel var það viðtekin skoðun að einhvers konar lífsafl stýrði til- verunni og tryggði vöxt og viðgang lífsins í allri sinni mynd. Gengið var út frá því sem vísu að þessi máttur rynni um æðar lífvera, stórra sem smárra, og legði þeim til lífsandann. Aherslur breyttust eftir því sem tíminn leið en hornsteinn vítalískrar hugsunar var ávallt bundinn sannfæringunni um að þessi torskildi kraftur væri sannarlega til staðar. í kjölfar upplýsingarinnar undir lok 18. aldar beindist athygli líf- og náttúrufræðinga að því að finna efnislegri skýringar á forsendum lífsins og voru margar tilraunir gerðar til að sanna eða afsanna tilvist umrædds afls. Náttúruvísindin helguðu sér þó ekki efnið algjörlega og má rekja uppgang lífhyggju í Þýskalandi við lok 18. aldar að verulegu leyti til þýsku hughyggjunnar sem höfðaði til forsvars- manna rómantísku stefnunnar, manna á borð við Johann Gottfried Herder (1744-1803) og Friedrich Schiller (1759-1805).4 Sú heimspeki sem mótaðist upp úr miðri 19. öld tók aukið mið af nýjum uppgötvunum náttúruvísinda og þá ekki síst þróunarkenningu Charles Darwins (1809-1882) og tóm- og efahyggju óx fiskur um hrygg. Hin vítal- ísku viðhorf virtust ætla að bíða skipbrot og voru margir á því að ný þekking gerði dulræðan lífskraft einfaldlega óþarfan. Lífhyggjan endurnýjaðist þó samfara breyttum viðmiðum um aldamót og á fyrri helmingi 20. aldar náði hún mikilli útbreiðslu, einkum fyrir tilstilli franska heimspekingsins Henris Bergsons (1859-1941) og þýska líffræðingsins Hans Driesch (1867-1941). Ahugi á vísindastarfi var almennur og sjást þess merki í því hve rannsóknir Driesch á fjölgun ígulkera, þar sem hann reyndi að sýna fram á að lífið lyti sjálfstæðum lögmálum sem aðeins giltu um það en ekki hið efnislega, vöktu mikla eftirtekt og voru mikið ræddar í háskólum.5 Athuganir Driesch voru raunvísindalegs eðlis og áhrif hans á listir og hugvísindi takmarkaðri en raunin varð með Bergson. Hugtakið „lífheimspeki“ (á þ. Lebensphilosophie), sem oft hefur verið notað jafnhliða „vítalisma“, kom fyrst fram í Þýskalandi snemma á 19. öld sem eins konar svar við uppgangi raunspekinnar, pósitífismans. í menning-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.