Andvari - 01.01.2016, Side 155
ANDVARI
HIN EILÍFA SAMÞÆTTA LÍFSHEILD
153
Hafið og eilífðin í „Hel“
Birtingarmynd vítalískra einkenna í „Hel“ er íjölbreytt og prímitífisminn
ekki endilega svo veigamikill þegar grannt er skoðað. Anders Ehlers Dam
nefnir að ein algengasta myndlíking bókmenntastefnu lífhyggjunnar hafi
falist í að hinum endalausu umbrotum lífskraftsins var líkt við ólgandi og sí-
breytilegt öldurót hafsins. Sjórinn þótti lifandi og afmarkaður heimur heild-
ar sem innihélt gríðarlega orku sköpunar og eyðingar sem óútskýrð öfl sáu
fyrir stöðugri og margbreytilegri útrás. Ekki síst vegna þessarar hreyfing-
ar varð hafið eitt helsta tákn lífsins hjá rithöfundum lífhyggjunnar og það
látið endurspegla virknina sem þokaði því áfram eftir hinni eilífu hringrás
og tryggði vöxt þess og viðgang. Nefnir Dam ljóðin „Havet“ eftir Johannes
Jorgensen og „Vesterhavet“ eftir Thoger Larsen sem dæmi um þessa mynd-
hverfingu en tiltekur að hún komi víðar fram og með ólíkum hætti, til dæmis
í verkum Haralds Kidde (1878-1918) og Johannesar V. Jensens.57
í „Hel“ er líkingamál tengt hafinu og bylgjum þess áberandi og strax í
upphafí er það hafið sem kallar Álf til sín og hann segist elska það, „[...]
fjölbreytt og sívakandi [...]“.58 Það seiðir hann til sín og hann þráir að sam-
einast því og hinum dularfulla draumheimi sem í því er hulinn. Eins og Dam
undirstrikar felst hin jákvæða gerð vítalísku stefnunnar í að draumsýnum
um ljúfleika lífsins er hafnað og sársauki og erfiðleikar þess viðurkenndir
sem óumflýjanlegir hlutar þess.59 Hlutskipti Álfs er í samræmi við það, hann
hleypur á vit hugarsýnar sem felur í sér glötun, veður úr einu í annað, leitar
stöðugt eftir nýjum tilbreytingum og eykur þannig linnulaust á ójafnvægi
sálarlífs síns. Það er ekki fyrr en eftir samtal sitt við Steinunni að það virðist
renna upp fyrir honum hve innihaldslaust líf hans hefur verið. Á endanum
slítur hann sig frá hinni iðandi heild og berst að bökkum eilífðarfljótsins í
einhvers konar óljósu gleymskuástandi:
Alt í einu verður hann var við nýjan straum [...]. Þessi straumur seiðir hann með
sér, hann berst með honum [...] niður að fljótinu. [...] Alt er aftur nýtt fyrir hann,
grasið og sólin, döggin og ástin. Og tíminn líður, endalaust. Þúsund ár. En aðeins
einn dagur. Hundrað þúsundir ára. En altaf einn dagur. Nýr dagur, án fortíðar og
framtíðar. Dagur, sem er ríkur eins og þúsund ár. Öll eilífðin, sem einn dagur. Einn
dagur, sem öll eilífðin.60
En þetta framandlega ástand reynist naumast fýsilegt. Álfur nær að kom-
ast út fyrir efnisheiminn og upplifa þann veruleika sem leynist handan við
hinn mælanlega tíma. Um leið tapar hann öllum skilningi á veruleikanum
og sál hans verður tóm og takmarkalaus: „Hann hefur haldið formi sálar-
innar óskertu [...] þó að alt innihaldið hafi verið tekið burtu. [...] Þar er nú