Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2016, Síða 158

Andvari - 01.01.2016, Síða 158
156 HJALTI ÞORLEIFSSON ANDVARI reynslu og þegar hún rennur saman við reynslu annarra verður til bættur skilningur sem gagnast mannkyninu sem heild. Samræmið á milli skáldskapar Sigurðar í Fornum ástum og bókmenntalegs umhverfis í Danmörku á ritunartímanum er eftirtektarvert, en kemur heim og saman við þá staðreynd að sögurnar eru flestar ritaðar í Kaupmannahöfn á árunum eftir 1910.69 Birtingarmynd lífhyggjunnar í verkum Sigurðar, ekki síst í Einlyndi og marglyndi, er fjölbreytt, eins og fram hefur komið, og ljóst að þessi hugsjónastefna hefur höfðað til hans líkt og annarra menntamanna í Evrópu allri á fyrri hluta aldarinnar sem leið. Lokaorð í upphafi var því haldið fram að Sigurður Nordal hafi verið einn helsti frum- kvöðull lífhyggjunnar á íslandi á fyrri hluta aldarinnar sem leið. Einkenni hennar birtast nokkuð greinilega í ritum hans um 1920 og má í því sam- bandi tiltaka áherslu á hina lifandi heild, mikilvægi jafnvægis á öllum svið- um mannlegs lífs og upphafningu á sveitinni og náttúrunni. Hins vegar verður að taka fram að líkast til má sjá merki lífhyggjunn- ar í bókmenntum fyrr hér innanlands, til að mynda hjá skáldum nýróm- antíkur um aldamótin 1900. Fyrirliggjandi rannsóknir þar að lútandi eru frekar takmarkaðar og ómögulegt að gera svo viðamiklu efni full skil hér. íslendingar kynntust Bergson til að mynda strax árið 1906 þegar Guðmundur Finnbogason (1873-1944) þýddi brot úr ritgerð hans „Le Rire“, þar sem fjallað er um hughrif listanna, í Skírni. Auk þess mun Guðmundur hafa sótt fyrirlestra hjá Bergson sjálfum í Frakklandi árið 1908 og hefur á öðrum vett- vangi verið bent á tengsl þaðan við efni heimspekiritsins Hugur og heimur sem Guðmundur gaf út árið 1912.™ Um franska heimspekinginn var auk þess reglulega íjallað í íslenskum dagblöðum og tímaritum á fyrstu áratug- um aldarinnar svo að hugmyndir hans voru ágætlega kunnar í landinu. Hugsjónir lífhyggjunnar festast samt sem áður einkum í sessi með fyrir- lestrum og skrifum Sigurðar Nordals, enda var hann vinsæll meðal lærðra og leikra og virtur af ólíkum hópum manna. í menningarstarfi á millistríðs- árunum verður lífhyggjan áberandi í bókmennta- og listsköpun en einnig í stofnun útivistarhreyfinga á borð við Ferðafélag íslands og farfuglahreyfing- una sem sett voru á fót 1927 og 1939.71 Það má því fullyrða að þessi marg- þætta stefna hafi verið mikilvægur hugmyndalegur grundvöllur í íslensku samfélagi á þessum tíma rétt eins og í nágrannalöndum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.