Leikhúsmál - 01.11.1963, Blaðsíða 13

Leikhúsmál - 01.11.1963, Blaðsíða 13
Kvarans. Lárus og Bjarni Björnsson voru fengnir til þess að mála leiktjöld. En nú kom babb í bátinn. Menn voru örir og blóðheitir í þá daga, einkum og sérílagi þó auð- vitað listamenn eins og gengur um svo viðkvœmar sálir. Nú rákust þarna tveir listamannahópar saman, — og „Lassi" varð á milli. Leikfélagið vildi ekki láta hann eða Bjarna lausa til að sinna hugðarefnum annars félags, né lána kjallarann í Iðnó, sem þá var notaður til leiktjalda- gerðar. Var háð nokkur orrahríð og karpað. A meðan gerðu nokkrir framámenn gangskör að þvi að fá að nota háaloft í Þjóðleikhúsbyggingunni, sem stóð þá þarna við Hverfisgötu einsog beinagrind stórra drauma, til máln- ingastarfs. Var þar snarlega innréttuð málningastofa, og þangað lœddust þeir félagar Lárus og Bjarni með pjönk- ur sínar og pensla til að mála leiktjöld. Bjástruðu þeir þarna við hin frumstœðustu skilyrði í snerpikulda og nœð- ingi. Vatn var ekki að fá í þessum húsakynnum, svo að hlaupa þurfti eftir öllum slíkum munaði með fötur til ncer- liggjandi slóða, þar sem kranar voru til. Það var því hálf- laumupokalega með loppna fingur, sem þeir meistarar lögðu sitt af mörkum til fyrstu óperettusýningar á Islandi. Siðan var þarna aðalmiðstöð leiktjaldagerðar fyrir Iðnó í langan tíma. Ekki fékk samt Lárus að leika í þessari óperettu eins og upphaflega hafði verið gert ráð fyrir. Það varð að bíða betri tima. Tónlistarfélagið sýndi líka fyrstu óperuna á íslandi, Syst- urnar frá Prag eftir Wenzel Múller, undir hljómsveitar- stjórn dr. Mixa og leikstjórn Bjarna Guðmundssonar. Sam- komulagið milli listafélaganna hafði batnað, svo að nú gafst Lárusi jafnframt kostur á að leika fyrir Tónlistar- félagið — og jafnvel syngja. „Ekki veit ég, hvort röddin hafi verið engilblíð, en þó fékk ég mikið lof hjá dr. Mixa, sem sagði, að ég kœmi alltaf inn á réttum tón. Þá var ég fjarska uppmeð mér. Svo að ég fékk að syngja man- söng til Sigrúnar Magnúsdóttur, œgilega blóðheitur, og spilaði undir á lírukassa". I kjölfarið fylgdu svo fleiri óperettur, Brosandi land og Bláa kápan, og starfaði Lár- us að þeim, teiknaði, málaði, lék og söng. Var ferðazt með Bláu kápuna um norðurland við mikinn fögnuð. Ar- ið 1941 sýndu félögin tvö, Leikfélagið og Tónlistarfélag- ið, í bróðerni saman óperettuna Nitouche eftir Hervé und- ir stjórn Haralds Björnssonar. Þar lék Lárus Coriot lið- þjálfa. Tónlistarfélagið sýndi einnig fyrstu íslenzku óper- ettuna, í álögum eftir Sigurð Þórðarson og Dagfinn Svein- björnsson. Var hún sett upp á tiltölulega skömmum tlma, svo að Lárus hafði nóg að gera við að mála, teikna og leika. Þar söng hann einnig: „Við Nlna áttum þar af- skaplega skemmtilegan dúett". Þannig varð hann einn tryggasti liðsmaður söngleikja á íslandi. 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Leikhúsmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1743

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.