Leikhúsmál - 01.11.1963, Blaðsíða 13
Kvarans. Lárus og Bjarni Björnsson voru fengnir til þess
að mála leiktjöld. En nú kom babb í bátinn. Menn voru
örir og blóðheitir í þá daga, einkum og sérílagi þó auð-
vitað listamenn eins og gengur um svo viðkvœmar sálir.
Nú rákust þarna tveir listamannahópar saman, — og
„Lassi" varð á milli. Leikfélagið vildi ekki láta hann eða
Bjarna lausa til að sinna hugðarefnum annars félags, né
lána kjallarann í Iðnó, sem þá var notaður til leiktjalda-
gerðar. Var háð nokkur orrahríð og karpað. A meðan
gerðu nokkrir framámenn gangskör að þvi að fá að nota
háaloft í Þjóðleikhúsbyggingunni, sem stóð þá þarna við
Hverfisgötu einsog beinagrind stórra drauma, til máln-
ingastarfs. Var þar snarlega innréttuð málningastofa, og
þangað lœddust þeir félagar Lárus og Bjarni með pjönk-
ur sínar og pensla til að mála leiktjöld. Bjástruðu þeir
þarna við hin frumstœðustu skilyrði í snerpikulda og nœð-
ingi. Vatn var ekki að fá í þessum húsakynnum, svo að
hlaupa þurfti eftir öllum slíkum munaði með fötur til ncer-
liggjandi slóða, þar sem kranar voru til. Það var því hálf-
laumupokalega með loppna fingur, sem þeir meistarar
lögðu sitt af mörkum til fyrstu óperettusýningar á Islandi.
Siðan var þarna aðalmiðstöð leiktjaldagerðar fyrir Iðnó
í langan tíma.
Ekki fékk samt Lárus að leika í þessari óperettu eins og
upphaflega hafði verið gert ráð fyrir. Það varð að bíða
betri tima.
Tónlistarfélagið sýndi líka fyrstu óperuna á íslandi, Syst-
urnar frá Prag eftir Wenzel Múller, undir hljómsveitar-
stjórn dr. Mixa og leikstjórn Bjarna Guðmundssonar. Sam-
komulagið milli listafélaganna hafði batnað, svo að nú
gafst Lárusi jafnframt kostur á að leika fyrir Tónlistar-
félagið — og jafnvel syngja. „Ekki veit ég, hvort röddin
hafi verið engilblíð, en þó fékk ég mikið lof hjá dr. Mixa,
sem sagði, að ég kœmi alltaf inn á réttum tón. Þá var ég
fjarska uppmeð mér. Svo að ég fékk að syngja man-
söng til Sigrúnar Magnúsdóttur, œgilega blóðheitur, og
spilaði undir á lírukassa". I kjölfarið fylgdu svo fleiri
óperettur, Brosandi land og Bláa kápan, og starfaði Lár-
us að þeim, teiknaði, málaði, lék og söng. Var ferðazt
með Bláu kápuna um norðurland við mikinn fögnuð. Ar-
ið 1941 sýndu félögin tvö, Leikfélagið og Tónlistarfélag-
ið, í bróðerni saman óperettuna Nitouche eftir Hervé und-
ir stjórn Haralds Björnssonar. Þar lék Lárus Coriot lið-
þjálfa. Tónlistarfélagið sýndi einnig fyrstu íslenzku óper-
ettuna, í álögum eftir Sigurð Þórðarson og Dagfinn Svein-
björnsson. Var hún sett upp á tiltölulega skömmum tlma,
svo að Lárus hafði nóg að gera við að mála, teikna og
leika. Þar söng hann einnig: „Við Nlna áttum þar af-
skaplega skemmtilegan dúett". Þannig varð hann einn
tryggasti liðsmaður söngleikja á íslandi.
11