Leikhúsmál - 01.11.1963, Blaðsíða 95

Leikhúsmál - 01.11.1963, Blaðsíða 95
Hann er búinn að dúsa í sama kampinum í 40 ár. MONSJUR (á írsku): Focail, Focaileile voit. HERMAÐUR: Nei, hvurt þó í hoppandi — hann er bara nákvæmlega eins og gamli höfuðsmaður okkar heima í kampinum. Sama andlit, sama rödd. Sem ég er lif- andi maður, þetta er hann! MONSJUR: Sleachta — sleachta. HERMAÐUR: Hvað er þetta annars — fornírsk lafskássa ? MONSJUR: Er hann hingað kominn til að óvirða þá þjóðmenningu sem var orðin gömul og gróin þegar á dögum hinna fornu Grikkja? HERMAÐUR: Sagði hann Grikkja? Ég þekki Grikkja sem rekur matstofu heima hjá mér í East End. Hann er reyndar hálfgerður eiturbrasari og brillantínið lek- ur stundum úr hausnum á honum yfir steikina. En teið hjá honum er á heims- mælikvarða og hann kann að rista brauð. MONSJUR:. Rista brauð? Er það bolsje- vismi ? HERMAÐUR: Volsjelismi? Bismi vismi vol. PAT: Þetta er fyndni hinna ómenntuðu Lundúnabúa, Sir, skrílmál. MONSJUR: Hann hefur ekki einu sinni vald á tungu sinnar eigin þjóðar. PAT: Hann hefur ekki einu sinni vald á sinni eigin tungu, Sir. MONSJUR: Vantar alla menningarlega undirstöðu, allar þjóðlegar erfðavenjur, allt. HERMAÐUR: Ég held nú síður. Þetta var einmitt það, sem allt snerist um á mun- aðarleysingjahælinu. Krikket, þjóðarstolt, fair play — þeir ætluðu bókstaflega alveg að drepa okkur með þessu. MONSJUR: Þér hafið spilað krikket? HERMAÐUR: Hvort ég hef. Hafið þér? Finnst yður það skemmtilegt, Sir? MONSJUR: Ekkert skemmtilegra. HERMAÐUR: Ég get nú reyndar ekki sagt að ég hafi gert neinar gloriur í því á mun- aðarleysingjahælinu. Þeir vildu nefnilega að við spiluðum á tvö mörk, en ég var ekki vanur að spila nema á eitt mark sem við strákamir heima í götunni krít- uðum á húsvegg. MONSJUR: Það er ekki krikket, drengur minn. HERMAÐUR: Jú, datt mér ekki í hug. Þér eruð sko einn af þessum ekta krikket- mönnum, Sir, en ég er aftur á móti allur í fótboltanum og þarna höfum við sem sé kynþáttafarganið yðar í allri sinni dýrð. MONSJUR: Já, krikket, krikket. Skrítið hvernig þetta ósiðaða ungmenni hefur vakið hjá manni hálfgerðar minningar frá löngu liðnum sumrum. Sæktu pían- istann, Patrekur. Og ofurlitla hressingu. (Ropeen færir honum te). Te, þakka yður fyrir, væna. Tvo mola. (Hann syngur “The Captains and the Kings“, Á með súpu allir kúliverað te upp á enskan máta). Það er ekkert unaðslegra en að iðka krikketleik, þegar blessuð sólin brosir gegnum brezkan kolareyk sem dregur dularmyndir yfir dali, fjöll og holt. Slíkt upp í okkur kyndir okkar enska þjóðarstolt. Slíkt upp í okkur kyndir okkar enska þjóðarstolt. Enskar krásir helzt vér kjósum, af þeim kraftur vex og þor, og af svörtum HP-sósum sprettur sálarstyrkur vor, og mjög er marmelaði fyrir meltinguna holt; :,: en bezt af öll’ er beikon, okkar brezka þjóðarstolt. :,: Og við elskum okkar konur samkvæmt enskum skikk og sið, því í þeirra ástarörmum brestur aldrei jafnvægið, þar hvorki heitt né kalt er, aðeins hæfilega volgt. :,: Já, betr’ en annað allt er okkar enska þjóðahstolt. :,: Okkar gleði aldrei gróf er, heldur göfug, hrein og fín eins og björgin björt hjá Dover þegar bleikur máninn skín. Og þó að ýmsir okkar hafi í sig miklu hvolft, :,: við verðum aldrei útúr; það er okkar þjóðarstolt. :,: Okkar hugsjón hæst og venja er að heyja réttlát stríð jafnt á Kýpur sem í Kenja móti kenjafullum lýð. Og þrjóta þar við hengjum eftir þörfum holt og bolt, :,: svo enginn efast lengur um vort enska þjóðarstolt. :,: Já, við áttum ótal hetjur þær sem unnu fjarlæg lönd, og við hengdum á þær orður jafnt í axl’ og sokkabönd. Þótt enska ljónið okkar hafi ekki fagran skolt, :,: það er samt ljónið okkar og vort enska þjóðarstolt. :,: (Offiserinn kemur inn. Teresa felur sig undir rúminu). PAT: Og þar með er dagskráinni lokið. OFFISER: Pat. Drífið þennan gamla ídjót út héðan. Vörður! SJÁLFBOÐALIÐI: Sir! OFFISER: Það á engum að hleypa hingað inn, skilurðu það? ENGUM! SJÁLFBOÐALIÐI: Já, Sir. Mætti ég biðja um leyfi til að skreppa frá eitt andartak, mér — OFFISER: Nei! SJÁLFBOÐALIÐI: Aðeins tvær mínútur, Sir. OFFISER: Kemur ekki til nokkurra mála! Þetta herbergi er orðið eins og kanínubúr þar sem hver ryðst um annan þveran. (Sjálfboðaliðinn skjögrar burt). MONSJUR: Er það sem mér sýnist, ungi maðurinn frá aðalstöðvunum ? OFFISER: Já, það er ég. Og þér sem gam- all hermaður, munuð skilja nauðsyn þess að halda hér uppi svolitlum aga. MONSJUR: Rétt. Ekki veitir af. OFFISER: Og þá vildi ég gjaman fá að vita hvað þér voruð að gera hér. MONSJUR: Ég var að yfirheyra fangann. OFFISER. Ég verð því miður að biðja yður að halda yður utan dyra framvegis. MONSJUR: Og ég verð að biðja yður að gleyma ekki hver staða mín er. Ég veit það vel, höfuðsmaður, að það getur reynt á taugakerfi manna þegar mikil átök eru framundan, — en þér þurfið samt ekki að haga yður við mig eins og ég sé brezkur imperialisti. Þú veizt hvar mig er að finna, Patrekur. (Skálmar burt). PAT: Vissulega, hr. hershöfðingi. MONSJUR: Um að gera að bera höfuðið hátt, sonur sæll. (Fer). HERMAÐUR: Takk fyrir innlitið, Sir. OFFISER: Jæja, nú er nóg komið af þess- um fíflalátum. Eg mun sjálfur rannsaka herbergið. PAT: Já, Sir. (Hann sezt á rúmið og Teresa rekur upp skræk. Pat hóstar). HERMAÐUR: Heyrðu gamli! Má ég spyrja hvað meiningin er að gera við mig? OFFISER: Haltu þér bara saman og þá verður ekkert gert við þig. Nokkuð sem þig vantar? HERMAÐUR: já Sir. OFFISER: Olræt. Þér takið þá við stjórn- inni hérna, Patrekur. Ég þarf að skreppa og athuga hvort ekki er allt í lagi með verðina hér útifyrir. PAT: Já. Það veitir ekki af að húsið sé undir svo pottþéttum verði að hvergi leki! OFFISER: Af hverju? PAT: Hann ætlar að fara að rigna. OFFISER: Ég kann ekki að meta svona fyndni, þér fyrirgefið. (Offiser fer. Pat gengur út fyrir, tekur sér stöðu við dyrnar). HERMAÐUR (gægist undir rúmið): Það er allt í lagi núna. Komdu. TERESA: Nei, hann gæti séð mig. HERMAÐUR: Hann er farinn og það er langt þangað til hann kemur aftur. Komdu og seztu hérna hjá mér og segðu mér sögu. írar eru svo klárir að segja sögur, er það ekki? TERESA: Sumir þeirra kannski — ekki ég. Ég kann engar sögur. 93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Leikhúsmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1743

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.