Leikhúsmál - 01.11.1963, Blaðsíða 52
„Cronaca di un amore": Lucia Bosé
„NETTEZZA URBANA"
LE AMICHE
á ást þeirra vegna veikleika Sandros,
sem engri konu getur verið trúr. Eina
nóttina leitar hann í faðm annarrar
konu, sem fús er að veita atlot gegn
staðgreiðslu. Claudia kemst að því
sem gerst hefur en fyrirgefur honum
veikleika hans.
Lokaatriðið í myndinn sýnir þaui
koma út úr hótelinu þar sem þessir
síðustu atburðir hafa átt sér stað.
Claudia sézt koma út og ganga yfir
bifreiðastœðið utan við hótelið. Nœr-
mynd sýnir hnakka hennar, en að
öðru leyti fyllir grátviður út í mynd-
ina. Sandro kemur út úr hótelinu.
Nœrmynd af Claudiu þar sem húni
grœtur, en síðan fjarmynd að baki
hennar er sýnir Sandro setjast í for-
grunninn. Hann grcetur einnig. Bœði
vegna þess að hann hefur svikið
sjálfan sig og hana og einnig Önnu,
og vegna þess hann veit hann er of'
veiklundaður til að haga sér öðruvísi,
en hann hefur gert. Hann hefur opin-
berað sig sem óáreiðanlegan og
aumkvunarverðan, en ekki þann
káta, áhyggjulausa elskhuga sem
hann virtist vera í fyrstu. Þetta er
Claudiu Ijóst, þar sem hún stendur
fyrir aftan Sandro. Hún lyftir hend-
inni til að leggja hana á höfuð
Sandros, en hikar og lœtur hana síga
En að lokum tekst henni að fram-
kvœma tákn fyrirgefningarinnar með
því að strjúka yfir hár hans. Allt er
þetta sýnt í samskeyttum myndum af
andliti og höndum. Sandro og Claud-
ia eru sameinuð aftur í þessum dapra
happy-ending. „Claudia mun ekki
yfirgefa Sandro, en samvistir þeirra
byggjast — í mesta lagi — á gagn-
kvœmri meðaumkvun", segir Antoni-
oni um lok myndarinnar. ,,Þetta,
munuð þið ef til vill segja, er ekkert
nýtt. En án þess, hverja völ eigum
við?"
Hér skal vitnað í brot af því sem Ant-
onioni hefur um manninn og hans.
nútlðar ástand að segja. Orð hans f
Cannes 1960 voru meðal annars.
þessi: ,,Við höfum orðið vitni að fœð-
ingu hins Nýja Manns, með allan
sinn ótta, hik og ógnir, hlaðinn þung-
um bagga tilfinninga, sem enn geta:
vart talist gamaldags eða úr móð.
Þœr ákvarða afstöðu hans án þess
að hjálpa honum, eru í vegi hans án
50