Leikhúsmál - 01.11.1963, Blaðsíða 88

Leikhúsmál - 01.11.1963, Blaðsíða 88
passið að reka yður ekki uppundir. (Offiserinn fer.) MONSJUR (að tjaldabaki): Hvað gengur á? (Kemur út.) Hvergi nokkur flóar- friður í þessu húsi, fjandinn eigi það, Er hann frá aðalstöðvunum ? PAT: Já, Sir. MONSJUR: Og kann þvi miður enga mannasiði. (Fer.) OFFISER (kemur aftur): Hver í ósköp- unum var þetta? PAT: Þetta var hún amma mín. OFFISER: Mætti ég biðja yður að sína svolitla alvöru. PAT: Mætti ég bjóða yður að þiggja svo- litla hressingu. OFFISER: Ég hvorki ét né drekk þegar ég hef skyldustörfum að gegna. PAT: Flösku af bjór? OFFISER: Ég er templari. Ég fæ mér í hæsta lagi eina flösku af appelsíni eftir vel heppnað kvöld í geliska þjóðdansafélag- inu. PAT: Já, það er margur dansinn sem end- ar í drykkjuskap og óreglu. OFFISER: Komið með gestabókina. PAT: Eruð þér að hugsa um að flytja inn? OFFISER: Ég vil fá að sjá lista yfir legj- endurna. (Pat nær í óhrjálega skruddu). PAT: Við skulum nú sjá. Það er Bobo, og Músin; er Ropeen hér ennþá? Mulleady. (íbúar hússins gægjast um dyr hvísla að Pat). — Svona út með ykkur. — (Lítur aftur í bókina). Colette ... e ... og þessi, hann er nú búinn að vera dauður í nokkr- ar vikur, svo við skulum vona að hann sé hér ekki ennþá .. þó hann eigi reyndar eftir að borga tveggja mánaða leigu, hel- vítis beinið... og svo er það Rio Rita, Kata, Meg... Nú, og um fleiri veit ég ekki... þó að einhverjir í viðbót geti svo sem verið hér einhvers staðar án þess að ég hafi frétt af því. OFFISER: í hreinskilni sagt, þá mundum við aldrei hafa gert yður neitt ónæði, ef ég hefði mátt ráða, annað eins óþverraorð og fer af þessum kumbalda yðar. PAT: Er hann ekki fullboðlegur fyrir fangana ? OFFISER: Það er heiður lýðveldishersins sem er í veði. PAT: Einmitt það já! OFFISER: Patrekur Pearse sagði „Þeir menn sem ætla að berjast fyrir málstað sem er göfugur og heilagur, verða sjálf- ir að vera göfugir og heilagir“. PAT: Afsakið — en má ég spyrja: Eruð þér göfugur, eða bara heilagur? Hef ég ekki séð yður einhvern tímann áður ? Það skyldi þó ekki hafa verið þér sem kom uð eitt laugardagskvöld og — OFFISER: Óhugsandi! PAT: Jæja, kannski það hafi verið bróðir yðar. Þið eruð að minnsta kosti eins líkir og tveir þorskar úr sama hrogninu. OFFISER: Ef einhver okkar yrði gripinn héma, þá mundi það verða okkur til há- borinnar skammar og óbætanlegs álits- hnekkis í augum heimsins. Samt get ég vel skilið ástæðuna fyrir því að þeir völdu einmitt þennan stað. Eldar spillingarinnar loga hér upp um öll gólf. — PAT: Ykkur ætti þá ekki að verða kalt á fótunum. OFFISER: Lögreglan gæti aldrei trúað því að við mundum vilja flekka skjöld okkar með því að stíga fæti hingað inn. PAT: En hvemig gat sómakær maður eins og þér vitað um þetta litla jómfrúbúr okkar ? OFFISER: Ég starfa á vegum Kristilega Siðbótafélagsins. PAT: Einmitt það já. Leiguna fyrirfram, fjögur pund, takk. OFFISER: Það em sem sé peningarnir sem skipta yður mestu máli. PAT: Ja, við skulum segja að ég starfi ekki á vegum Siðbótafélagsins nema um helgar. OFFISER: Viljið þér gjöra svo vel að halda siðbótarfélaginu utan við þetta! PAT: Hvort ég skal. (Við áhorfendur). Siðbótafélagið. Þetta eru allt uppgjafa- lögregluþjónar með gyllinæð og ilsig. í gamla daga forðuðumst við eins og heitan eldinn að koma nálægt nokkm sem lykt- aði af siðbót. OFFISER: í gamla daga voru líka komm- únistar í lýðveldishernum. PAT: Hvort þeir vom! — kommar í massa vís. Og hvað með það? OFFISER: Sá maður sem ekki glatar sinni barnatrú, hann mun jafnframt reynast tryggastur málstaðnum. PAT: Afsakið að ég spyr, — en eruð þið ekki farnir að mgla írskri neðanjarðar- starfsemi saman við amerísku ofanjarðar- starfsemi ? OFFISER: Ef ég vissi ekki að þér voruð með í slagnum 1916, þá mundi ég segja að þér væruð í hæsta máta grunsamlegur. PAT: Sir. OFFISET: Ja, það er að minnsta kosti hæp ið að þér getið verið gagnnjósnari. PAT: Afskaplega er það nú almennilegt af yður að segja þetta. Ég missti fótinn. OFFISER: Já, mér er sagt það. PAT: Og meira en það. Ég býst ekki við að þér munið eftir uppistandinu í Kerryhéraði þegar landbúnaðarverkamennirnir lögðu undir sig 6000 ekur af landareign Tralee lávarðar ? OFFISER: Nei, ég man nú ekki eftir því. PAT: Það er 1925. Þeir höfðu skipt þessu bróðurlega á milli sín og voru nú að plægja og planta kartöflinn í djöfulmóð. Aðalstöðvarnar skipuðu þeim að pilla sig burt af landinu, jarðnæðisvandamálið yrði að leysast með hliðsjón af öðmm vandamálum þegar við hefðum tryggt okk ur alla eyjuna. OFFISER: Sem líka rétt var. PAT: En þeir, þessir náungar þarna á Kerry, þeir sögðust vera nægjusamir menn. Það væri auðvitað gott og blessað að fá alla eyjuna, en fyrst um sinn mundu þeir þó gera sig ánægða með 6000 ekrur af henni. OFFISER: Þessir menn hafa hreinlega ver- ið of miklir glópar til að skilja hinar víð- tækari spurningar þjóðfélagsvandamál- anna. PAT: Okkar á milli sagt, þá höfðu þeir ekki hinn allra minnsta áhuga á spuming- um. Það voru svör sem þeir vildu fá. Hvað um það, ég féllst á sjónarmið þeirra og var þarna í hálft ár við að þjálfa þá og gera þá klára til að taka á móti lýðveldis- hernum, og hinum löglega her Frírikisins, já, og brezka flotanum, ef í það færi. OFFISER: Þetta hefur verið uppreisn. PAT: Þetta var uppreisn, minn frómi. Þeg- ar ég kom aftur til Dyflinnar, hafði ég líka verið dreginn fyrir herrétt, fjarverandi, auðvitað, og dæmdur til dauða, fjarver- andi. Svo ég sagði að þeir gætu þá líka skotið mig fjarverandi. (Þögn). OFFISER: Þögn! PAT: Sir! OFFISER: Ég var sendur hingað í vissum erindagerðum. Og nú vildi ég gjarnan mega ljúka þeim. PAT: Já, ættum við ekki að halda áfram, Sir? Hvenær megum við búast við fang- anum? OFFISER: f kvöld. PAT: Klukkan hvað? OFFISER: Milli klukkan níu og tólf. PAT: Hvar er hann núna? OFFISER: Við erum ekki enn búnir að ná honum. PAT: Svo þið hafið þá engan fanga? Er kannski meiningin að skreppa inn í ein- hverja kjörbúðina og kaupa hann þar? OFFISER: Ég hef enga heimild til að segja yður meira en yður hefur þegar verið trú- að fyrir. PAT: Auðvitað. Ég skil. OFFISER: Það er búið að ganga frá ná- kvæmri áætlun um framkvæmd málsins. PAT: Öllu nema leigunni. Fjögur pund, takk. OFFISER: Ég er ekki með neina peninga. PAT: Nú, þá er að útvega þá maður! Ef allt verður ekki borgað upp í topp, þegar náunginn kemur, þá tek ég í rassgatið á heila klabbinu, fanga, fangavörðum og öllu saman og kasta því út á götuna. OFFISER (grípur til skammbyssu inni á sér): Ég mundi nú fara varlega í það. MEG (í dyrunum): Megum við koma inn núna, Pat? PAT: Hvað vantar ykkur ? MEG: Við ætlum að búa um rúmið. (Meg og Teresa búa um rúmið). OFFISER (Sotto voce): Segið þeim að flýta sér. RIO RITA (hrópar um leið og hann kemur niður stigann): Pat — Mister Pat! PAT: Hvað er nú að? RIO RITA: Aumingja strákurinn í tugthús- inu í Belfast. Þeir hafa synjað um náðun. 86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Leikhúsmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1743

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.