Leikhúsmál - 01.11.1963, Blaðsíða 38
Helga Valtýsdóttir, Arnar Jónsson, Margrét Guðmundsdóttir
borgar. Föisk gleðin sem illa dylur feigðargruninn flýgur
ekki hótt í túlkun hans.
Þjónustustúlkan, sem fellir hug til gíslsins, leikur Margrét
Guðmundsdóttir fallega, en dólitið litlaust. Þróun persón-
unnar úr saklausri ungri stúlku í konu, sem kennt hefur
elskuga síns kom ekki mjög Ijóslega fram. Gísli Halldórs-
syni tókst prýðilega að sýna skapillsku og önuglyndi for-
ingjans úr lýðveldishernum. Luntinn lak af honum i strið-
um straumi, það var ekki að furða þó að aumingja Paf
fengi sér bjórtil að mœta þessum ósköpum. Árni Tryggva-
son var só gamli góði Árni Tryggvason, leikstjóri og ó-
horfendur virtust gera sig ónœgða með það.
Þennan einkennilega rússneska sjómann, sem skreppur
ó kassann en verður svo aðalundirleikari írsku œttjarðar-
söngva — að nokkru leyti virðist hlutverkið vandrœða-
lausn leikstjórans — leikur Flosi Ólafsson skemmtilega ó
meðan hann er rússneskur sjómaður, þar fyrir utan er
hann vandrœðalegur eins og efni standa til.
Leiktjöld Gunnars Bjarnasonar eru góð, falla órekstra-
laust að efni og anda verksins. Þýðing Jónasar Árnason-
ar er lipur í munni og söngvarnir margir þýddir af hug-
kvœmni, en mœttu sumir vera rishœrri t.d. þýðing ó
,,Who Fears to Spek of Easter Week".
Af þessari sýningu, undir stjórn gestsins fró Abbey-leik-
húsinu í Dyflinni, má ráða að sá maður hafi ákveðnar
hugmyndir um hvernig eigi að sviðsetja Gísl---og þœr
í andstöðu við það sem þótt hefur góð og gild vara meðal
leikhúsmanna siðan leikritið varð þekkt utan írlands. Það
virðist helzt vaka fyrir leikstjóranum að fœra verkið nœr
raunveruleikanum, þyngja það og gera það að harmleik
í lokin. Þrátt fyrir söng og dansatriðin, en þeim hefur ver-
ið fœkkað af leikstjóranum, er hraði sýningarinnar ekki
mikill og dregur allverulega úr honum eftir hlé. Áherzla
leikstjórans á hið skoplega í fari persónanna, t.d. Pats
og foringjans úr lýðveldishernum, virðist ekki mjög mikil.
Hann reynir að því er bezt verður séð að sverfa broddinn
úr háði Behans á þessa tilgangslausu baráttu eins og hún
birtist í leiknum. Innan þess ramma sem leikstjórinn hefur
sett sér er leikstjórnin mjög góð og hópatriðin til fyrir-
myndar. En spurningin, sem við verður að taka afstöðu
til er sú, hvort þessi rammi sé heppilegasta lausnin. Gísl
er ágœtt leikhúsverk, það er ekki merkilegt leikrit, en það
er mjög gott leikhúsverk, það eru litlar leikbókmenntir, en
afbragðs efni í leik-sýningu. Eins og undirritaður þekkir
leikinn, eftir að hafa lesið hann og séð í sviðsetningunni,
sem gerði það heimsfrœgt, sviðsetningu Joan Littlewood's
36