Leikhúsmál - 01.11.1963, Blaðsíða 9

Leikhúsmál - 01.11.1963, Blaðsíða 9
IN MEMORIAM INDRIÐI WAAGE Einhverntíma heyrði ég um mann og hljóðfœri hans var úr silfri, öllum hinum grennri, og þó svo spenntur, að hann virtist titra við hverja hljóm- sveifu þeirra. Einhver meðal óheyr- enda veitti því athygli að lútuleikar- inn snart aldrei þennan streng og spurði hann hverju það sœtti. ,,Það er hann, sem ómar í þögninni", svaraði lútuleikarinn. Ekki get ég gert mér fyllilega grein fyrir því, enn síður skýrt það ó við- hlýtandi hótt, hvers vegna mér kem- ur þessi saga í hug við andlót Indriða Waage. Kannski veitir það nokkra vísbendingu, sjólfum mér að minnsta kosti, að um leið rifjast það upp fyrir mér er ég só hann ó leik- sviði í hlutverki unga mannsins í sjónleik Stuttor Vane's, ,,A útleið". Nú er só silfurstrengur brostinn. Og þó er sem hann ómi enn, í þögn- inni. Eg hef ekki við hendina neina skró yfir leiklistarstarfsemi Indriða, og get því ekki talið upp öll þau hlutverk, sem hann lék, leikrit, sem hann stjórnaði flutningi ó ýmist ó leiksviði eða í útvarpi, eða önnur störf hans í þógu þeirrar listar, sem hann helg- aði líf sitt og krafta. Eg geri líka róð fyrir því, að aðrir taki sér fram um að rekja þó sögu alla samkvœmt heimildum í tilefni af andlóti hans og jarðarför, og er það vel. Því er nú einu sinni þann veg farið að œvi- ferill manna verður ekki rakinn til hlýtar nema eftir vissum staðreynd- um. Samt sem óður er líf sumra þannig, að staðreyndirnar verða ekki annað en þurr og sviplaus upptalning um það, sem ó bak við liggur og þeim er œtlað að tókna. Þannig er um œvi margra listamanna, og þó einkum œvi og listferil leikara. Mólverk, höggmyndir og tónverk, sögur og Ijóð eru að vísu staðreyndir og svo er tœkninni fyrir að þakka að afrek söngvara og tónlistarmanna verða einnig varðveitt sem staðreyndir, en túlkun leikarans ó einhverju einstöku hlutverki verður ekki varðveitt nema í minningu þess, er só og heyrði — og þó einungis eins og hann só og heyrði. List hans verður því aldrei bundin staðreyndum, sem ó verður bent til skoðunar, mats og endur- mats. Hún er aðeins silfurstrengur, sem ómar í þögninni þegar gnýr annarra strengja lútunnar er hljón- aður. Sennilega hafa fó orðatiltœki verið eins ofnotuð og misnotuð í sambandi við list manna eins og ,,listamaður af guðs nóð,/, og þó sér í lagi þegar viðkomandi er allur og þeim, sem eftir lifa, gera að minnsta kosti ein- hverja grein fyrir ógoldinni þakkar- skuld sinni við hann. Það er svo ókaflega þœgilegt að sló þannig striki yfir allt erfiði listamannsins, alla baróttu hans, þroskaleit, sjólfs- afneitun og sjólfsögun,- minnka þann- ig skuld sína við hann og gera þó hlut hans meiri, að minnsta kosti í orði kveðnu. Þess er því vart að vœnta að það verði tekið alvar- lega, þegar þannig er að orði kom- izt um listamann lótinn. Engu að síður fœ ég ekki staðizt þó freistingu að grípa til þessa orðatiltœkis, þegar ég minnist Indriða Waage. Hann var listamaður af guðs nóð að því leyti til, að honum var gefinn þessi titr- andi nœmleiki silfurstrengsins, sem aldrei verður óunninn. Só eiginleiki er vandmeðfarinn, verður mörgum hefndargjöf örfóum só helgi logi, en engum sórsaukalaus. Indriði Wdage bar giftu til að varðveita þann nœm- leika óslœvðan. Það er ekki ýkjalangt síðan að maður, sem telur sig öðrum fremur dómbœran um alla list, lét orð liggja að því ó prenti, að fótt mundi lista- mönnum öllu þroskavœnlegra til af- reka og miskunnarlaust brauðstrit — við önnur og fjarskyld störf. Sú kenn- ing mun löngum hafa ótt nokkru fylgi að fagna hér ó landi, en senni- lega fer þeim nú fjölgandi, sem lóta sér skiljast að listrœn afrek hafa ver- ið unnin þrótt fyrir það — jafnvel hin ótrúlegustu afrek — en ekki fyrir það. Þannig hefur það verið um flesta þó leikara okkar, sem hœst hefur borið ó undanförnum óratug- um. Indriði Waage var einn af þeim. Að vísu lifði hann heillarík straum- hvöörf á því sviði — en hvað hann sjólfan snerti var það um seinan. Þrótt fyrir brauðstritið og erfiðustu starfsskilyrði auðnaðist honum að vinna mjög ógleymanleg afrek í list sinni, en eflaust hafa hin þó verið fleiri, sem honum auðnaðist ekki að vinna þess vegna. Og þar vinnur enginn annars verk, þótt maður komi í manns stað ó öðrum sviðum. Eng- inn yrkir það Ijóð, sem annar deyr fró. Þar bíður samtíð og ókomnar kynslóðir tjón, sem aldrei verður bœtt. Engu að síður hygg ég að fóum hafi verið það jafn einlœgt fagnaðarefni og einmitt honum að lifa þessi straumhvörf. Hann hafði öðrum frem- ur tekið þann draum í arf, sem hann só þar rœtast — í arf fró afa, móð- ur og föður. Og þó að hann rœttist helzt til seint fyrir hann sjólfan og samherja hans, var það honum gleði- rík staðfesting ó því, að þeir höfðu ekki barizt til einskis, þó að þeir fengju ekki sjólfir að njóta hins dýr- keypta sigurs nema að litlu leyti. Atvik eða örlög, kannski hvort tveggja, réðu því að ég var um skeið fastagestur ó leiksýningum hér í borg, og var svo til œtlast að ég sett- ist að sýningu lokinni við ritvélina og semdi einskonar prófskýrslu, þar sem höfundur, leikstjóri, leiktjaldamólari, Ijósameistari og sérhver leikari fengi sína einkunn. Það er ekki blygðunar- laust og enn síður sórsaukalaust, er ég hlýt að jóta að mér var það alltaf Ijóst að mig skorti ekki einungis flest eða allt til að vinna slíkt verk, held- ur og að þess varð ekki af neinum krafist að hann ynni það svo að það yrði það, sem til var œtlast. Eða öllu heldur að það yrði annað en ófull- komin tilraun til að gera öðrum grein fyrir óhrifum, sem eru svo einstakl- ingsbundin, að engar tvœr mannver- ur geta numið þau ó sama hótt. Þeim óhrifum, sem leikurinn skildi eftir í huga manns, þegar tjaldið féll. Þegar allir strengir lútunnar voru hljóðnað- ir, nema silfurstrengurinn. Kannski er það í og með þess vegna, að ég er því fegnastur nú, er ég skrifa þessi fótœklegu kveðjuorð, að ég skuli ekki hafa handbœrar heim- ildir til að semja þau í þeim stíl og anda. Að mér er það kœr afsökun, er ég tek þann kostinn að leggja þess í stað eyrun við óm silfurstrengsins í þögninni. Silfurstrengsins, sem nú er brostinn . . . Loftur Guðmundsson. 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Leikhúsmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1743

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.