Leikhúsmál - 01.11.1963, Qupperneq 90

Leikhúsmál - 01.11.1963, Qupperneq 90
æsa sig. Ég hef reyndar aldrei stolið neinu heldur. Og vantaði þó ekki tækifærin. En þá var ég ung og heimsk. Og þess hátt- ar gullin tækifæri býður Guð manni ekki nema einu sinni á ævinni. TERESA: Nei, það var ekki svoleiðis, Meg. Það var ungur guðfræðinemi þarna í húsinu. MEG: Nújá. Hvað þá hluti snertir, þá er miklu minni hætta fyrir þig hér. Vita nunnurnar að þú misstir þetta djobb þarna í Drumcondra? TERESA: Nei — sem betur fer. Ég er anzi hrædd um að þær mundu ekki verða mjög hrifnar af mér fyrir það. MEG: Jæja, passaðu bara að láta Pat ekk- ert vita um þetta. Það kann aldrei góðri lukku að stýra að blaðra hverju sem er í karlmenn. Nú þarna kemur hann — (Pat kemur inn með Monsjur). MEG: Er það ekki voðalegt, Pat ? Þeir hafa synjað um náðun handa þessum aum- ingja strák þarna í Belfast? Hann verð- ur hengdur klukkan átta í fyrramálið. TERESA: Ég fæ kökk í hálsinn í hvert sinn sem ég hugsa um hann. MONSJUR: Ég fyrir mitt leyti fæ hins veg ar ekki neinn kökk í hálsinn. PAT (á skjön): Auðvitað ekki, enda verð- ur það ekki þú sem færð snöruna um háls inn. MONSJUR: Þetta veldur mér ekki neinni sorg. Þvert á móti, þetta gerir mig stolt- an. Það gerir mig stoltan og hamingju- saman að vita að gamli málstaðurinn er enn við lýði, að enn skuli vera til ungir menn sem eru fúsir og reiðubúnir að deyja fyrir írland. PAT: Já, ef mér ekki skjátlast þeim mun meir, þá ætti þessi ungi maður að vera kominn í kompaní með öllum írskum písla vottum síðustu 800 ára, kl. tvær mínútur yfir átta í fyrramálið. MONSJUR: Já, hvort hann verður. Hvort hann verður — Sannlega sannlega segi ég yður, í fyrramálið mun hann, með Guðs hjálp, verða með hetjunum. Mér hlýnar um hjartaræturnar við að hugsa um það. MEG: Segjum tvö. MONSJUR: Ég vildi gefa aleigu mína fyrir að mega standa í sporum þessa unga manns í fyrramálið. Fyrir málstað írlands mundi ég með glöðu geði láta krossfesta mig á miðju bæjartorginu, hvenær sem væri. PAT: Við skulum bara vona að þér yrðuð heppinn með veður. MONSJUR: Já, hann hefir sannarlega heppnina með sér, þessi ungi maður. PAT: Verst að hann skyldi ekki hafa vit á að kaupa sér miða í happdrættinu. Já þér hafið alltaf verið hreinn og beinn, hers- höfðingi, ef mér leyfist að ávarpa yður með skímarnafni. — Jæja, í stuttu máli sagt, allt tilbúið að taka á móti gestinum. MONSJUR: Gott, áfram með smérið. (Fer) (Pat fer syngjandi „Ó, hefð’ann bara fall ið samkvæmt fomum írskum sið“.) TERESA: Fannst þér það ekki asnalegt sem þessi gamli var að segja um strákinn og henginguna? MEG: Ja, Monsjur lítur sko ekki þetta eins og venjulegt fólk. Hann er með írland á heilanum og gengur upp í öllu svonalög- uðu. TERESA: Mér finnst hann bara vera ótta- legur bjáni. MEG: Bjáni? Monsjur gekk í alla stærstu háskóla Englands, að þú vitir það, góða. TERESA: Mér er sama hvað hann hefur gengið í marga skóla, hann er jafnvitlaus fyrir það — að vera himinlifandi yfir því að ungur maður á að deyja. MEG: Ja, strákurinn sagði nú sjálfur í réttinum, þegar þeir höfðu lesið upp dauða dóminn, að hann væri stoltur og glaður að fá að deyja fyrir írland. TERESA: Og hann sem hefir ekki lifað ennþá. MEG: Hefur þú lifað? TERESA: Átján ára stelpa veit meira en átján ára strákur. MEG (stynur): Ojá, það gæti nú verið. — Aumingja strákurinn. Hann hefur aldrei fengið að elska neitt nema írland — og í staðinn fyrir að fá hjartslátt af ást til einhverrar ungrar stúlku, þá hefur hann það upp úr ást sinni á föðurlandinu, að hjartað í honum hættir að slá að eilífu. TERESA: Og snúran, herðist að þessum hvíta hálsi hans sem enginn stúlka hefur fengið tækifæri að vefja örmum sínum. MEG: Nei, þetta dugar ekki. Við förum báðar að orga ef við höldum áfram að tala um hann. Mætti maður þá frekar biðja um svolitla músikk, Kata. Engin ástæða til að syrgja strákinn, fyrr en þar að kemur. (Pianistinn spilar, þær dansa og hitt fólkið kemur líka. Dyrnar opnast án þess stúlkurnar taki eftir því og ungur maður í brezkum herklæðum stendur í dyrun- um. Teresa sér hann fyrst og hrekkur við. Hún hættir að dansa. Meg lítur í sömu átt og Teresa, að dyrunum, og hættir líka að dansa.) HERMAÐUR: Nei, ekki hætta. Mér finnst svo gaman að horfa á dans. OFFISER: Haltu þér saman, og inn með þig. (Hann er sallarólegur og brosir. Hann kemur inn og á eftir honum Offiserinn og annar maður. Þeir eru báðir með hend- urnar í frakkavösunum.) HERMAÐUR (syngur): Það finnst ekki hérna í heimi neinn heimur sem brúklegri er ALLIR: en heimurinn í okkar heimi og heimur sá batnandi fer. KONUR: Öfsæktu ei þína móður það er ekkert gaman að því. KATA (ein): Safnaðu hnullungum heldur og hentu þeim föður þinn í. MONSJUR: og senn ríkir sæla og friður frá suðri og norður á pól, PAT: er sprengjan er búin að springa ALLIR: og spila sitt Heimsumból. ANNAR ÞÁTTUR (OFFISER stendur vörð um aðrar dymar, SJÁLFBOÐALIÐI um hinar; þeir ganga til og frá.) HERMAÐUR (þegar sjálfboðaliðinn geng- ur hjá): Pss! (Sjálfboðaliðinn skiptir sér ekki af þessu.) Pssst. (Sjálfboðaliðinn rýnir í myrkrið, snýr sér við.) Staðar nem! (Sjálfboðaliðinn missir riffilinn. Offiser- inn kemur.) OFFISER: Hvað gengur á? HERMAÐUR: Nokkur sjéns að fá sígar- ettu? OFFISER: Ég reyki ekki. HERMAÐUR: En þú? 88
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Leikhúsmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1743

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.