Morgunblaðið - 17.09.2022, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.09.2022, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2022 www.kofaroghus.is - Sími 553 1545 TIL Á LAGER Ítarlegarupplýsingarog teikningarásamtýmsumöðrumfróðleik STAPI - 14,98 fm Tilboðsverð 779.000kr. 25% afsláttur BREKKA34 - 9 fm Tilboðsverð 489.000kr. 25% afsláttur NAUST - 14,44 fm Tilboðsverð 539.000kr. 30% afsláttur VANTAR ÞIGPLÁSS? Afar einfalt er að reisa húsin okkar. Uppsetning tekur aðeins einndag TILBOÐÁGARÐHÚSUM! Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Byrjað var að steypa gólf brúar yfir Þorskafjörð í gær. Er þetta mikil törn því búist var við 24-30 klukkustunda vinnu í beit því ekki má stoppa á meðan steypt er. Verkið hófst klukkan átta í gærmorgun og gæti því lokið árdegis í dag eða jafnvel ekki fyrr en upp úr hádegi. Um sextíu menn frá Eykt, sem er undir- verktaki við smíði brúarinnar, og aðalverktakanum, Suður- verki, vinna verkið. Þessi hluti brúargólfsins er um 130 metrar á lengd, steypulagið um 1,70 metrar og fara um 1.500 rúmmetr- ar af steypu í það. Steypustöð hefur verið sett upp rétt við brúna þannig að ekki er mikill akstur fyrir steypubílana. Einar Valgarðsson hjá Suðurverki segir að þetta sé góður áfangi. Seinni hluti brúargólfsins verður steyptur þegar lokið hefur verið við að steypa stöpla undir það. Áætlað hefur verið að ljúka smíði brúarinnar fyrir veturinn en vegna tafa sem urðu vegna sigs í fyllingum er ekki er ljóst hvort það tekst. Morgunblaðið/Guðlaugur J. Albertsson Mikil törn við að steypa gólf Þorskafjarðarbrúar Lagt er til í frumvarpsdrögum inn- viðaráðuneytisins um póstþjónustu að heimildir til að nýta bréfakassa- samstæður við dreifingu pósts verði rýmkaðar til muna. Verði það lögfest verður hægt að hætta að bera út póst í hverja bréfalúgu í einstaka götum eða hverfum, t.d. á Reykjavíkur- svæðinu eða stærri þéttbýliskjörn- um á landsbyggðinni, og setja hann í staðinn í bréfakassasamstæður í ná- grenninu. Heyra sögunni til nema bréfa- sendingar komist í tísku á ný Drögin hafa verið birt í samráðs- gátt stjórnvalda og segir í skýring- um að þetta hafi „umtalsverða kosti í för með sér en ætla má að bréf muni á endanum heyra sögunni til nema það komist í tísku að senda bréf á ný,“ segir þar. Bent er á niðurstöður könnunar sem innviðaráðuneytið lét gera í mars síðastliðnum að tilstuðlan starfshóps um póstmálefni þar sem í ljós kom að 82,5% svarenda væru ánægð með að fá pakka í póstbox. Í frumvarpsdrögunum eru lagðar til breytingar á lögum um póstþjón- ustu sem fela í sér innleiðingu á framkvæmdarreglugerð ESB og heimild fyrir aukinni notkun bréfa- kassasamstæðna o.fl. Umrætt ákvæði sé fyrst og fremst hugsað fyrir þéttbýli á landsbyggðinni eða í hinum dreifðari byggðum til að minnka kostnað við alþjónustu. „Þannig þyrfti pósturinn aðeins að stoppa á einum stað í stað þess að keyra við í hverju húsi og setja bréf inn um bréfalúgu.“ omfr@mbl.is Geti hætt að setja póstinn í bréfalúgur í hverju húsi - Heimildir til að nýta bréfakassasamstæður verði rýmkaðar Morgunblaðið/Ómar Póstkassar Kassasamstæður gætu komið í stað útburðar í hvert hús. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Alls höfðu 213 látist hér á landi 30. ágúst síðastliðinn af völdum kórónu- veirusjúkdómsins Covid-19, sam- kvæmt vefnum covid.is. Tölurnar voru þá uppfærðar eftir yfirferð dán- arvottorða. Fjöldi látinna hér á landi af völdum Covid-19 var 179 þann 7. júlí síðastliðinn. Því bættust við 34 andlát af völdum Covid-19 frá 7. júlí til 30. ágúst. Dánarvottorð geta verið nokkurn tíma að berast frá heil- brigðisstofnunum til landlæknis- embættisins. Evrópska hagstofan Eurostat greindi frá því í gær að umfram- dauðsföll hér á landi í júlí síðastliðn- um hefðu verið 55,8% umfram meðalfjölda andláta á mánuði á ár- unum 2016-2019. Annar toppur var í mars sl. þegar umframdauðsföll voru 53,4%. Umframdauðsföll eru mæli- kvarði á óvenjulega fjölgun andláta á ákveðnu tímabili í tilteknum hópi. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir erfitt að segja nákvæmlega til um ástæður þessa. Hún vísar í frétt sóttvarnalæknis frá 29. ágúst (landlaeknir.is) þar sem segir m.a. að hugsanlega hafi sóttvarnir og hliðr- un á dauðsföllum haft hér áhrif. Fréttinni fylgir línurit sem sýnir fjölda andláta fólks á öllum aldri á mánuði 2020-2022 á hver 100.000 manns. Fjöldi andláta af öllum or- sökum var óvenjumikill í mars 2022 og eins var toppur í júlí. Önnur mynd sýnir fjölda andláta á mánuði á hverja 100.000 íbúa, 70 ára og eldri. Í þeim hópi voru óvenjufá dauðsföll af öllum orsökum í júní til ágúst 2020 og í janúar-mars, sept- ember og október 2021. Líklega vernduðu sóttvarnaaðgerðir á þeim tíma þennan aldurshóp því sýkingum fækkaði almennt. Til dæmis kom engin inflúensa árið 2020 og minna var um aðrar pestir en almennt ger- ist. Mögulega kom það í veg fyrir ein- hver dauðsföll. Hins vegar voru óvenjumörg dauðsföll í þessum ald- urshópi í mars, apríl og júlí 2022 mið- að við fyrri ár. „Líklega er skýringar að leita í því að fækkun fyrri ára hafi leitt til fjölg- unar síðar meir og einnig er líklegt að mikil útbreiðsla Covid-19 á árinu 2022 hafi leitt til aukningar dauðs- falla,“ segir í fréttinni. Yfirferð dán- arvottorða fyrir júlí var ekki lokið þegar hún var skrifuð. Guðrún bendir á að þegar tekið sé meðaltal af andlátum á Covid-tíman- um, frá 2020 til júlí 2022, sé meðal- fjöldi andláta svipaður meðaltali ár- anna á undan. Ef til vill eigi þetta eftir að jafnast út en það mun sjást betur þegar frá líður. Óvenjumörg andlát í mars og júlí - 213 látnir vegna kórónuveiru á Íslandi - Sóttvarnaaðgerðir seinkuðu mögulega sumum dauðsföllum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.