Morgunblaðið - 17.09.2022, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.09.2022, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2022 • Glæsilegt morgunverðarhlaðborð frá kl. 7.00-10.30* • Fitness salur með öllum græjum ásamt Sauna og Steambað* • Veitingasalur opinn frá kl. 12.00-01.00 alla daga vikunnar • Staðsetning er steinsnar frá Strikinu, fjölda veitingastaða og verslana Hótel Skt. Petri í Kaupmannahöfn Heill heimur út af fyrir sig – Lúxushótel í hjarta borgarinnar Kynnið ykkur sérverð okkar fyrir árið 2022 á www.sktpetri.is Einfalt að bóka – engar greiðslur fyrirfram og hægt að afpanta með eins dags fyrirvara án kostnaðar *Morgunverður og aðgangur að fitness er ávallt innifalinn í okkar verði Niko ehf, Austurvegi 6, 800 Selfoss, sími 783-9300, www.sktpetri.is hotel@sktpetri.is Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Grind og sperrur að nýju húsi að Laxabakka í Þrastaskógi við Sogið hafa nú verið reistar og áformað er að byggingin verði tilbúin að ári. Nákvæm fyrirmynd er hús sem þarna stóð áður og var reist árið 1942 af Ósvaldi Knudsen, kvikmyndagerðarmanni og mál- arameistara. Sú bygging var eins konar bræðingur af torfbæ og timburhúsi; með tveimur burstum og fangaði gjarnan auga þeirra sem sáu. Húsið lenti svo í niður- níðslu auk þess sem ágreiningur var um lóðamörk þess og fleira. Þau mál voru til lykta leidd fyrir nokkru og með því gat endurreisn hafist. Aldagömul hefð „Hér tvinnast saman saman minja- og náttúruvernd,“ segir Hannes Lárusson myndlistar- maður sem stendur að þessu verk- efni með konu sinni, Bryndísi Hrönn Ragnarsdóttur. Að Meðal- holtum í Flóa, sem eru skammt frá Selfossi, starfrækja þau sögusetrið Íslenski bærinn, þar sem fornri ís- lenskri byggingarhefð eru gerð skil. Laxabakka segir Hannes hafa verið þýðingarmikinn þátt í 1100 ára byggingarsögu íslenska torf- bæjarins – og baðstofan í húsinu hafi til að mynda verið smíðuð samkvæmt aldagamalli hefð. Margt í húsinu hafi annars rímað við hræringar í byggingarlist þeg- ar það var reist á eftirstríðs- árunum. Þar megi nefna innrétt- ingar í húsinu og útskurð Ríkarðs Jónssonar myndskera. Endurreisn þessarar óvenjulegu byggingar sé því mjög verðug. Finnski arkitekt- inn Alvar Aalto kom til Íslands ár- ið 1969 til að vera við opnun Nor- ræna hússins í Reykjavík sem hann teiknaði. Fór hann þá einnig austur að Sogi og skoðaði Laxa- bakka sem hann sagði að væri að sínu mati fegursta hús á Íslandi. Þau orð meistarans þóttu hafa mikið vægi. Svo illa var gamli Laxabakki farinn að rífa varð húsið og reisa aftur frá grunni. Ýmislegt sem var innandyra í húsinu var þó heillegt og verður í nýju 55 fer- metra húsi, sem Hannes Lárus- son stefnir á að verði tilbúið á næsta ári. Á staðnum segir hann að í framtíðinni verði menningar- setur um íslenska byggingarlist, þar sem náttúru- og menningar- vernd, ásamt skapandi hugsun og vistmenningu, verður höfð í fyrir- rúmi. Byggir nýjan Laxabakka á bökkum Sogs Burstabær Burðarvirki nýs húss hefur verið reist og ætlunin er að loka ytra byrði þess fyrir veturinn. Til stendur að hér verði í framtíðinni menningar- og sögusetur þar sem vistmenning í fjölbreyttri mynd verður í aðalhlutverki. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Gamalt Hannes Lárusson við gamla Laxabakkahúsið árið 2019, sem var ónýtt. Endurbyggt er samkvæmt fyrirmyndum og vandað er til verka. - Fegursta hús Íslands endurreist - Sambland torfs og timburs - Minja- og náttúruvernd samtvinnast

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.