Morgunblaðið - 17.09.2022, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2022
Suðurgata 42, Sandgerði
Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is
5 herbergja einbýlishús ásamt bílskúr á góðum stað
rétt við skóla og íþróttamiðstöð.
Jóhannes Ellertsson
Löggiltur fasteignasali
s. 864 9677
Júlíus M Steinþórsson
Löggiltur fasteignasali
s. 899 0555
Bjarni Fannar Bjarnason
Aðstoðamaður fasteignasala
s. 773 0397
Verð 70.000.000 kr. Stærð 229 m2
B
ragi Þorfinnsson og Hjörv-
ar Steinn Grétarsson eru
langstigahæstu keppend-
urnir í A-riðli haustmóts
Taflfélags Reykjavíkur sem stendur
yfir þessa dagana. Eftir fjórar um-
ferðir af níu var Bragi einn efstur
með fullt hús, fjóra vinninga af fjór-
um mögulegum. Í 2. sæti var Alex-
ander Oliver Mai með 3½ vinning af
fjórum. Hjörvar Steinn var svo einn
í 3. sæti með þrjá vinninga en hann
hann tapaði nokkuð óvænt fyrir
Birni Hólm Bárðarsyni í 2. umferð
mótsins.
Í opna flokknum voru efstir
Ingvar Wu Skarphéðinsson, Jóhann
Arnar Finnsson og Benedikt Þóris-
son, allir með 3 ½ vinning.
Þá stendur einning yfir Skákþing
Garðabæjar sem er haldið með því
sniði að fyrst hafa verið tefldar þrjár
atskákir en síðustu fjórar umferð-
irnar eru kappskákir.
Dagur Ragnarsson tók snemma
forystuna með því að vinna Hjörvar
Stein en tapaði í 5. umferð fyrir
Lenku Ptacnikovu. Dagur, Hjörvar
og Lenka eru efst eftir fimm um-
ferðir, öll með fjóra vinninga.
Kasparov á erfitt
uppdráttar í St. Louis
Á maður einhvern tímann að vor-
kenna nafntoguðu fólki? Ég held
ekki, en undanfarið hef ég samt
fundið fyrir ákveðinni samúð með
gamla skákjöfrinum. Garrí Kasp-
arov á erfitt með að komast á blað á
9LXC-slembiskákmótinu í St. Louis.
Bobby Fischer kynnti þetta afbrigði
skákar nokkru eftir seinna einvígi
sitt við Boris Spasskí í gömlu Júgó-
slavíu árið 1992. Þótt greinin hafi
ekki verið stunduð að neinu ráði hér-
lendis hyggst Skáksamband Íslands
fagna 50 ára afmæli „einvígis ald-
arinnar“ með því að halda heims-
meistaramót í slembiskák seinni
part októbermánaðar nk. Meðal
þátttakenda verður heimsmeist-
arinn Magnús Carlsen.
Kasparov hefur alltaf tekið vel í
þær hugmyndir að gera þetta af-
brigði skákar að keppnisgrein og
þetta er ekki fyrsta slíkt mót sem
hann tekur þátt í. Viðureignir hans í
St. Louis hafa margar verið stór-
skemmtilegar á að horfa. Vandinn er
sá að að hann er ekki í nægilegri
leikæfingu til að eiga möguleika í
keppni við sér mun yngri menn og
þess vegna er þetta gengi hans á
mótinu á sömu leið og á hrað-
skákmóti í Zagreb í Króatíu í fyrra-
sumar. Þar hlaut hann aðeins 2½
vinning af 18 mögulegum.
Í St. Louis voru keppendur tíu
talsins og voru tefldar þrjár skákir á
dag með tímamörkunum 20 5. Eftir
fyrstu tvo keppnisdagana hafði
Kasparov tapað öllum sex skákum
sínum. Efstir voru Firouzja og
Mamedyarov með 4½ vinning af sex
mögulegum og í 3. sæti var
Nepomniachtchi með fjóra vinninga.
Í gærkvöldi voru tefldar þrjár síð-
ustu umferðirnar. Gengi Kasparovs
og sjálfstraust í baráttunni réðst
sennilega þegar þessi staða kom upp
í 2.umferð:
Slembiskákmótið í St. Louis
2022:
Garrí Kasparov – Nakamura
Hvítur leikur og vinnur:
Kasparov tefldi þessa skák virki-
lega vel en notaði mikinn tíma og
hinn útsjónarsami Nakamura náði
að jafna taflið. Síðasti leikur svarts
var e4-e3, sem opnaði fyrir biskup-
inn á b7. Kasparov átti u.þ.b. 20 sek-
úndur eftir og hér missti hann af
vinningi …
52. Dxe3??
Vinning var að hafa með 52.
Bxb6+ Kxb6 53. Db5+ Ka7 54.
Dxa5+Kb8 55. Dc7+! Dxc7 56.
Dxc7+ Kxc7 57. g6! og hvítt peð
verður að drottningu. Eftir þessa
yfirsjón missti Kasparov tök á stöð-
unni þó hann tefldi greinilega til
vinnings. Áfram lék hann af sér
biskupnum og tapaði eftir 58 leiki.
Kasparov kemst
ekki á blað á
slembiskákmótinu
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Morgunblaðið/Ómar Óskarsson.
Efstur Bragi Þorfinnsson er einn efstur á Haustmóti TR.
Kirkja Jesú Krists
þarf að vera frjáls og
verður að starfa í auð-
mýkt. Hún þarf að pré-
dika fagnaðarerindið um
hinn upprisna og lífg-
efandi frelsara fólks á
öllum aldri og nálgast
það með þeirra þarfir í
huga og miða þjónustu
sína við það. Kirkjan er
öllum ætluð. Jesús sagði:
„Komið til mín, öll þið sem erfiði hafið
og þungar byrðar og ég mun veita ykk-
ur hvíld.“ Og hann sagði líka: „Minn frið
gef ég ykkur. Ekki gef ég eins og heim-
urinn gefur. Skelfist ekki né hræðist,
trúið á Guð og trúið á mig.“ „Ég mun
ekki skilja ykkur eftir munaðarlaus.“
„Ég verð með ykkur alla daga, allt til
enda veraldar.“ Og hann sagði: „Allt
mitt er þitt.“ „Í húsi föður míns eru
margar vistarverur …“ „Ég er veg-
urinn, sannleikurinn og lífið. Enginn
kemur til föðurins nema fyrir mig.“
Jesús sagði aldrei: komið til mín þið
sem hafið allt ykkar á þurru, þið sem
vitið alltaf allt best og hvernig allt
gengur fyrir sig eða hvernig allt á að
vera. Þið sem aldrei verðið fyrir von-
brigðum eða lendið í einhvers konar
veseni.
Gleymum því ekki að frelsarinn Jes-
ús margítrekaði að það eru allir vel-
komnir að fylgja honum og þannig
tengjast kirkjunni hans sem stofnuð
var á hvítasunnudag forðum fyrir heil-
agan anda Guðs.
Guð gefi kirkjunum okkar auðmýkt
til að opna dyr sínar og faðm og virkja
fólk til þátttöku og þjónustu með
margbreytilegum og fjölbreyttum
hætti. Í samstöðu með vitnisburði,
kærleiksþjónustu, helgihaldi og sam-
félagi þar sem allir geta fundið sig
jafnt sem gefendur og þiggjendur.
Við erum á krossgötum
Við erum núna á krossgötum, hvert
og eitt okkar, sem einstaklingar, fjöl-
skyldur, vinir, elskendur, þjóð og
heimsbyggð. Við þurfum öll á því að
halda að sameinast í bæn um að bjóða
frelsarann, okkar líf- og friðgefandi
Jesú, inn í líf okkar til að móta viðhorf
okkar hvert til annars. Hann elskar
okkur öll jafnt. Við erum öll Guðs óend-
anlega dýrmæta sköpun, elskuð skil-
yrðislaust af honum. Sköpuð til góðra
verka og til að elska hvert
annað.
Við erum alls konar og
öll erum við syndarar
sem þurfa á miskunn og
náð Guðs að halda. Því
þurfum við að styðja
hvert annað í því að okk-
ur sé öllum boðið að sitja
saman til borðs með
frelsara heimsins. Höf-
undi og fullkomnara lífs-
ins. Þrátt fyrir ólíkan
uppruna, misjafnar
skoðanir og útfærslur á
leiðum á ævinnar vegi.
Við erum öll eitt
Við erum öll eitt í Kristi. Öll sem
þiggja viljum. Það snýst ekki um að
vita, kunna eða skilja, heldur að taka
á móti í auðmýkt og þakklæti. Leyf-
um því svo að móta hug okkar og
hjarta og sjást í augum okkar svo við
eignumst von um framtíð bjarta. Öll
saman. Í Jesú nafni.
Í kirkjunni á að vera pláss fyrir
alla. Ekki síst börn. En líka okkur hin
ólíku Guðs börn á öllum aldri sem
þurfum á huggun og styrk, uppörvun
og umvefjandi kærleika Guðs að
halda sem einn megnar að gefa okkur
þann frið í hjarta sem við flest raun-
verulega þráum innst inni.
Okkur hættir til að hugsa og jafn-
vel segja: já, en þessi eða hinn er nú
svona eða hinsegin. Þau passa ekkert
hérna inn af því að viðkomandi sagði
einu sinni eða gerði eitthvað sem
hefði nú betur verið ósagt eða gert.
Munum þá að kirkjan er fyrir alla
og okkur er í sameiningu sem kirkja
ætlað að mæta þörfum hvert annars.
Jesús sagði: „Dæmið ekki svo þið
verðið ekki dæmd. Því að með þeim
dómi sem þið dæmið munuð þið
dæmd verða og með þeim mæli sem
þér mælið mun yður mælt verða.“
Með kærleiks- og friðarkveðju.
– Lifi lífið!
Allir velkomnir
Sigurbjörn
Þorkelsson
» Við erum öll eitt í
Kristi. Það snýst
ekki um að vita, kunna
eða skilja, heldur að
taka á móti í auðmýkt
og þakklæti.
Sigurbjörn Þorkelsson
Höfundur er ljóðskáld og
rithöfundur og aðdáandi lífsins.
Ólafur Haraldsson Briem
fæddist 17. september 1872 á
Rannveigarstöðum í Álftafirði.
Foreldrar hans voru hjónin
Haraldur Ólafsson Briem, f.
1841, d. 1919, hreppstjóri þar,
og Þrúður Þórarinsdóttir, f.
1838, d. 1908. Ólafur var tvo
vetur hjá Páli Pálssyni, presti í
Þingmúla í Skriðdal, en naut
ekki annarrar skólagöngu.
Ólafur stundaði versl-
unarstörf í nokkur ár, fyrst á
Papósi, síðan á Fáskrúðsfirði
og Akureyri og sinnti barna-
kennslu í Breiðdal.
Kona Ólafs var Kristín
Hannesdóttir, f. 1880, d. 1943.
Þau eignuðust fjögur börn.
Ólafur kvæntist Kristínu
1904 og sama ár varð hann
bóndi í Eyjum í Breiðdal. Hann
var oddviti og sinnti ýmsum
öðrum sveitarmálum. Þau
brugðu búi 1935.
Ólafur var vel metinn af
sveitungum sínum. Hann var
bókhneigður og fylgdist vel
með nýjum straumum í bók-
menntum. Hann mat fornan
fróðleik en hafði líka mætur á
ungu skáldunum eins og Davíð
Stefánssyni og Stefáni frá
Hvítadal. Ólafur var hag-
mæltur og hafa ljóð eftir hann
verið birt í Breiðdælu og Aust-
urlandi.
Ólafur lést 30.5. 1953.
Merkir Íslendingar
Ólafur H.
Briem