Morgunblaðið - 17.09.2022, Blaðsíða 40
40 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2022
Haustsýning Skaftfells á Seyðis-
firði, sýning dönsku myndlistarkon-
unnar Rikke Luther, On Moving
Ground. Sand, Mud, and Planetary
Change, verður opnuð í dag kl. 16
og kl. 18 verður kvikmyndasýning í
Herðubíói. Luther sýnir yfirstand-
andi rannsóknir sínar á pólitískum,
samfélagslegum og umhverfisleg-
um tengslum milli jarðefnavinnslu,
nútímans, jarðvegseyðingar og
hnattrænna breytinga, skv. tilkynn-
ingu. „Verk hennar kanna áhrif
sandnáms, kolefnisfrekrar fram-
leiðslu steinsteypu og áhrif hækk-
andi hitastigs á stöðugleika jarð-
arinnar sem við búum á. On moving
ground býður upp á innsýn í fjöl-
breyttar rannsóknaraðferðir og
listræna framleiðslu listamannsins,
allt frá kvikmyndum til stórra
teikninga til safnefnis, vísinda-
gagna, texta og ljósmyndunar,“
segir þar m.a. Sýningaropnuninni
fylgir kvikmyndasýning á nýjustu
mynd Luther, sem er enn í vinnslu
og verður frumsýnd síðar á árinu.
Nefnist hún Concrete: The Great
Transformation (2019-) og er fram-
hald af Concrete Nature: The Plan-
etary Sand Bank frá 2018.
Um nýjustu verk Luther segir að
þau kanni ný tengsl sem skapist af
umhverfiskreppu tengdri landslagi,
tungumáli, stjórnmálum, fjármögn-
un, lögum, líffræði og hagkerfi, tjáð
í teiknuðum myndum, ljósmyndum,
kvikmyndum og kennsluaðferðum.
Luther hefur gegnt kennslustörfum
í Danmörku og haldið fjölda gesta-
fyrirlestra víða um heim og hafa
verk hennar verið kynnt á tvíær-
ingum og þríæringum, m.a. í Fen-
eyjum og Gautaborg og ýmsum
söfnum. Luther er gestalistamaður
Skaftfells í september og stundar
vettvangsrannsóknir fyrir núver-
andi rannsóknarverkefni sitt More
Mud, kvikmynd sem ætlað er að
komi út árið 2024.
Sýningarstjóri er Julia Martin.
Skaftfell Menningarhúsið á Seyðisfirði.
Haustsýning
Skaftfells opnuð
Í Hallsteins nafni nefnist sýningar-
og margmiðlunarverkefni Café
Pysju, helgað Hallsteini Sigurðs-
syni myndhöggvara. Það hefst í
dag með útgáfu blaðs sem tileinkað
er listamanninum. Verður sýning
einnig opnuð í dag kl. 14 um feril
Hallsteins í Café Pysju sem er að
Hverafold 1-3.
Hallsteinn fæddist árið 1945 og
hóf myndlistarnám árið 1963 í
Myndlistar- og handíðaskóla Ís-
lands. Hann nam síðar við Hornsey
College of Art, Hammersmith Col-
lege of Art og St. Martins’s School
of Art, auk þess að dvelja við nám á
Ítalíu, í Bandaríkjunum og á Grikk-
landi. Hefur hann haldið mikinn
fjölda einkasýninga, tekið þátt í
samsýningum og má sjá 16 skúlp-
túra eftir hann í Gufunesi.
Segir í tilkynningu um sýninguna
í Café Pysju að valin hafi verið verk
til innsetningar frá hverjum áratug
á ferli Hallsteins, til að gefa áhuga-
sömum einhverja mynd af þeim
mikla fjölbreytileika sem um ræðir
í verkum hans.
„Verk hans hafa rutt sér rúms í
almenningsrýmum höfuðborg-
arinnar og víðar. Rétt eins og hjá
föðurbróður hans, Ásmundi. Hall-
steinn var á tímabili álitinn íhalds-
samur listamaður en tryggð hans
við ákveðin módernísk gildi hefur
sannað sig sem raunverulega rót-
tæk og gefandi afstaða,“ segir í til-
kynningu.
Morgunblaðið/Einar Falur
Á vinnustofunni Hallsteinn Sigurðsson á langan og farsælan feril að baki.
Í Hallsteins nafni
Má ég fá að heyra meira?
Hrein og bein Una Torfa er efnileg mjög og stuttskífa hennar afbragðsgóð.
skemmtilegir og líða áfram eins og
opin dagbók. Hnyttnir, sannir og
upplýsandi, mikil berskjöldun í gangi
eins og sagt er.
Söngröddin er bæði björt og
sterk. Ákveðin og skýr og Una beitir
henni á mismunandi hátt við mismun-
andi tilefni. Er kraftmikil eða hvísl-
andi, allt eins og þarf hverju sinni.
Fyrsta lagið, „Í löngu máli“, opn-
ar plötuna á sæmilega hvellan hátt og
það er mikill hljómsveitarhljómur á
plötunni þó þetta sé í grunninn
söngvaskáldsverk. Lagið er næsta
poppað, er sungið af öryggi og það er
glettni í röddinni. Viðeigandi upp-
hafslag. „En“ er næst, umfjöllunar-
efnið þyngra, ástarskot og vandræðin
í kringum slíkt: „Hvort er ég fífl fyrir
að trúa alltaf á það besta...?“ segir
m.a. Vel sungið og reglulega koma
litlar raddlausnir sem eru æði hug-
vitssamlegar (hvernig hún syngur t.d.
„taka utan um mig hvísla“. Hækkar
röddina og hraðar henni um leið).
„Ekkert að“ kemur svo og það dimm-
ir yfir. Sungið um „holur í hausnum“
og auðvelt að geta sér til um hvert
umfjöllunarefnið er. Una veldur þess-
um stíl vel, er sannfærandi í alvar-
legum en undurfögrum söng. Titil-
lagið slær nýjan, kersknislegan tón,
meira í ætt við upphafslagið. Skringi-
legar kaflaskiptingar og raddbeiting
og aftur, texti einkar skemmtilegur
og klókindalegur: „Búðu þig undir /
Að ég opni mig / Því að þú færð heila
ævisögu og miklu meira til“. Plötunni
er svo slaufað með „Stundum“,
angurværri, fallegri smíð sem lokar
verkinu smekklega.
Afar efnilegt verð ég að segja.
Svo margt fellur með henni Unu.
Góður söngvari, texta- og lagasmiður.
Og alveg rúm til að halda áfram, þróa
áfram og vinna meira efni. Vona ég að
svo verði.
»
Enda eru textar
Unu æði glúrnir
og skemmtilegir og
líða áfram eins og op-
in dagbók.
Eitt af því besta sem ég hef heyrt í ár er stuttskífa Unu Torfa, Flækt og týnd og einmana. Alveg
afskaplega hreint og beint verk, afdráttarlaust og ástríðufullt. Og líka skemmtilegt.
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
Hildur Kristín Stefánsdóttir, „Hild-
ur“, stjórnaði upptöku á plötunni.
Hafsteinn Þráinsson hljóðblandaði og
Kári Ísleifsson hljómjafnaði. Tumi
Torfason, bróðir Unu, spilar á bassa,
Svanhildur Lóa Bergsveinsdóttir á
trommur og Una sjálf á gítar og
píanó. Una er ungt
og upprennandi
söngvaskáld og stíg-
ur fram með nokkuð
afgerandi hætti á
þessari fimm laga
plötu. Tónninn er
góður, hreinleiki og heiðarleiki ein-
hvern veginn og hér erum við með
efni, það er klárt.
Þrátt fyrir að vera rétt skriðin
yfir tvítugt hefur Una stigið krappan
lífsdans hin síðustu ár. Þegar hún var
nítján ára greindist hún með krabba-
mein í heila. Við tók meðferð, og nú,
tveimur árum síðar, er hún laus við
meinið. Ferlið allt hefur þó skilað
nýrri manneskju, eða eins og Una
sagði í spjalli við RÚV: „Það afhjúp-
aði fyrir mér að það var svo margt
annað að í hausnum á mér.“ Una
hefur tjáð sig með hressandi hætti
um veikindin og líf sitt sem listamað-
ur að undanförnu og „þakkar“
krabbameininu fyrir að hafa þokað
burt þunglyndi og öðrum andans
kvillum. Lífssýnin hafi einfaldlega
breyst. Og áður en ég sný mér að
dómastörfum: Ég elska hversu sjálfs-
meðvituð hún er gagnvart plötu-
titlinum. Að það sé í raun réttri við-
eigandi að plata sem fjalli um flóknar
tilfinningar: „sé með svolítið langan
og bjánalegan titil.“
En að plötunni. Eins og segir;
björt, fögur og hrein að gerð. Hljóm-
ur allur góður og „feitur“ og upptöku-
stjórn næm og nákvæm. Þetta er
„íslensk“ plata, það er þjóðlaga-
strengur þarna sem kallar fram
Spilverkið og grallarakennd söngva-
skáld frá níunda áratugnum, enda
eru textar Unu æði glúrnir og
Skeifan 8 | Kringlan | Glerártorg | casa.is