Morgunblaðið - 17.09.2022, Blaðsíða 25
Með hendur bundnar fyrir aftan bak
Ísland er í þeirri ótrúlegu
stöðu að geta framleitt fæðu
langt fram yfir það sem þarf til
að hafa fullt fæðusjálfstæði.
Þrátt fyrir það erum við á með-
al þeirra landa sem flytur inn
hvað hæst hlutfall af sinni fæðu.
Á sama tíma og stjórnvöld
leggja áherslu á fæðusjálfstæði
okkar vilja innflytjendur opna
markaðinn frekar fyrir inn-
flutningi. Samhliða því hlýtur
þá að vera eðlileg krafa neyt-
enda að innfluttar vörur séu af sömu gæðum
og innlend framleiðsla varðandi hreinleika og
með tilliti til notkunar sýklalyfja og að sam-
bærilegar kröfur séu gerðar til dýravelferðar
og reglur kveða á um hér á landi. Á því er því
miður oft misbrestur og skekkir það sam-
keppnisstöðu innlendra framleiðenda.
Tollar á innfluttar vörur eru ekki sér-
íslenskt fyrirbæri. Almenna reglan er sú að
greiða skal toll af vörum sem fluttar eru inn
á okkar tollsvæði. Þó eru um 87% af 2.000
tollskrárnúmerum er varða landbún-
aðarvörur tollfrjáls í gegnum hina ýmsu við-
skiptasamninga við Evrópusambandið, WTO
og á grundvelli EES samningsins, til að
nefna nokkra.
Skýrslan sem enginn sýndi áhuga
Skýrsla Ríkisendurskoðunar, Toll-
framkvæmd vegna landbúnaðarafurða, sem
kom út í upphafi ársins, afhjúpar töluverðar
brotalamir í tolleftirliti á Íslandi. Þrátt fyrir
átak í vöruskoðun landbún-
aðarvara síðla árs 2020 er enn
of lítið um slíkar skoðanir. Þetta
er áhugavert í ljósi þess að mik-
ilvægir hagsmunir eru í húfi og
oft um háar fjárhæðir að tefla
fyrir ríkissjóð ef vörur eru
rangt tollflokkaðar. Þá varpar
skýrslan jafnframt ljósi á hið
mikla misræmi sem er í hag-
tölum Evrópusambandsins um
útflutning og Hagstofu Íslands
um innflutning í tilviki ákveð-
inna landbúnaðarvara. Mis-
munur sem hljóp á þúsundum
tonna á á árinu 2020. Já, þúsundum.
Og hvað með það?
Að framleiða matvæli er oft ansi langt
ferli. Það getur verið frá nokkrum vikum í
tilfelli grænmetis yfir í nokkra mánuði í til-
felli lambakjöts í nokkur ár í tilfelli naut-
gripakjöts. Ljóst er að innlend framleiðsla
hefur í flestum tilvikum ekki haldið í aukna
eftirspurn, vegna fjölgunar ferðamanna og
breyttra neysluvenja. Kúf á eftirspurn hefur
því verið mætt í meira mæli með innflutn-
ingi. Slíkt er ekki endilega óeðlilegt, en þó tel
ég á stundum að betur færi á því að þeir sem
tala fyrir afnámi tollverndar á innfluttar
landbúnaðarafurðir myndu gefa sér tíma,
jafnvel einungis part úr degi, til þess að setja
sig inn í starfsskilyrði landbúnaðarins.
Starfsskilyrði landbúnaðarins
Bændur vilja gera vel þegar kemur að að-
búnaði dýra en íslenskum landbúnaði eru þó
settar mun stífari skorður en víðast hvar
annarsstaðar. Tökum sem dæmi svínarækt
og eggjaframleiðslu. Þannig er kveðið á um í
reglugerð að lágmarks legurými grísa skuli
vera 67% af gólfrými en í þeim löndum þaðan
sem innflutt svínakjöt kemur frá er lágmarks
legurými 33% af gólfrými. Með öðrum orðum
er tvöfalt pláss fyrir hvern grip á Íslandi
samanborið við samkeppnislöndin okkar. En
þar með er ekki öll sagan sögð. Sveitar-
stjórnir ákveða í skipulagsáætlun fjarlægð
eldishúsa við önnur skipulögð svæði með
hliðsjón af hugsanlegum umhverfisáhrifum
þar sem fjarlægðarkröfur geta verið allt að
600 m. Þessar miklu fjarlægðarkröfur eru
margfaldar á við það sem er í Danmörku og
Þýskalandi svo dæmi séu tekin. Þá má nefna
eggjaframleiðsluna, en um áramótin tók gildi
reglugerð sem gerir þá kröfu að ekki megi
halda varphænum í búrum. Breytingarnar
hafa kallað á umfangsmiklar fjárfestingar í
greininni þar sem umhverfis- og skipulags-
mál hægja á ferlinu. Íslenskum eggja- og
svínabændum er því ætlað að framleiða við
mun dýrari skilyrði en kollegar þeirra í sam-
keppnislöndunum.
Þetta heitir með öðrum orðum að spila
leikinn með ekki aðra heldur eiginlega báðar
hendur bundnar fyrir aftan bak. Á sama tíma
sitja gagnrýnendur tolla við borðendann og
tala glatt um frelsið sem fylgir afnámi toll-
verndar á innfluttar landbúnaðarvörur.
Fyrirsagnirnar og staðreyndir
Það er auðveldara að tala í fyrirsögnunum
heldur en að segja söguna eins og hún raun-
verulega er. Á meðan öll spjót beinast að
bændum þá er raunveruleikinn sá að toll-
vernd á innfluttum landbúnaðarvörum eru
hluti af starfsskilyrðum íslensks landbún-
aðar. Vara sem framleidd er við mun minni
kröfur á velferð og aðbúnað annarsvegar og
með margföldum aukaefnum, hvort sem það
eru sýklalyf eða hormónar hins vegar mun
alltaf verða mun ódýrari í framleiðslu en
matvara framleidd við íslenskar aðstæður og
meðal annars þess vegna er tollverndin
nauðsynleg. Því ekki viljum gefa afslátt af
gæðum matvælanna og aðbúnaði dýra, eða
hvað?
Það sætir því furðu að tollvernd á fransk-
ar kartöflur og svo landbúnaðarvörur í heild
sinni skuli hafa orðið sá fókus sem raun ber
vitni undanfarna daga, en ekki t.d. 20% toll-
ur á tyggigúmmí, sem mér best vitandi er
ekki framleitt innanlands. Tollvernd er
nauðsynleg starfsskilyrðum íslensks land-
búnaðar, alveg þar til bændur og mat-
vælaframleiðendur þurfa ekki lengur að
berjast við erlenda samkeppni með hendur
bundnar fyrir aftan bak.
Vigdís Häsler » Tollar á innfluttar vörur
eru ekki séríslenskt fyr-
irbæri. Um 87% af 2.000 toll-
skrárnúmerum er varða land-
búnaðarvörur eru tollfrjáls.
Vigdís Häsler
Höfundur er framkvæmdastjóri
Bændasamtaka Íslands.
25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2022
Kvöldflug Það var kyrrlátt kvöld við sæinn í Keflavík í vikunni þegar ljósmyndari átti leið um. Máva á flugi bar við litfagran kvöldhimininn og á jörðu niðri gjálfraði gosbrunnur.
Eggert Jóhannesson
Vinstri græningjar í Evrópu
hafa lengi rekið áróður gegn
orkuvinnslu í álfunni. Jafnvel
vatnsaflsvirkjanir Íslendinga
hafa verið gerðar tortryggilegar
í augum almennings þótt þær
framleiði þá orku sem kallað er
mest eftir. Endurnýjanlega orku
sem losar ekki gróðurhúsaloft-
egundina sem leitast er við að
minnka. Áróður gegn virkjunum
og jafnvel flutningi orku frá þeim
virkjunum sem þegar eru til
staðar hefur borið nokkurn árangur hér á
landi.
Áróðurinn hefur þó borið miklu meiri ár-
angur í Evrópu síðustu áratugi. Þar hefur
verið dregið úr vinnslu kjarnorku, olíu og
gass án þess að önnur vinnsla
hafi komið í staðinn. Ekki af því
að menn hafi ekki viljað nýta
annars konar orku, eins og sól-
ar- og vindorku, heldur vegna
þess að slík orka annar ekki
orkuþörf álfunnar. Þess vegna
hefur orkuþörfinni verið mætt
með olíu og gasi frá Rússlandi.
Því hefur lengi verið haldið
fram að Rússar hafi stutt evr-
ópska græningja í baráttunni
gegn orkuvinnslu Evrópulanda.
Evrópa er því orðin háð
Rússum um orku. Það er afleit
staða, nú þegar ríður á að veita
Úkraínu stuðning gagnvart yfirgangi Rússa.
Leiðtogar Evrópuríkja sem vilja losna úr
þessu sjálfskaparvíti boða nú gasvinnslu á ný
og hætta við eða fresta boðuðum lokunum
kola- og kjarnorkuvera.
Á Íslandi kveður hins vegar við annan tón.
Ríkisstjórnin lætur sér ekki nægja yfirlýs-
ingar um að ætla ekki að veita leyfi til olíu-
eða gasvinnslu á landgrunni Íslands. Á þess-
um þingvetri hyggst umhverfisráðherra
freista þess öðru sinni að fá samþykkt frum-
varp sem bannar einnig rannsóknir í efna-
hagslögsögunni.
Eitt er að vilja ekki nýta tilteknar auðlind-
ir. Annað er að leggjast gegn rannsóknum
sem gætu leitt í ljós alls konar aðra þætti en
þá sem rannsóknirnar beinast að í upphafi.
Mögulega aðrar auðlindir. Margar merki-
legar uppgötvanir í mannkynssögunni eru
einmitt afrakstur vísindarannsókna sem í
upphafi beindust að afmörkuðu sviði en leiddu
menn inn á aðrar og óvæntar brautir.
Ríkisstjórn, sem heldur á lofti hugtökum á
borð við nýsköpun og frumkvöðlastarfi í tíma
og ótíma, en vill um leið banna rannsóknir á
botni hafsins, sem við eigum allt okkar undir,
er ekki mjög trúverðug. Afstaða vinstri græn-
ingjanna í ríkisstjórninni kemur ekki á óvart.
En hvers vegna vilja ráðherrar Sjálfstæð-
isflokks, umhverfisráðherra og ráðherra vís-
indanna, banna rannsóknir á landgrunni Ís-
lands?
Ríkisstjórn bannar rannsóknir
Sigríður Ásthildur
Andersen » Á þessum þingvetri
hyggst umhverfisráðherra
freista þess öðru sinni að fá
samþykkt frumvarp sem
bannar rannsóknir í efnahags-
lögsögunni.
Sigríður Ásthildur
Andersen
Höfundur er lögfræðingur
og fyrrverandi ráðherra.