Morgunblaðið - 17.09.2022, Blaðsíða 38
Starfsvetur Kammermúsíkklúbbs-
ins 2022-2023 hefst með tónleikum
á morgun, sunnudag, þar sem „sex
af fremstu strengjaleikurum þjóð-
arinnar flytja glæsileg verk eftir
Beethoven og Brahms“, eins og það
er orðað í tilkynningu. Tónleikarn-
ir fara fram í Norðurljósum Hörpu
og hefjast kl. 16. Flytjendur eru
Páll Palomares og Gunnhildur
Daðadóttir fiðluleikarar, Þórunn
Ósk Marinósdóttir og Þórarinn Már
Baldursson víóluleikarar og Sigur-
geir Agnarsson og Sigurður Bjarki
Gunnarsson sellóleikarar.
Segir í tilkynningu að saga fyrra
verks tónleikanna sé óvenjuleg þar
sem Simrock-forlagið hafi árið
1832 gefið út áður óþekktan
strengjakvintett eftir Beethoven,
fimm árum eftir andlát hans. Verk-
ið hafi reynst umritun fyrir
strengjakvintett á Kreutzer-
sónötunni, níundu sónötu Beet-
hovens fyrir fiðlu og píanó. „Útsetj-
arans var hvergi getið en ýmsar
getgátur hafa verið uppi um nafn
hans. Menn hafa giskað á hinn unga
Felix Mendelssohn, J.N. Hummel,
Ferdinand Ries eða jafnvel að um
ómerkt skúffuverk tónskáldsins
sjálfs sé að ræða. Enn í dag er nafn
útsetjarans á huldu en útsetningin
þykir snilldarvel gerð og kemst
andi hinnar magnþrungnu sónötu
algerlega til skila,“ segir um verkið
í tilkynningu. Seinna verk tón-
leikanna er strengjasextett nr. 1 í
B-dúr, op. 18, eftir Johannes
Brahms frá 1860. „Þetta verk varð
til þess að ýta úr vör tónlistarformi
strengjasextettsins sem hafði ekki
fyrr náð mikilli fótfestu,“ segir m.a.
í tilkynningu.
Strengir Hljóðfæraleikararnir sem leika í Norðurljósum á morgun.
Kammermúsíkklúbb-
urinn hefur starfsárið
- Verk eftir Beethoven og Brahms
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2022
Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is
Allar almennar bílaviðgerðir
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Ég tengdi strax við bókina þegar ég
las hana eftir að mér bauðst þetta
verkefni. Það er afar fallegur vefn-
aður í bókum Kristínar og þessi saga
heillaði mig umsvifalaust,“ segir
Stefán Jónsson
leikstjóri
sýningarinnar Á
eigin vegum sem
frumsýnd verður
á Litla sviði Borg-
arleikhússins í
kvöld kl. 19. Um
er að ræða leik-
gerð Maríönnu
Clöru Lúthers-
dóttur og Sölku
Guðmundsdóttur á samnefndri
skáldsögu Kristínar Steinsdóttur
sem kom út 2006, hlaut Fjöruverð-
launin 2007 og var tilnefnd til Bók-
menntaverðlauna Norðurlandaráðs
2008.
Á eigin vegum er einleikur þar
sem Sigrún Edda Björnsdóttir leikur
ekkjuna Sigþrúði sem stundar blað-
burð, garðyrkju og jarðarfarir af
miklum móð. „Sigþrúður kemur mér
fyrir sjónir sem ósýnilega konan í
borgarlandslaginu. Ég hef alltaf ver-
ið mjög forvitinn um og tekið eftir
slíkum týpum í borginni,“ segir Stef-
án og bendir á að hann sé alinn upp í
101 Reykjavík. „Þar hafa verið
margar áhugaverðar týpur sem
drekka kaffi í bankanum og lesa
blöðin á bókasafninu en reyna að láta
lítið á sér bera. Ég hef oft velt fyrir
mér hver sé saga þessara ein-
staklinga. Ég tengdi Sigþrúði strax
við þessar manneskjur. Bókin var því
gullnáma fyrir mér, því þarna fékk
ég sögu af manneskju sem ég kann-
ast við úr borginni,“ segir Stefán og
tekur fram að hann hafi í texta Krist-
ínar fengið úr miklu að moða.
„Sigþrúður hefur vindinn í fangið
allt frá fæðingu. Hún er fátæk, kynn-
ist aldrei foreldrum sínum, fær litla
sem enga menntun vegna líkam-
legrar fötlunar sinnar, verður fyrir
einelti og miklu mótlæti. Á hinn bóg-
inn býr hún yfir mikilli sjálfsbjarg-
arviðleitni. Það sem verður henni til
happs er að hún á fóstru sem veitir
henni þessa lífsnauðsynlegu ást í
frumbernsku sem allar manneskjur
þurfa ef þær eiga að eiga einhvern
möguleika í lífinu. Það er hennar
nesti út í lífið, auk þess sem hún fær
vitneskju um að hún sé mögulega af
frönsku bergi brotin. Baráttan í
þessari sögu er barátta aðalpersón-
unnar fyrir því að leita að rótum sín-
um til að ná fótfestu. Það birtist í
ríkulegu innra lífi Sigþrúðar og list-
rænu, barnslegu ímyndunarafli sem
hún heldur alltaf í og leitar skjóls í
þegar á bjátar. Við erum því annars
vegar með hverdagslegan og nötur-
legan veruleika og hins vegar flótta
inn í drauminn og fantasíuna um það
sem hefði getað orðið,“ segir Stefán
og tekur fram að hann hafi fljótt vit-
að að hann vildi fá Egil Sæbjörnsson
með sér í lið. Egill hannar bæði leik-
mynd og myndbönd sýningarinnar
sem eru gagnvirk og bjóða upp á
samspil við leikarann.
Egill og Sóley eru dúr og moll
„Ég hef lengi dáðst að Agli sem
myndlistarmanni og sá strax fyrir
mér að hann gæti myndgert innra líf
Sigþrúðar. Það býr ákveðinn galdur í
list Egils sem hentar þessum efnivið
vel,“ segir Stefán og rifjar upp að
hann hafi í framhaldinu leitað til Sól-
eyjar Stefánsdóttur um að semja
tónlist og hljóðmynd verksins. „Þeg-
ar ég tek að mér leikstjórnarverkefni
skoða ég alltaf fyrst þær myndir sem
kvikna í huga mér og síðan það sem
ég heyri fyrir mér. Ég hef í gegnum
tíðina oft valið tónlistarfólk til sam-
starfs sem hefur ekki endilega
reynslu úr leikhúsi, enda finnst mér
mikilvægara að tónninn sé réttur.
Þennan tón fann ég hjá Sóleyju, sem
hefur samið stórkostlega tónlist fyrir
þetta verk þar sem hún leikur á fín-
ustu strengi sálarinnar. Egill og Sól-
ey verða þannig eins og dúr og moll,
sem spilar einstaklega fallega saman
í sýningunni.“
Aðspurður segir Stefán að fljótt
hafi legið fyrir að Sigrún Edda yrði
sú rétta fyrir hlutverk Sigþrúðar.
Svo ótrúlega skemmtilega vill til að
um er að ræða fyrsta einleik Sig-
rúnar Eddu á ríflega 40 ára leikferli
hennar. „Hún hellti sér algjörlega út
í djúpu laugina og tók virkan þátt í
þróun leikgerðarinnar. Við höfum átt
í frábæru samstarfi,“ segir Stefán og
bendir á að þau Sigrún Edda hafi
þekkst í áratugi. „Enda erum við
bæði leikhúsbörn og höfum leikið
saman í gegnum tíðina,“ segir Stefán
og rifjar upp að Sigrún Edda hafi
leikið Blanche í Sporvagninum girnd
eftir Tennessee Williams sem var
fyrsta stóra leikstjórnarverkefni
Stefáns í Borgarleikhúsinu 2003.
„Það er áhugavert að bera saman
Blanche og Sigþrúði, því í ákveðnum
skilningi eru þær utangarðs-
manneskjur og tragískar hetjur.
Þær flýja báðar inn í draumaheim og
fantasíu til að lifa af. Í tilfelli Blanche
er hún líka fíkill sem brennur upp í
sínum draumi, meðan það má leiða
líkur að því að Sigþrúður nái sínu
markmiði. Hún er heilsteypt og vinn-
ur markvisst að því að leita uppi sín-
ar rætur og tekst það,“ segir Stefán
og áréttar að endir sögunnar sé
opinn til túlkunar.
Stefán fer ekki dult með það
hversu krefjandi það sé að leika ein-
leik á sviði. „En leikmyndin, leik-
munir og tónlistin verða mikilvægir
og sterkir mótleikarar á sviðinu sem
Sissa bæði fóðrar og nærist af,“ segir
Stefán og tekur fram að Sigrún Edda
geri miklar kröfur til hans sem leik-
stjóra. „Að sama skapi gerir hún
miklar kröfur til sjálfrar sín. Sissa er
mjög tæknileg leikkona og hefur ríka
fullkomunaráráttu auk þess sem hún
er meyja eins og ég. Þannig að ég get
skilið hvaðan hún er að koma og
hvernig hún vinnur. Við viljum bæði
gera vel og höfum mæst í mjög
fallegum dansi sem byggist fyrst og
fremst á trausti. Þetta er því búið að
vera ótrúlega gefandi tilraunastofa í
leit að jafnvægi milli draums og
veruleika,“ segir Stefán að lokum.
Ljósmynd/Grímur Bjarnason
Kaffi „Að sama skapi gerir hún miklar kröfur til sjálfrar sín,“ segir Stefán Jónsson um Sigrúnu Eddu Björnsdóttur.
Saga Sigþrúðar heillaði strax
- Sýningin Á eigin vegum frumsýnd í Borgarleikhúsinu í kvöld - Fyrsti einleikur Sigrúnar Eddu
Björnsdóttur á 40 ára leikferli - „Við höfum átt í frábæru samstarfi,“ segir Stefán Jónsson leikstjóri
Stefán Jónsson
Kerfið er titill nýrrar sýningar Elv-
ars Arnar Kjartanssonar í Grófarsal
Ljósmyndasafns Reykjavíkur sem
opnuð verður í dag. Á sýningunni
leitast hann við að draga upp á yfir-
borðið hið ósýnilega kerfi sem ligg-
ur að baki nútímaþægindum og við
tökum sem sjálfsögðum hlut, eins og
segir í tilkynningu. Frá árinu 2016
hefur Elvar Örn unnið að umfangs-
miklu ljósmyndaverkefni þar sem
hann hefur heimsótt fyrirtæki og
stofnanir á Íslandi og myndað þar
ýmis rými. Í tilkynningu segir að um
sé að ræða stórt og flókið kerfi sem
samanstandi af mannvirkjum, stofn-
unum og þjónustufyrirtækjum og
óteljandi hlutum sem eru innviðir
þess. Hvert og eitt þeirra þjóni sín-
um sérstaka tilgangi og sjái til þess
að þjóðfélagið gangi sinn vanagang
frá degi til dags. Það sé ekki fyrr en
rafmagnið fari af eða netsambandið
virki ekki að við finnum fyrir því en
einkum þegar farið sé í verkfall í
heilu atvinnugreinunum, segir í til-
kynningu. Elvar hefur haft ljós-
myndun að aðalstarfi sl. 15 ár og
hafa verk hans þróast í áttina að
abstraktmyndlist.
Elvar býður í listamannsspjall á
morgun, sunnudag, kl. 14.
Ósýnilegt kerfi að
baki þægindum
Skjalasafn Ein ljósmynda Elvars Arnar.
Tónleikar til heiðurs Ellu Fitzgerald, einni mestu djass-
söngkonu allra tíma, verða haldnir í kvöld kl. 20 í Saln-
um í Kópavogi. Um þá segir í tilkynningu að vegna mik-
illar eftirspurnar ætli djasssöngkonurnar Kristjana
Stefánsdóttir, Guðlaug Dröfn, Rebekka Blöndal, Ragn-
heiður Gröndal og Sigrún Erla að efna aftur til tónleika í
Salnum til heiðurs Fitzgerald. Hafa slíkir tónleikar því
verið haldnir áður.
Með söngkonunum leikur kvartett Karls Olgeirssonar
og kynnir verður Guðrún Gunnarsdóttir. Kvartett Karls
skipa Karl Olgeirsson á píanó, Ásgeir Ásgeirsson á gít-
ar, Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Magnús Trygvason Eliassen á
trommur.
Miðasala fer fram á salurinn.is og tix.is.
Heiðra Ellu Fitzgerald í Salnum
Ella Fitzgerald