Morgunblaðið - 17.09.2022, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2022
ÁR
1921-2021
Í Y
KKA
R ÞJÓNUSTU
10%
afsláttur
fyrir 67 ára
og eldri
ELTAK sérhæfir sig
í sölu og þjónustu
á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
17. september 2022
Gjaldmiðill Gengi
Dollari 138.81
Sterlingspund 159.55
Kanadadalur 105.3
Dönsk króna 18.651
Norsk króna 13.705
Sænsk króna 12.975
Svissn. franki 144.9
Japanskt jen 0.967
SDR 179.92
Evra 138.7
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 176.1076
« Hagnaður AKSO ehf. nam á síðasta
ári rúmlega 1,8 milljörðum króna, og nær
tvöfaldaðist á milli ára. Þá námu tekjur
félagsins í fyrra um 17,4 milljörðum
króna og hækkuðu um rúma 2,6 millj-
arða króna á milli ára. Hagnaður fyrir
tekjuskatt nam tæpum 2,4 milljörðum
króna en félagið greiddi á síðasta ári um
540 milljónir króna í tekjuskatt.
Hjónin Bogi Þór Siguroddsson og
Linda Björk Ólafsdóttir eru eigendur
AKSO ehf. en félagið á dótturfélagið Fag-
kaup ehf. sem á síðan KH vinnuföt og
Varma og vélarverk. Hjá samstæðunni
störfuðu um 200 manns í fyrra.
Tekjur AKSO hafa aukist jafnt og þétt
á liðnum árum og nær tvöfaldast á fimm
ára tímabili. Eigið fé félagsins var í lok
síðasta árs 5,2 milljarðar króna. Bogi Þór
og Linda Björk hafa á liðnum árum orðið
umsvifamikil í íslensku viðskiptalífi með
góðum árangri í fjárfestingum og rekstri.
Hagnaður AKSO ehf. nær
tvöfaldast á milli ára
STUTT
býli í sér mörg tækifæri. Þetta eru
dæmi um þá uppbyggingu og þau
verkefni sem við hyggjumst ráðast í
á næstu árum.“
Aðspurður um kostnað segir
Schulenburg að stefnt sé að því að
fjárfesting félagsins í fyrrnefndri
uppbyggingu muni á næstu fimm
árum nema um 30 milljörðum króna.
Vilja ný viðskiptasambönd
Schulenburg segir að samhliða
þessu verði lögð áhersla á að mynda
ný viðskiptasambönd við önnur félög
en Símann eingöngu.
„Það er alveg ljóst að sem dóttur-
félag Símans höfðu Síminn og Míla
sameiginlega hagsmuni og eðli máls-
ins samkvæmt var Síminn helsti
kaupandinn að þjónustu Mílu,“ segir
Schulenburg.
„Nú verður Míla sjálfstætt félag
og hefur hagsmuni af því að laða til
sín fleiri viðskiptavini. Nú breytast
þjónustuhættirnir og við viljum ræða
við önnur fjarskiptafélög, til dæmis
Vodafone og Nova, um viðskipti. Það
er eðlilegt að það ríki lifandi sam-
keppni á þessum markaði, samhliða
því sem íbúar út um allt land hafi að-
gang að öruggum og góðum fjar-
skiptatengingum.“
Mikilvæg aðkoma lífeyrissjóða
Það hafa ýmsir sett fyrirvara á
erlenda fjárfestingu í fjarskipta-
kerfinu hér á landi. Spurður nánar
um það segist Schulenburg hafa
skilning á því og að hann geri sér
grein fyrir því að um viðkvæmt mál
geti verið að ræða.
„Sumt af þessu eru eðlileg við-
brögð við aðkomu erlendra aðila og
við þekkjum þetta frá þeim svæðum
sem við höfum áður fjárfest í fjar-
skiptainnviðum,“ segir Schulenburg.
Þar vísar hann til þess að Ardian hef-
ur meðal annars fjárfest í sambæri-
legum innviðum í Þýskalandi, á Ítal-
íu, í Bandaríkjunum og á Spáni. Eins
FRÉTTASKÝRING
Gísli Freyr Valdórsson
gislifreyr@mbl.is
Nú hefst það sem kalla má vinna við
uppbyggingu Mílu sem sjálfstæðrar
einingar, öflugri fjarskiptainnviða og
myndun viðskiptasambanda við fjöl-
breytta flóru fjarskiptafyrirtækja.
Þetta segir Daniel von der
Schulenburg, framkvæmdastjóri og
yfirmaður Ardian
Infrastructure, í
samtali við Morg-
unblaðið.
Eins og fram
hefur komið
gengu kaup Ardi-
an á Mílu, dóttur-
félagi Símans, í
gegn í gær,
fimmtudag, eftir
að Ardian náði
samkomulagi við
Samkeppniseftirlitið – sem eftir sjö
mánaða yfirferð samþykkti kaupin.
Eins og Morgunblaðið greindi frá í
gær hefur kaupverðið til Símans þó
lækkað um 8,5 milljarða frá því að
fyrst var tilkynnt um söluna fyrir
tæpum 11 mánuðum. Heildarvirði
viðskiptanna er nú 69,5 milljarðar
króna.
„Þetta er vissulega búið að vera
langt ferli en við erum fegin að ljúka
því í sátt við alla hluteigandi,“ segir
Schulenburg í samtali við blaðið.
„Nú getum við einbeitt okkur að
frekari uppbyggingu á Íslandi, eins
og við höfum stefnt að frá upphafi.
Við viljum hraða fjárfestingar-
verkefnum Mílu og munum í senn
leggja áherslu á að byggja upp 5G-
farsímakerfi um allt land og að
leggja ljósleiðara á landsbyggðinni.
Við teljum að 5G-farsímakerfið muni
ná yfir 90% landsins innan fimm ára
og þá felur lagning ljósleiðara í dreif-
og greint var frá, í úttekt í
ViðskiptaMogganum 24. ágúst sl.,
fjárfestir Ardian í fjölbreyttum
innviðum, svo sem flugvöllum og
vegum, í orkuverkefnum og öðrum
samfélagsverkefnum. Félagið átti
meðal annars stóran hlut í Luton-
flugvelli í Lundúnum, á nú hlut í
orkufélögum í Noregi og Svíþjóð og
undirbýr byggingu spítala á Ítalíu
svo tekin séu dæmi.
„Við höfum komið inn í verkefni
með bæði fjármagn og reynslu og ég
get með nokkuri vissu haldið því
fram að orðspor okkar sé gott þegar
kemur að rekstri fjölbreyttra inn-
viða,“ segir Schulenburg.
„Hvað búnaðinn varðar þá er um
staðbundna innviði að ræða. Með
öðrum orðum þá verða þeir ekki svo
auðveldlega teknir úr landi. Þar fyr-
ir utan höfum við hagsmuni af því að
byggja upp kerfið á Íslandi og
tryggja okkur viðskipti til lengri
tíma. Meðal annars af þeirri ástæðu
höfum við fengið lífeyrissjóðina til
samstarfs við okkur.“
Rétt er að geta þess að frá upphafi
söluferlisins var lagt var upp með að
lífeyrissjóðirnir gætu, með beinum
fjárfestingum eða í gegnum fjárfest-
ingarsjóði, eignast 20 prósenta hlut
á sömu kjörum og Ardian, sem færi
þá á móti með 80 prósenta eignar-
hlut í fyrirtækinu. Undirtektir sjóð-
anna voru góðar enda fellur starf-
semi Mílu vel að fjárfestingastefnu
þeirra.
„Við lítum á það sem jákvætt og
mikilvægt skref að fá lífeyrissjóði í
samstarf. Það hefur gefið góða raun í
þeim ríkjum þar sem við höfum fjár-
fest í innviðum,“ segir Schulenburg.
Gögn ekki í vörslu Mílu
Hvað öryggismál varðar, þá sér-
staklega gagnaöryggi, minnir Schul-
enburg á að ríkisstjórnin hafi, í kjöl-
far þess að tilkynnt var um kaupin sl.
haust, hugað að þeim áhrifum sem
kaupin á Mílu hefðu á þjóðaröryggi.
Um miðjan desember undirritaði
Míla samning við ríkið um um kvaðir
vegna þjóðhagslega mikilvægra fjar-
skiptaneta Mílu.
„Við áttum góð samskipti við ríkis-
stjórnina og það var sameiginlegur
skilningur okkar að huga þyrfti vel
að öryggismálum. Við höfum líka
reynslu af þessu atriði, þar sem sam-
bærileg mál komu til athugunar
þegar við fjárfestum í Inwit á Ítalíu,“
segir Schulenburg.
Þá nefnir hann að fyrra bragði að
mikilvægt sé að huga að því að fjar-
skiptagögn séu í höndum fjarskipta-
félaga en ekki fyrirtækja á borð við
Mílu, sem aðeins útvegar búnað til að
flytja gögnin.
„Það hafa komið upp áhyggjur
víða á Vesturlöndum af þeim búnaði
sem er notaður. Ardian notar
eingöngu tæknibúnað frá sænska
framleiðandanum Ericsson og við
munum halda því áfram. Þannig að
ef fólk vill tryggja öryggi sitt þá
hefur það hagsmuni af því að færa
viðskiptin til Mílu,“ segir hann.
Tengingar mættu vera betri
Aðspurður um það hvort félagið
hyggist leggja nýjan fjarskipta--
sæstreng til Íslands segir Schulen-
burg að ekki sé stefnt að því í fyrir-
sjáanlegri framtíð. Hann útilokar þó
ekki að það verði skoðað.
„Það er mikilvægt að tengingar
séu góðar og alþjóðlegar fjarskipta-
tengingar Íslands við umheiminn
gætu verið betri,“ segir hann.
„Það má líta á þetta í víðara sam-
hengi, því aðstæður fyrir gagnaver
eru með besta móti á Íslandi, til
dæmis með tilliti til veðurfars og
aðgengis að orku. Ef fólk vill byggja
frekar upp þann iðnað, þá þarf að
huga betur að tengingum við um-
heiminn.“
Ætla að hraða uppbyggingu innviða
- Nýr eigandi Mílu hyggst fjárfesta fyrir 30 milljarða króna í fjarskiptainnviðum á næstu fimm árum
- Hafa reynslu af fjárfestingum og rekstri innviða frá öðrum ríkjum - Aðkoma lífeyrissjóða mikilvæg
Daniel von der
Schulenburg.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Gemsar Stefnt er að því að 5G-kerfið nái yfir 90% landsins eftir fimm ár.