Morgunblaðið - 17.09.2022, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.09.2022, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2022 Lífið er daglega lífið. Þessi hugsun leitar á mig þar sem ég skrifa hinstu kveðju til Ingvars afa míns. Ingvar afi skipaði risastóran sess í mínu lífi. Meðan Ólöf amma og Ingvar afi bjuggu á Akureyri og við mamma í Reykjavík var hápunktur tilver- unnar að fara norður og dvelja hjá þeim. Þangað dreymdi mig um að flytja. Til þess þurfti þó ekki að koma því þegar ég var sex ára fluttu amma og afi til Reykjavík- ur. Frá þeim tíma varð samvera með þeim jafn hversdagsleg og að mæta í skólann. Fram yfir út- skrift úr háskóla hitti ég þau oft í viku og á hátíðum var ég auðvit- að með þeim líka. Mest var ég með afa. Við fór- um í búðina, þvoðum bílinn, för- um í göngutúr í fjörunni úti á Nesi, skutluðum mömmu, Ingu eða Siggu, heimsóttum Fanný langömmu á Hrafnistu og fleira álíka. Stundum þurfti afi að gera eitthvað fyrir sig: Fara niður á Alþingi, upp á ritstjórn Tímans Ingvar Gíslason ✝ Ingvar Gísla- son fæddist 8. mars 1926. Hann lést 17. ágúst 2022. Útför Ingvars fór fram 31. ágúst 2022. eða skutlast með bréf. Við áttum líka okkar árlegu föstu liði eins og að kaupa jólatré í Blómavali með ömmu og keyra út pakka á aðfangadag. Sam- hliða öllu þessu snatti vorum við afi að spjalla. Ég man ekki til þess að okk- ur hafi nokkurn tíma skort umræðuefni. Ferðir okkar hófust iðulega á því að afi hringdi og sagði for- málalaust: „Embla, ég er að leggja af stað.“ Oft kom ekki fram hvað stæði til en ég hlakk- aði alltaf til að hitta hann og lagði hiklaust frá mér það sem ég var að gera (oft heimavinnu). Á sunnudögum eldaði amma lambalæri með öllu tilheyrandi. Í þá máltíð lét ég mig ekki vanta. Það er skjalfest því að í útskrift- arbókinni minni úr menntó má finna setninguna: „Og sunnudag- ar eru aldrei fullkomnir án þess að fara í mat til ömmu og afa.“ Svo satt! Börnin mín hafa notið þeirrar gæfu að kynnast Ingvari langafa sínum. Hjá þeim standa upp úr ljúfar minningar um aðfanga- dagskvöld með honum. Ég kveð þig elsku afi minn. Takk fyrir yndislega samveru í gegnum lífið. Embla. ✝ Regína Geirs- dóttir fæddist í Sandgerði 4. sept- ember 1954. Hún lést á Landspít- alanum við Hring- braut 23. ágúst 2022. Foreldrar henn- ar eru Geir Sigur- líni Geirmundsson frá Fljótavík, f. 25. maí 1932, og Þóra Sigríður Sigfúsdóttir frá Hvammi í Þistilfirði, f. 13. des- ember 1931, d. 11. apríl 2018. Regína var elst fjögurra systra. Hinar eru Hrafnhildur, f. 1956, Sæunn, f. 1960, og Guð- rún, f. 1964. Regína giftist árið 1975 Hauki Georgssyni frá Sunnu- hlíð í Vopnafirði, f. 23. október 1952. Foreldrar hans voru Georg Jósefsson frá Síreks- stöðum í Vopnafirði, f. 22. ágúst 1919, d. 28. mars 1989, og Svanbjörg Andrea Halldórs- dóttir frá Vindheimi í Norð- firði, f. 12. júlí 1923, d. 20. febrúar 1991. Börn Hauks og Regínu eru: Geirmundur Júl- íusson, f. 1975, kvæntur Selmu Dögg Víglunds- dóttur, f. 1975. Börn þeirra eru Elín Hrefna, f. 1995, Tanja, f. 1997, og Hlynur Freyr, f. 2004. Sigurþóra, f. 1978, gift Jóni Magnúsi Sigurðarsyni, f. 1977. Börn þeirra eru Styrmir, f. 2011, og Arndís Þóra, f. 2011. Fyrir átti Haukur soninn Sigurjón Hauk, f. 1971, sem uppalinn var frá unga aldri á heimili þeirra hjóna. Sigurjón er kvæntur Guðrúnu Önnu Guðnadóttur, f. 1972. Börn þeirra eru Guðni Þór, f. 1994, Haukur, f. 2001, og Valdimar Orri, f. 2007. Útför Regínu fer fram frá Vopnafjarðarkirkju í dag, 17. september 2022, og hefst at- höfnin klukkan 13. Elsku Regína mín. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur, þó látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur. Og ég, þó látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Höf. ók.) Þinn pabbi. Elsku systir. Þá er komið að kveðjustund mín kæra. Ég sit hér að rifja upp tímann okkar saman og er ég þakklát fyrir sambandið sem við áttum. Í gamla daga, þegar við Palli bjuggum á Húsavík, kom ég oft með krakkana í heimsókn til þín í sveitina og við áttum notalegar stundir saman. Einnig eru mér kær öll skype-samtölin þar sem við töluðum um allt milli himins og jarðar, ferðalögin sem við systur fórum saman þar sem við rifjuðum upp gamla tíma og hlógum og dönsuðum. Það var erfitt að horfa upp á þig svona veika síðustu mánuði og ég trúi því varla enn að þú hafir kvatt okkur. Elsku systir, mikið á ég eftir að sakna samtalanna okkar og samveru. Ég veit að mamma hefur tekið vel á móti þér. Takk fyrir allt. Þín systir, Sæunn. Elsku systir, stóra systir mín, er dáin. Ég berst við tárin þegar ég hugsa til þín. Þær voru erfiðar fréttirnar sem þú sagðir okkur í vor, og ég dáist að þér að hafa getað talað um veikindin án þess að bogna. Sagðir bara: „Svona er þetta.“ Er svo þakklát fyrir að hafa getað átt sumarið með þér og áttum við góðar stundir saman. Með gleði, en mikilli sorg í hjarta, gat ég kvatt þig með kossi. Margs er að minnast. Margs er að sakna. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Þín litla systir, Guðrún. Ég hef þekkt Regínu alla mína ævi. Ég kom mjög oft upp í Sunnuhlíð til hennar, Hauks frænda og krakkanna, bæði með fjölskyldu minni og ein til að fá að vera við sauð- burð eða heyskap, það var svo notalegt að koma þangað í sveitina, alltaf sýndi Regína manni áhuga og spjallaði við mann, spurði út í vinina, skól- ann og lífið almennt, í seinni tíð dáðist ég að því hvað hún átti auðvelt með að spjalla við alla, alveg sama á hvaða aldri fólk var, börn, konur, kallar og gamalmenni. Ég var svo heppin að fá að vinna með Regínu í eldhúsinu í Sundabúð, þar lærði ég margt af henni sem átti eftir að nýt- ast mér vel síðar í vinnu. Elsku Regína. Ég þakka þér fyrir alla þína góðvild og vináttu í gegnum líf- ið. Ég bið að heilsa Svönu ömmu, Georg afa og Bjössa frænda þegar þú hittir þau. Ég votta Hauk frænda, Nonna og Guðrúnu, Munda og Selmu, Sigurþóru og Jóni og börnum mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Svanhildur (Svana). Regína Geirsdóttir Kæra Hulda og fjölskylda, innileg samúðarkveðja til ykkar allra. Við höfum ekki haft fyrir sið að hittast alla daga. Þess vegna vitum við minna um hvað er að gerast hjá fjölskyldum okkar en ég vissi samt að Alli frændi væri veikur. Þótt það væri mikill skyldleiki á milli okkar, þá fengum við ekki allar fréttir strax. En svo kemur alvaldið og tekur öll völd. Ég man hvað Kristín (mamma Alla) og mamma mín (hún Ása) Aðalsteinn Grímsson ✝ Aðalsteinn Grímsson fæddist 7. júlí 1941. Hann lést 26. ágúst 2022. Útför fór fram 5. september 2022. voru duglegar að halda sambandi hvor við aðra en nú eru þær báðar horfnar yfir í sumarlandið. Þar endum við öll. Ég vildi óska að ég hefði verið duglegri að rækta sambandið á milli okkar allra. Eg er búin að slást við Covid, örugglega ekki ein um það. En nú hefur þú, kæri frændi, fengið frið frá öllu lífsins amstri. Hvíl þú í friði kæri frændi. Þú færð örugglega nóg að gera í sum- arlandinu. Hulda mín, vonandi gengur þér og þínu fólki vel á þessum erfiðu tímum. Ykkar einlæg, Kolbrún Jónsdóttir (Mosó). Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRN SKAFTI BJÖRNSSON, Nýbýlavegi 96, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 1. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Sóltúns fyrir hlýhug og góða umönnun. Elín Halldórsdóttir Brynja Björnsdóttir Kolbrún Isebarn Björnsdóttir Róbert Viðar Pétursson Hreiðar Þór Björnsson Inga Sigrún Þórarinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRN SIGURBJÖRNSSON, Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, lést á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða laugardaginn 10. september. Útför hans fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 20. september klukkan 13. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hjúkrunar- og dvalarheimilisins Höfða fyrir hlýja og góða umönnun. Streymt verður frá athöfninni á vef Akraneskirkju, www.akraneskirkja.is. Hlekk á streymi má einnig nálgast á mbl.is/andlat. Sigurbjörn Björnsson Soffía Ómarsdóttir Sigríður Björnsdóttir Lárus Heiðarsson Guðríður Björnsdóttir afabörnin og langafabörnin Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LILJA GÍSLADÓTTIR, lést á líknardeild Landspítalans laugardaginn 10. september. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 21. september klukkan 13. Tómas G. Guðjónsson Hjalti Gíslason Kristín Maggý Erlingsdóttir Sólrún Edda Tómasdóttir Daníel Vincent Antonsson Kristjana A. Tómasdóttir Margrét Lilja Hjaltadóttir Daníel Erik Hjaltason Sigurjón Tómas Hjaltason Hólmfríður M. Hákonardóttir Elísabet M. Hákonardóttir Tómas Gutti Hákonarson Natalía Sól Daníelsdóttir Sara Dís Daníelsdóttir og langömmubörn Ástkær eiginkona mín, mamma okkar, tengdamamma, amma og langamma, MARGRÉT JAKOBÍNA ÓLAFSDÓTTIR, Miðholti 13, Mosfellsbæ, sem lést föstudaginn 26. ágúst, verður jarðsungin frá Lágafellskirkju í Mosfellsbæ fimmtudaginn 22. september klukkan 15. Streymt verður frá útförinni. Einnig má nálgast hlekk á steymi á mbl.is/andlat Hinrik Tom Pálmason Ólafur Einar Júlíusson Ásta Ellen Eiríksdóttir Ingibjörg Júlíusdóttir Albert Guðmundsson Ragnar Heiðar Júlíusson Margrét Júlía Júlíusdóttir Eðvarð Sigurður Halldórsson Tryggvi Þór Júlíusson Tinna Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og bróðir, RÚNAR MAGNÚSSON, Ljómatúni 11, Akureyri, lést 7. september. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 23. september klukkan 13. Krista Björg Sunnudóttir Sigurður Helgi Friðnýjarson Eva Rós Rúnarsdóttir Maren Ósk Rúnarsdóttir Árni Eyfjörð Friðriksson Erna Magnúsdóttir Eva Bryndís Magnúsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GRÓA SIGFÚSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur, Núpalind 8, Kópavogi, andaðist fimmtudaginn 15. september. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 22. september klukkan 11. Brynhildur Sigmarsdóttir Bragi Sveinsson Halla Sigmarsdóttir barnabörn, tengdabörn og barnabarnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, KR. ÓMAR HERBERTSSON, Krossmóum 5, Reykjanesbæ, lést á Landspítalanum í Fossvogi föstudaginn 9. september. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 22. september klukkan 13. Margrét Hermannsdóttir Þorbjörn Gísli Ómarsson Sanja Bek Björn Jónatan Ómarsson Erla Maren Gísladóttir Birkir Steinn Ómarsson Margrét Björg Ómarsdóttir Bjarki Ólafsson Friðbjörn Rósinkar Anja Kokoschka Inga Hulda Bragi Freyr Aron Gísli Helena Tómasdóttir og barnabörn Sálm. 16.1-2 biblian.is Varðveit mig, Guð, því að hjá þér leita ég hælis. Ég segi við Drottin: „Þú ert Drottinn minn, ég á engin gæði nema þig.”

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.