Morgunblaðið - 17.09.2022, Blaðsíða 39
MENNING 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2022
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
empire moviefreak.com
Indie wire
FRÁBÆR GAMANMYND
“ALADDIN FOR ADULTS” “A DIFFERENT KIND OF BLOCKBUSTER”
“A GLORIOUS ONE-OF-A-KIND CREATION”
EKKI MISSA AF ÞESSARI Í BÍÓ
R
egína (2001) eftir Maríu
Sigurðardóttur hefur
gjarnan verið skilgreind
sem fyrsta íslenska
dans- og söngvamyndin en síðan
þá hefur enginn íslenskur leik-
stjóri þorað að reyna við kvik-
myndagreinina fyrr en nú.
Dans- og söngvamyndin Abba-
babb! er fyrsta kvikmynd Nönnu
Kristínar í fullri lengd en hún á að
baki glæstan feril sem leikkona og
handritshöfundur og hefur leik-
stýrt bæði sjónvarpsþáttum og
stuttmyndum. Nanna leikstýrði
tveimur nýlegum íslenskum
sjónvarpsþáttaseríum, Ráðherran-
um (2020) og Pabbahelgum (2019),
sem hún hlaut mikið og verð-
skuldað lof fyrir.
Abbababb! er byggð á
samnefndum söngleik sem aftur
var byggður á hljómplötu Dr.
Gunna með sama nafni. Söngleik-
urinn var sýndur í Hafnarfjarðar-
leikhúsinu árið 2007 og hlaut
Grímuverðlaunin sama ár fyrir
bestu barnasýninguna.
Abbababb! er dans- og söngva-
mynd fyrir alla fjölskylduna og
segir frá þremur vinum sem sam-
an mynda hljómsveitina Rauðu
hauskúpuna, þeim Aroni (Óttar
Kjerulf Þorvarðarson), Hönnu
(Ísabella Jónatansdóttir) og Óla
(Vilhjálmur Árni Sigurðsson), sem
takast saman á við dularfullt mál.
Kvikmyndin fer öll fram í skól-
anum þeirra og gerist á einum
degi. Vinirnir komast að því að
einhver í skólanum ætli sér að
leggja skólann í rúst og eyðileggja
þannig fyrir nemendum lokaballið
sem halda á um kvöldið þar sem
Rauða hauskúpan á að spila. Þau
hafa tólf klukkustundir til að finna
út úr því hvert illmennið er og
koma þannig í veg fyrir þessi ljótu
áform en enski titill myndarinnar
er einmitt 12 Hours to Destruction
eða 12 klukkustundir til eyðilegg-
ingar. Aðalgagnrýni dans- og
söngvamynda hefur beinst að
tengslum greinarinnar við hið
óraunverulega eða ímyndaða og
ofurárherslu hennar á paranir og
tónlist í stað söguframvindu. Þessi
gagnrýni á kvikmyndagreinina á
mjög vel við um Abbababb! Sögu-
þráðurinn er frekar ómerkilegur
en þess í stað er lögð áhersla á að
skapa töfraheim sem gerist í skóla
á níunda áratugnum. Það er
greinilegt að mikið var lagt í bún-
ingana (Tanja Huld Levý Guð-
mundsdóttir) og leikmyndina (Sig-
ríður Björnsdóttir). Nanna Kristín
skrúfar allt í botn til þess að skapa
þessa töfrandi myndheild kvik-
myndarinnar en markmið myndar-
innar er eflaust að svara þrám
áhorfenda til þess að flýja raun-
veruleikann.
Eitt atriði í myndinni stendur
upp úr en það sýnir m.a. áhrifa-
mátt búninga í kvikmyndum en
það er atriðið í sundlauginni. Þar
standa nokkrir litlir drengir við
bakkann með sundhettur og upp-
blásinn björgunarhring. Litli pönk-
arinn í hópnum getur ekki verið
eins og restin, hann fær því dökk-
an björgunarhring og leðurhúfu.
Söngvamyndir má ekki greina
eins og aðrar kvikmyndir því í
greininni er verið að vinna með
aðrar frásagnarleiðir eins og t.d.
paranir eða hliðstæður. Tökutækn-
inni er ætlað að mynda paranir
með því að sýna þessar andstæður
hlið við hlið að gera sömu hlutina
eða í sama rýminu sem neyðir
áhorfandann til þess að bera þess-
ar andstæðu persónur, yfirleitt
sína af hvoru kyni, saman. Mark-
miðið er að færa þessar andstæðu
persónur hvora nær annarri og
erkilausnin er svo ástarsamband. Í
Abbababb! er að finna frábært
dæmi um algjörar andstæður sem
ná saman í lokin, það eru Benni og
systa sjóræningi sem Jón Arnór
Pétursson og Vala Sigurðardóttir
Snædal leika með stæl en allir að-
alleikarar kvikmyndarinnar leysa
sín atriði vel. Benni er glimmer-
aður diskógæi en systa sjóræningi
er klædd öllu svörtu enda pönkari.
Undir lok myndarinnar ná and-
stæðurnar saman og sækja inn-
blástur hvor til annarrar í klæðn-
aði.
Þessi gríðarlega áhersla á mynd-
heildina er hins vegar á kostnað
söguframvindunnar, myndin er dá-
lítið sundurlaus og hrynjandin í
klippingunni klaufaleg. Kvikmynd-
in líkist þannig tónlistarmyndbandi
eða auglýsingu en þar er mynd-
heildin og tónlistin það eina sem
raunverulegu máli skiptir. Abba-
babb! er að því sögðu eins og sam-
ansafn af fallegum tónlistar-
myndböndum og auglýsingum.
Þetta kann að vera eitthvað sem
heillar börn og unglinga nútímans
enda mörg hver þrælvön og æfð í
að horfa á mörg stutt dans- og
söngvamyndbönd á TikTok og öðr-
um vefmiðlum.
Abbababb! er skemmtileg og
fyndin mynd fyrir börn jafnt sem
fullorðna og vinnur eflaust mörg
nostalgíustig hjá eldri áhorfendum
sem muna eftir þessu litríka tíma-
bili sem birtist á skjánum þó það
sé í aðeins ýktari mynd.
Töfrandi heimur söngvamynda
Í skólanum Abbababb! er „skemmtileg og fyndin mynd fyrir börn jafnt sem fullorðna“, að mati gagnrýnanda. Hér má sjá fjölda stúlkna í einu atriði.
Háskólabíó, Smárabíó, Laugar-
ásbíó og Sambíóin í Keflavík og
á Akureyri
Abbababb! bbbmn
Leikstjórn: Nanna Kristín Magnúsdóttir.
Handrit: Nanna Kristín Magnúsdóttir.
Aðalleikarar: Ísabella Jónatansdóttir,
Vilhjálmur Árni Sigurðsson, Óttar Kjer-
ulf Þorvarðarson, Jón Arnór Pétursson,
Eyþór Ingi Gunnlaugsson og Vala Sig-
urðardóttir Snædal.
Ísland, 2022. 86 mín.
JÓNA GRÉTA
HILMARSDÓTTIR
KVIKMYNDIR