Morgunblaðið - 17.09.2022, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.09.2022, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2022 Óvissunni hefur verið eytt og Ragnar Þór Ingólfsson, for- maður VR, hyggst bjóða sig fram til forseta Alþýðusambands Íslands (ASÍ) á þingi þess, sem fram fer 10.- 12. október. Fer vel á því í ljósi þess að hann var fremstur í broddi þeirra, sem knúðu Drífu Snæ- dal, fyrrv. forseta ASÍ, til afsagnar. - - - Glatt verður því á hjalla í verka- lýðshreyfingunni þarna í október og ljóst að Ragnar Þór mun hafa í mörgu að snúast. Ekki þó síður vegna þess að á miðju þinginu, hinn 11. október, verður tekið fyrir mál í Félagsdómi vegna uppsagnar Gabríels Benjamíns, trúnaðar- manns Eflingar. Hann var látinn fjúka í fyrirvaralausri fjöldaupp- sögn um leið og aðrir starfsmenn Eflingar, eftir endurkjör Sólveigar Önnu Jónsdóttur, sem þá greip til tafarlausra hreinsana. Sólveig Anna og Ragnar Þór hafa verið nánir bandamenn í baráttunni um verkalýðshreyfinguna. - - - Málareksturinn í Félagsdómi verður alger veisla, því starfsmenn skrifstofu Eflingar eru félagar í VR og því er það Ragnar Þór sem þurfti sér þvert um geð að láta höfða málið gegn vinkonu sinni í Eflingu. Og til þess að kóróna vit- leysuna, þá verður það ASÍ sem mun þar grípa til varna fyrir hönd Eflingar, svo viðbúið er að Ragnar Þór mæti sjálfum sér í réttarsal. - - - Hann hlýtur að leita ráðgjafar síns gamla skoðanabróður Más Guðmundssonar, fyrrv. seðla- bankastjóra og ritstjóra Neistans, sem hefur öðrum meiri reynslu af því að lögsækja sjálfan sig. Ragnar Þór Ingólfsson Byltingin fer út að borða STAKSTEINAR Sólveig Anna Jónsdóttir Prestsvígsla verður í Dómkirkjunni í Reykjavík næstkomandi sunnudag, 18. september, og hefst athöfnin klukkan 13:00. Þrjár konur verða þá vígðar til þjónustu á landsbyggðinni. Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, vígir guðfræðingana þrjá. Þær eru: Hafdís Davíðs- dóttir, sem vígist til Laufásprestakalls í Eyja- fjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi, Heiðrún Helga Bjarnadóttir Back, sem vígist til Borgar- prestakalls í Vesturlandsprófastsdæmi, og Helga Bragadóttir, sem vígist til Glerárpresta- kalls á Akureyri, í Eyjafjarðar- og Þingeyjar- prófastsdæmi. Vígsluvottar verða sr. Bragi J. Ingibergsson, sr. Hildur Björk Hörpudóttir, sr. Stefanía Guð- laug Steinsdóttir, sr. Þorbjörn Hlynur Árnason, prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi, og sr. Jón Ármann Gíslason, prófastur í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi, sem lýsir vígslu. Sr. Sveinn Valgeirsson dómkirkjuprestur þjónar fyrir altari. Athöfnin er öllum opin. Dómkirkjan í Reykjavík var vígð árið 1796. Hún er kirkja biskups Íslands, þar sem biskup vinnur flest embættisverk sín. sisi@mbl.is Til þjónustu á landsbyggðinni - Biskup Íslands vígir þrjár konur til starfa Morgunblaðið/Óttar Geirsson Vígsla Dómkirkjan er kirkja biskups Íslands. Alls hlutu 25 einkareknar fjölmiðla- veitur rekstrarstuðning fyrir árið 2022, alls tæplega 381 milljón, en greint var frá úthlutun í vikunni. Enn fremur kom fram að þremur umsókn- um hefði verið synjað þar sem þær uppfylltu ekki öll skilyrði fyrir rekstr- arstuðningi skv. 62. gr. g. laga um fjölmiðla nr. 38 frá 2011. Morgunblaðið sendi erindi til fjöl- miðlanefndar og spurðist fyrir um það um hvaða þrjú fyrirtæki væri að ræða. Fram kom í svari nefndarinnar að þetta væru Nordic Times Media ehf., sem gefur út landkynningarblöð, m.a. Land og sögu, Snasabrún ehf. sem rekur vefinn handbolti.is og Sag- aNet-Útvarp Saga ehf., sem rekur samnefnda útvarpsstöð og vef. Í 62. grein laganna, sem vísað er til, eru talin átta atriði sem eru skilyrði fyrir rekstrarstuðningi. M.a. skal fjöl- miðill vera skráður eða hafa leyfi til hljóð- eða myndmiðlunar. Fjölmiðill skal jafnframt hafa starfað með leyfi eða skráningu frá fjölmiðlanefnd óslitið í 12 mánuði eða lengur. Og á fjölmiðli skulu starfa a.m.k. þrír starfsmenn í fullu starfi við að afla og miðla efni, en einn starfsmaður hjá staðbundnum fjölmiðli. Prentmiðlar skulu koma út að lágmarki 20 sinnum á ári. Netmiðlar, hljóð- og myndmiðl- ar og aðrir sambærilegir miðlar skulu miðla nýju efni á virkum dögum í 20 vikur á ári. Samkvæmt ákvörðun úthlutunar- nefndar hlutu þrjár fjölmiðlaveitur hæstan rekstrarstuðning fyrir árið 2022, alls krónur 66.767.227 hvert. Þetta eru Árvakur hf, útgefandi Morgunblaðsins, Sýn hf., sem rekur m.a. Stöð 2, og Torg ehf., útgefandi Fréttablaðsins. Árið 2021 hlutu 19 fjölmiðlaveitur rekstrarstuðning en þá voru tæpar 389 milljónir til úthlutunar. Því voru styrkir til hvers fyrirtækis nokkru hærri í fyrra en í ár. sisi@mbl.is Þremur fjölmiðla- veitum var synjað - Uppfylltu ekki skilyrði fyrir stuðningi Morgunblaðið/Eggert Kosningasjónvarp Sýn hf. var eitt þeirra fyrirtækja sem fengu styrki. Garðatorg 7, 210 Garðabær | s. 625 0011 | naprapat.is Verkir í baki, hálsi, höfði, öxlum, hnjám, höndum og fótum? Naprapat meðhöndlar nánast allt sem við kemur stoðkerfinu 6 af hverjum 10 Svíum kjósa Naprapat framar öðrum meðhöndlunum Naprapat er ein árangursríkasta með- höndlunin á stoðkerfis vandamálum ef litið er til rannsókna Nánari upplýsingar á naprapat.is Tíma pantanir: info@naprapat.is Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.