Morgunblaðið - 17.09.2022, Blaðsíða 14
14 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2022
Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is
Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta
Sérhæfð þjónusta fyrir
Rótgróið fyrirtæki, starfrækt frá 1992
544 5151
tímapantanir
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
V
ið vissum svo sem ekkert
hvað við vorum að fara út í
þegar við ákváðum að
prófa að rækta grænmeti.
Við vorum svolítið blaut á bak við eyr-
un í vor, þegar við settum niður, en
þegar kom að uppskerunni þá urðum
við alveg hoppandi sæl. Þetta hefur
heldur betur slegið í gegn hér fyrir
norðan,“ segir Indíana Þórsteins-
dóttir, ungbóndi í Vallakoti í Þingeyj-
arsveit, um blómlega grænmetið sem
hún og fólkið hennar í Vallakoti rækt-
aði úti í sumar með gríðarlega góðum
árangri. Indíana ólst upp í Vallakoti.
Hún var tveggja ára þegar foreldrar
hennar tóku við búinu af ömmu henn-
ar og afa. Í Vallakoti búa núna þrjár
kynslóðir; foreldrar Indíönu, þau Jó-
hanna Magnea Stefánsdóttir og Þór-
steinn Rúnar Þórsteinsson, Indíana
og maður hennar, Ingólfur Örn Krist-
jánsson og dóttir þeirra, Vivian
Magnea. Arnþór bróðir Indíönu,
mágkonan Aldey Traustadóttir og
börnin þeirra, Liljar Þór, Amelía Rún
og Friðrik Tinni, búa á Húsavík.
„Við bróðir minn og okkar mak-
ar komum nýlega inn í rekstur for-
eldra okkar hér í Vallakoti og stefnan
er að við tökum alveg við þegar þau
hætta að vinna. Hér hefur verið
ferðaþjónusta undanfarin fimm ár.
Við erum með gistingu fyrir 14
manns og ætlum aðeins að stækka
það. Við ræktum grænmetið núna á
einum hektara en þar sem það gekk
svona vel og eftirspurnin mikil, þá
ætlum við á næsta ári að rækta græn-
meti á tveimur eða mögulega þremur
hekturum,“ segir Indíana og bætir
við að mest af grænmetinu þeirra fari
í verslanir á Akureyri en líka í Nettó
á Húsavík. Nokkrir veitingastaðir
kaupi einnig af þeim grænmeti. Þar
fyrir utan selji þau beint til fólks
heima á bænum.
Veðursældin í haust bjargaði
„Þessi útiræktun okkar gekk
ótrúlega vel. Við vorum ekki viss um
hversu mikið kæmi upp, af því að
sumarið hefur verið frekar lélegt hér
fyrir norðan. Hins vegar fengum við
fínt sumarveður í lok ágúst og það er
búið að vera dásamlegt núna í sept-
ember, sem hefur alveg bjargað okk-
ur. Við héldum að blómkálið ætlaði að
bregðast okkur en alvöruuppskeran
af því var ekki fyrr en núna í haust, í
september. Við ræktum mest af
blómkáli og spergilkáli, en við erum
líka með smá tilraunastarfsemi,
ræktum hvítkál, fjólublátt hnúðkál og
grænkál, bæði grænt og fjólublátt.
Svo er rauðrófuræktun eitt gæluverk-
efnið hjá okkur, sem kemur mjög vel
út, en rauðrófurnar seljum við til veit-
ingastaða.“
Indíana segir að mikill afskurður
falli til, sérstaklega af spergilkálinu,
sem vel sé hægt að nýta.
„Við seljum afskurð á veitinga-
staði, sem er frábært, því annars vær-
um við að henda fleiri hundruð kílóum
af mjög góðum mat. Fólk hefur líka
keypt afskurð beint af okkur hérna
heima, enda hentar hann vel í alls kon-
ar matargerð. Okkur finnst mjög mik-
ilvægt að sem minnst fari til spillis, því
okkur finnst fáránlegt að henda mat,“
segir Indíana og bætir við að þau noti
afskurðinn af blómkálinu til moltu-
gerðar. „Við setjum ýmislegt í molt-
una, gamalt hey og fleira, og búum
þannig til okkar eigin áburð. Í sumar
notuðum við í grænmetisræktuninni
meðal annars sem áburð mykju frá
kúnum sem foreldrar mínir voru með
þegar hér var kúabú, og líka tað sem
fellur til eftir kindurnar sem eru hér.“
Indíana segir að þau langi að
prófa að búa ýmislegt til úr afurð-
unum sínum. Ein tilraun sem þau ætla
að gera í vetur er að búa til súrkál úr
hvítkálinu.
„Við ætlum í framtíðinni að koma
okkur upp góðri aðstöðu hér heima til
hvers konar matvinnslu. Núna nýtum
við aðstöðu á Laugum sem er í aðeins
þriggja kílómetra fjarlægð frá bænum
okkar.“
Ferskleikinn skiptir öllu máli
Indíana segir að ekki standi til að
flytja grænmetið frá Norðurlandi,
enda sé umhverfisvænt að flytja það
um sem stystan veg.
„Við viljum helst að Norðlend-
ingar fái þetta allt, enda skortir oft
grænmeti hér fyrir norðan. Við keyr-
um sjálf grænmetið okkar í verslanir
á litlum rafmagnsbíl. Draumurinn er
þó að eignast rafmagnssendiferðabíl,
svo við þurfum ekki að fara tvær ferð-
ir til Akureyrar, af því það kemst ekki
allt fyrir í litla krúttlega bílnum okkar
í einni ferð,“ segir Indíana. Hún bætir
við að verslunarstjórinn hjá Bónus á
Akureyri hafi aldrei séð aðra eins
sölu í grænmetinu eins og eftir að
verslunin fór að kaupa af þeim í
Vallakoti.
„Allir halda að við séum með ein-
hver töfrabrögð, þess vegna sé græn-
metið okkar svona gómsætt, en þetta
snýst um ferskleikann. Við leggjum
mjög mikla áherslu á að koma græn-
metinu strax í verslanir og á veitinga-
staði eftir að við tökum það upp.
Bragðmunurinn er gríðarlegur á
grænmeti sem kemur nýskorið til
neytenda og á því sem hefur kannski
verið flogið með yfir hálfan hnöttinn.“
Útiræktað grænmeti slær í gegn
„Okkur finnst mjög mikilvægt að sem minnst fari til
spillis, því okkur finnst fáránlegt að henda mat,“ segir
Indíana Þórsteinsdóttir, ungbóndi í Vallakoti í Þing-
eyjarsveit, en unga fólkið þar hóf grænmetisrækt í ár.
Bjart „Við ræktum grænmetið núna í einum hektara en þar sem það gekk svona vel og eftirspurnin mikil, þá ætlum við á næsta ári að rækta grænmeti í tveimur eða mögulega þremur hekturum.“
Ungbændur Indíana og Ingólfur að störfum í grænmetisræktun sinni, ásamt dóttur sinni Vivian Magneu.
Gómsæti Aldey, mágkona Indíönu,
gæðir sér á gróskumiklu grænkáli.
Liljar Þór Sonur Arnþórs og Aldeyj-
ar hampar hér fjólubláu grænkáli.