Morgunblaðið - 17.09.2022, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.09.2022, Blaðsíða 36
36 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2022 Lengjudeild kvenna Tindastóll – FH ........................................ 2:2 Víkingur – Fjölnir .................................... 6:1 HK – Fjarðab./Höttur/Leiknir ............... 1:1 Fylkir – Grindavík.................................... 2:1 Haukar – Augnablik................................. 0:3 Lokastaðan: FH 18 12 6 0 46:9 42 Tindastóll 18 12 5 1 43:15 41 Víkingur R. 18 12 2 4 41:23 38 HK 18 10 4 4 31:17 34 Fjarð/Hött/Leik. 18 7 6 5 34:26 27 Fylkir 18 4 9 5 17:20 21 Grindavík 18 6 2 10 16:31 20 Augnablik 18 5 1 12 21:36 16 Haukar 18 2 2 14 14:47 8 Fjölnir 18 1 1 16 9:48 4 _ Tindastóll og FH leika í Bestu deildinni 2023 en Haukar og Fjölnir féllu í 2. deild. 3. deild karla Kári – Víðir ............................................... 4:0 Staðan: Dalvík/Reynir 21 15 1 5 52:29 46 Sindri 21 13 5 3 48:27 44 KFG 21 11 6 4 46:27 39 Víðir 22 10 5 7 41:32 35 Kári 22 10 4 8 38:34 34 KFS 21 10 2 9 40:51 32 Augnablik 21 8 6 7 34:30 30 Elliði 21 8 3 10 38:41 27 ÍH 21 7 2 12 38:46 23 Kormákur/Hvöt 21 6 2 13 32:46 20 Vængir Júpiters 21 5 2 14 30:52 17 KH 21 4 2 15 26:48 14 _ Dalvík/Reynir og Sindri leika í 2. deild 2023. KH fellur í 4. deild ásamt Vængjum Júpíters eða Kormáki/Hvöt. Einherji og Árbær hafa tryggt sér sæti í 3. deild. England Aston Villa – Southampton...................... 1:0 Nottingham Forest – Fulham................. 2:3 Þýskaland Eintracht Frankf. – Bayern München .. 0:0 - Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leik- inn með Bayern München. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdótt- ir eru meiddar. Ítalía Juventus – Roma...................................... 1:0 - Sara Björk Gunnarsdóttir lék allan leik- inn með Juventus. Salernitana – Lecce................................. 1:2 - Þórir Jóhann Helgason sat allan tímann á varamannabekk Lecce. Holland Utrecht – Nijmegen................................. 0:0 - Andri Fannar Baldursson kom inn á sem varamaður hjá Nijmegen á 82. mínútu. Ajax – Fortuna Sittard............................ 4:0 - Hildur Antonsdóttir lék allan leikinn með Fortuna Sittard. B-deild: Maastricht – Jong Ajax........................... 4:1 - Kristian Nökkvi Hlynsson lék fyrstu 81 mínútuna með Jong Ajax. Venlo – Jong PSV.................................... 1:1 - Kristófer Ingi Kristinsson kom inn á sem varamaður hjá Venlo á 63. mínútu. Pólland Piast Gliwice – Slask Wroclaw .............. 1:1 - Daníel Leó Grétarsson lék allan leikinn með Slask Wroclaw. Danmörk Horsens – Nordsjælland ......................... 1:0 - Aron Sigurðarson lék fyrstu 72 mínút- urnar með Horsens. Svíþjóð Rosengård – Kalmar ............................... 6:2 - Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn með Rosengård. Kristianstad – Hammarby...................... 3:1 - Amanda Andradóttir lék allan leikinn með Kristianstad og skoraði. Emelía Ósk- arsdóttir kom inn á á 42. mínútu og skoraði. Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar liðið. >;(//24)3;( KNATTSPYRNA Besta deild karla: Úlfarsárdalur: Fram – Keflavík............ L14 Hlíðarendi: Valur – KA .......................... L14 Garðabær: Stjarnan – FH ..................... L14 Akranes: ÍA – Leiknir R ........................ L14 Kópavogur: Breiðablik – ÍBV................ L14 Víkin: Víkingur R. – KR......................... L14 Besta deild kvenna: Hásteinsvöllur: ÍBV – Valur............. L16.15 Keflavík: Keflavík – Þór/KA .................. S14 Meistaravellir: KR – Selfoss.................. S14 Kópavogur: Breiðablik – Aftureld.... S19.15 _ Lokaumferðir í 1. deild karla, 2. deild karla og 3. deild karla ásamt úrslitaleikjum 4. deildar karla og næstsíðustu umferð 2. deildar kvenna fara fram í dag. HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin: Eyjar: ÍBV – KA/Þór ........................ L13.30 Kórinn: HK – Selfoss ............................. L18 Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: KA-heimilið: KA – ÍBV ..................... L16.30 KÖRFUKNATTLEIKUR Meistarakeppni kvenna: Njarðvík: Njarðvík – Haukar ........... S19.15 UM HELGINA! Atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús hefur leikið frá- bærlega á Open de Portugal- mótinu á Áskorendamótaröð Evr- ópu í golfi sem fram fer í Vau Óbido í Portúgal. Haraldur lék sinn annan hring á mótinu í gær og fékk fimm fugla og þrjá skolla en hann lauk keppni á samtals 70 höggum eða tveimur höggum undir pari. Haraldur lék fyrsta hringinn á 69 höggum eða þremur höggum undir pari og er sem stendur í 5. sæti á mótinu á fimm höggum undir pari en mótið klárast á morgun. Í toppbaráttu í Portúgal Ljósmynd/seth@golf.is 5 Haraldur Franklín Magnús er sem stendur í fimmta sæti í Portúgal. Heimir Hallgrímsson hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari karlaliðs Jamaíku í knattspyrnu. Heimir skrifaði undir fjögurra ára samn- ing við jamaíska knattspyrnu- sambandið en fyrsti leikur liðsins undir stjórn Heimis verður gegn Argentínu þegar liðin mætast í vin- áttulandsleik 27. september í New York í Bandaríkjunum. Heimir stýrði síðast Al-Arabi í Katar en lét af störfum á síðasta ári. Þá var hann þjálfari íslenska karlalands- liðsins frá 2011 til 2018, þar af að- stoðarþjálfari frá 2011 til 2013. Heimir skrifaði undir í Jamaíku Morgunblaðið/Eggert 2026 Heimir Hallgrímsson skrifaði undir langtímasamning. LANDSLIÐIÐ Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálf- ari verður með sinn reyndasta hóp í fimmtán mánuði þegar karlalandslið Íslands í knattspyrnu mætir Vene- súela og Albaníu síðar í þessum mán- uði, 22. og 27. september. Aron Einar Gunnarsson snýr aftur í liðið í fyrsta sinn síðan í júní 2021, þegar hann lék vináttuleiki gegn Mexíkó, Færeyjum og Póllandi. Hann tekur við fyrirliðastöðunni á ný en Birkir Bjarnason hefur gegnt henni í undanförnum verkefnum landsliðsins. Aron er ekki lengur undir rann- sókn vegna meints kynferðisbrots en hún var felld niður í sumar. Þar með var Arnari heimilt að velja hann í sinn hóp á ný, samkvæmt nýrri við- bragðsáætlun KSÍ vegna mála ein- staklinga sem væru til meðferðar hjá rannsóknar- eða ákæruvaldi. Aron hefur spilað nánast hvern einasta leik með Al-Arabi í Katar undanfarin ár og ætti að mæta til leiks í mjög góðu leikformi. Með þessu opnast á ný möguleiki fyrir hann að ná 100 lands- leikjum fyrir Íslands hönd en því gæti Aron náð í nóvembermánuði. Fjarverandi í tvö ár Alfreð Finnbogason getur spilað sína fyrstu landsleiki í tæp tvö ár en hann lék síðast með landsliðinu gegn Dönum á Parken í nóvember 2020. Hann hefur glímt við þrálát meiðsli en er kominn af stað með Lyngby í Danmörku. Guðlaugur Victor Pálsson er með á ný í fyrsta sinn síðan í september 2021. Hann hefur ekki gefið kost á sér í undanförnum verkefnum liðsins vegna fjölskyldumála. Hann var keyptur til DC United í Bandaríkj- unum frá Schalke í Þýskalandi í sum- ar og ekki er ólíklegt að Arnar ætli honum miðvarðarstöðu í landsliðinu þar sem aðeins fimm hefðbundnir varnarmenn eru í 24 manna hópnum sem tilkynntur var í gær. Ljóst má vera að Arnar stefnir á að þessir þrír verði lykilmenn í lands- liðinu á næsta ári þegar öll undan- keppni EM 2024 verður leikin og sagði á fréttamannafundinum í gær að þeir kæmu inn í hópinn með mikil- væga reynslu til að styðja við unga og efnilega leikmenn. Hjörtur Hermannsson kemur líka inn eftir nokkra fjarveru en hann hef- ur ekki spilað landsleik síðan í októ- ber 2021. Einnig markvörðurinn Elí- as Rafn Ólafsson, sem spilaði fjóra síðustu landsleiki ársins 2021 en var síðan frá fyrri hluta þessa árs vegna meiðsla. Óánægður með Albert Albert Guðmundsson, markahæsti leikmaður landsliðsins á árinu 2021, var ekki valinn í hópinn að þessu sinni og Arnar lýsti yfir óánægju með hugarfar hans á fundinum í gær. Arnar sagði jafnframt að Albert væri velkominn aftur í liðið þegar hann væri tilbúinn til að vera hluti af liðs- heildinni. Brynjar Ingi Bjarnason dettur líka út úr hópnum en hann hefur átt erfitt uppdráttar hjá Vålerenga í Noregi og ekkert spilað með liðinu undan- farnar vikur. Brynjar var búinn að vera í byrjunarliði Íslands í 14 leikj- um síðan í júní 2021 eftir að hafa þá komið nokkuð óvænt inn í íslenska liðið. Arnar skýrði frá því að hann hefði ætlað að velja Jóhann Berg Guð- mundsson og Sverri Inga Ingason í hópinn. Jóhann hefði orðið að gefa það frá sér vegna meiðsla og Sverrir vegna veikinda í fjölskyldunni. Ljóst er því að Arnar horfir til þeirra varð- andi leiki liðsins í undankeppni EM á næsta ári. Reyndasta liðið lengi - Aron Einar, Alfreð og Guðlaugur Vic- tor snúa aftur í íslenska karlalandsliðið Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson Endurkoma Alfreð Finnbogason hefur ekki leikið með íslenska landsliðinu í tvö ár en er í hópnum fyrir leikina gegn Venesúela og Albaníu. MARKVERÐIR: Rúnar Alex Rúnarsson (Alanyaspor), Patrik S. Gunn- arsson (Viking), Elías Rafn Ólafsson (Midtjylland). VARNARMENN: Hörður Björgvin Magnússon (Panathinaikos), Hjörtur Hermannsson (Pisa), Daníel Leó Grétarsson (Slask Wroclaw), Alfons Sampsted (Bodö/Glimt), Davíð Kristján Ólafsson (Kalmar). MIÐJUMENN: Birkir Bjarnason (Adana Demirspor), Aron Einar Gunn- arsson (Al-Arabi), Guðlaugur Victor Pálsson (DC United), Þórir Jóhann Helgason (Lecce), Stefán Teitur Þórðarson (Silkeborg), Ísak B. Jóhann- esson (Köbenhavn), Aron Þrándarson (OB), Mikael Anderson (AGF), Há- kon Arnar Haraldsson (Köbenhavn). SÓKNARMENN: Alfreð Finnbogason (Lyngby), Sveinn Aron Guðjohn- sen (Elfsborg), Jón Dagur Þorsteinsson (OH Leuven), Mikael Egill Ellerts- son (Spezia), Arnór Sigurðsson (Norrköping), Andri Lucas Guðjohnsen (Norrköping). Landsliðshópur Íslands Íslands- og bikarmeistarar Vals eru með fullt hús stiga eða 4 stig í efsta sæti úrvalsdeildar karla í handknatt- leik, Olísdeildarinnar, eftir öruggan sigur gegn nýliðum Vestra í 2. um- ferð deildarinnar í Origo-höllinni á Hlíðarenda í gær. Leiknum lauk með 38:28-sigri Vals en meistararnir skoruðu fyrstu fjögur mörk leiksins, leiddu með þrettán mörkum í hálfleik, 22:9, og litu aldrei til baka eftir það. Þá skoraði Úlfar Páll Monsi Þórð- arson jöfnunarmark Aftureldingar þegar liðið fékk FH í heimsókn í íþróttahúsið að Varmá í Mosfellsbæ en leiknum lauk með 25:25-jafntefli. Afturelding leiddi 14:11 en FH- ingar voru marki yfir þegar 40 sek- úndur voru til leiksloka. _ Agnar Smári Jónsson var markahæstur Valsmanna gegn Herði og skoraði 8 mörk. _ Þrír leikmenn Harðar skoruðu fjögur mörk; þeir Suguru Hikawa, Óli Björn Vilhjálmsson og Tadeo Salduna. _ Ásbjörn Friðriksson fór á kost- um fyrir FH gegn Aftureldingu og skoraði 10 mörk. _ Blær Hinriksson skoraði 7 mörk fyrir Aftureldingu. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Færi Valsarinn Stiven Tobar Valencia reynir skot að marki Harðar á Hlíð- arenda í gær á meðan Roland Lebedevs reynir að koma vörnum við. Nýliðarnir höfðu ekki roð við Val - Afturelding og FH gerðu jafntefli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.