Morgunblaðið - 17.09.2022, Blaðsíða 29
MESSUR 29á morgun
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2022
AKUREYRARKIRKJA | Guðsþjón-
usta kl. 11. Prestur er Magnús Gunn-
arsson. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju
syngja. Organisti er Sigrún Magna Þór-
steinsdóttir. Sunnudagaskóli í Safnað-
arheimilinu kl. 11. Umsjón Sonja Kro
og Ívar Helgason.
ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta
kl. 11, sr. Þór Hauksson þjónar fyrir
altari og prédikar. Krisztina Kalló
Szklenár er organisti. Kirkjukjórinn
leiði almennan safnaðarsöng. Sunnu-
dagaskólinn á sama tima í safnaðar-
heimili kirkjunnar. Börnin komi með
uppáhaldsbangsann sinn.
ÁSKIRKJA | Lesmessa og barnastarf
kl. 13. Sr. Sigurður Jónsson og sr.
Helga Kolbeinsdóttir þjóna við mess-
una. Viktoría og Arney leiða samveru
sunnudagaskólans. Fermingarbörn
vorsins 2023 og foreldrar og forráða-
menn þeirra eru sérstaklega boðuð til
messunnar og til kynningarfundar að
henni lokinni um fermingarstörfin í vet-
ur. Hressing á eftir.
BESSASTAÐASÓKN | Sunnudaga-
skóli í Brekkuskógum 1 kl. 11. Umsjón
með stundinni hafa Vilborg Ólöf
djákni, Þórey María og Þórarinn.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Guðsþjón-
usta sunnudag kl. 11. Prestur er Sig-
urjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur.
Kór Breiðholtskirkju syngur undir
stjórn Arnar Magnússonar organista.
Kaffi og te að guðsþjónustu lokinni.
Alþjóðlegi söfnuðurinn í Breiðholts-
kirkju kl. 14. Prestar eru Toshiki Toma
og Ása Laufey Sæmundsdóttir. Organ-
isti er Örn Magnússon. Barnagæsla.
Kaffi og te eftir guðsþjónustuna. The
International Congregation in Breið-
holtskirkja. Service at 2 pm.
BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa kl.
11. Sóley, Kata, Eva og Jónas Þórir
þjóna. Guðsþjónusta kl. 13. Sr. Eva
Björk Valdimarsdóttir þjónar ásamt
messuþjónum, Jónasi Þóri organista
og Kammerkór Bústaðakirkju.
DIGRANESKIRKJA | Messa og
barnastarf kl. 11. Séra Sigurður Jóns-
son prédikar og þjónar fyrir altari. Org-
anisti er Sólveig Sigríður Einarsdóttir.
Hressing að messu lokinni.
DÓMKIRKJAN | Messa klukkan 11.
Sr. Sveinn Valgeirsson, Kári Þormar og
Dómkórinn. Prestsvígsla kl. 13. Bisk-
up Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir,
vígir. Vígsluþegar eru Hafdís Davíðs-
dóttir, Heiðrún Helga Bjarnadóttir
Back og Helga Bragadóttir. Vígsluvott-
ar sr. Bragi J. Ingibergsson, sr. Hildur
Björk Hörpudóttir, sr. Stefanía Guð-
laug Steinsdóttir, sr. Þorbjörn Hlynur
Árnason og sr. Jón Ármann Gíslason
sem lýsir vígslu. Sr. Sveinn Valgeirs-
son þjónar fyrir altari, Dómkórinn og
Kári Þormar.
EGILSSTAÐAKIRKJA | Sunnudaga-
skólinn byrjar vetrarstarf sitt kl.
10.30. Hressing og litamynd í lokin.
Messa á Ormsteiti kl. 14. Nýr organ-
isti kirkjunnar, Sándor Kerekes, verður
settur inn í starf sitt við þetta tilefni.
Kór Egilsstaðakirkju syngur. Prestur er
Þorgeir Arason. Kaffi eftir messu.
Messa á Hjúkrunarheimilinu Dyngju kl.
15.20.
FELLA- OG HÓLAKIRKJA | Messa
sunnudag kl. 17. Sr. Jón Ómar þjónar
fyrir altari og kór Fella- og Hólakirkju
syngur undir stjórn Arnhildar organ-
ista.
Barnastarf í safnaðarheimilinu á sama
tíma undir stjórn sr. Péturs Ragnhild-
arsonar. Sameiginlegur kvöldmatur
eftir stundina, íslensk kjötsúpa.
FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjón-
usta sunnudag kl. 14. Dr. Sigurvin Lár-
us Jónsson prestur Fríkirkjunnar leiðir
stundina. Hljómsveitin Mantra og
Sönghópurinn við Tjörnina leiða söng-
inn ásamt Gunnari Gunnarssyni. Ferm-
ingarbörn og fjölskyldur þeirra eru
hvött til að mæta
GRAFARVOGSKIRKJA | Hátíðar-
guðsþjónusta kl. 11 sunnudag. Bisk-
up Íslands, frú Agnes M. Sigurðardótt-
ir, vígir nýtt orgel kirkjunnar. Prestar
safnaðarins, djákni, organistar og for-
maður sóknarnefndar þjóna í athöfn-
inni. Allir kórar kirkjunnar syngja. Org-
anistar eru Hákon Leifsson og Lára
Bryndís Eggertsdóttir. Flutt verða tvö
frumsamin orgelverk í tilefni vígslunn-
ar.
GRENSÁSKIRKJA | Messa kl. 11.
Efni: Grænn september. Söngkonur
frá Domus Vox syngja. Ásta Haralds-
dóttir kantor leikur á hljóðfærið. Sr.
María G. Ágústsdóttir prédikar og þjón-
ar ásamt messuþjónum. Altarisganga.
Heitt á könnunni fyrir og eftir messu.
Þriðjudagur: Kyrrðarstund kl. 12.
Fimmtudagur: Núvitundarstund kl.
18.15-18.45, einnig á netinu. Tólf
spora starf Vina í bata kl. 19.15-
21.15.
GRUND dvalar- og hjúkrunarheim-
ili | Guðsþjónusta í umsjón Félags fyrr-
um þjónandi presta sunnudag kl. 14 í
hátíðasal Grundar. Prestur er Guðni
Þór Ólafsson. Félagar úr Grundarkórn-
um leiða söng. Organisti er Kristín
Waage.
GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti |
Guðsþjónusta og sunnudagaskóli
sunnudag kl. 11. Prestur er Leifur
Ragnar Jónsson sem þjónar og prédik-
ar fyrir altari. Organisti er Gunnar
Gunnarson og Kór Guðríðarkirkju syng-
ur. Sunnudagaskóli í safnarheimilinu
undir sjórn Tinnu Rós Steinsdóttur.
Kirkjuvörður er Guðný Aradóttir. Kaffi-
sopi eftir messuna.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Upp-
skerumessa kl. 11. Sr. Jónína Ólafs-
dóttir þjónar. Organisti er Guðmundur
Sigurðsson. Félagar úr Barbörukórn-
um syngja. Kvenfélagskonur selja
grænmeti til styrktar líknarsjóði að
messu lokinni.
Messa í Krýsuvíkurkirkju kl. 14. Sr.
Jónína Ólafsdóttir þjónar. Organisti er
Guðmundur Sigurðsson. Altaristaflan
tekin niður fyrir veturinn. Kaffi eftir
messu í Sveinssafni.
HALLGRÍMSKIRKJA | Fjölskyldu-
messa kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskars-
dóttir, Ragnheiður Bjarnadóttir, Sól-
veig Franklínsdóttirr og María
Halldórsdóttir sjá um stundina. Dúó
Stemma flytur þjóðsögu. Organisti er
Björn Steinar Sólbergsson.
HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11.
Prestur er Eiríkur Jóhannsson. Organ-
isti er Guðný Einarsdóttir. Félagar í
Kordíu kór Háteigskirkju leiða söng.
María Qing Sigríðardóttir spilar á selló
við messuna. Þriðjudaginn 20. sept-
ember kl. 13.30 hefjast Gæðastundir
að nýju en það eru samverur með eldri
borgurum í Háteigskirkju.
HVERAGERÐISKIRKJA | Kvöld-
guðsþjónusta kl. 20. Kirkjukórinn
syngur, sr. Ninna Sif Svavarsdóttir
þjónar.
HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía |
Samkoma kl. 11. Service. Translation
into English. Samkoma á ensku kl.
14. English speaking service. Sam-
koma á spænsku kl. 16. Reuniónes
en español.
KEFLAVÍKURKIRKJA | Sunnudags-
kvöldið 18. september kl. 20 er Eide-
messa í Keflavíkurkirkju. Félagar úr
Kór Keflavíkurkirkju syngja undir stjórn
Arnors Vilbergssonar organista. Sr.
Erla Gumundsdóttir þjónar.
KIRKJA HEYRNARLAUSRA |
Messa verður í kirkju döff í Grensás-
kirkju 18. september kl. 14. Tákn-
málskórinn syngur undir stjórn Eyrúnar
Ólafsdóttur. Kaffi eftir messu.
KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta
kl. 11. Sr. Grétar Halldór Gunnarsson
prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar
úr kór Kópavogskirkju syngja undir
stjórn Lenku Mátéová kantors kirkj-
unnar. Sunnudagaskólinn í safnaðar-
heimilinu Borgum á sama tíma.
LANGHOLTSKIRKJA | Messa og
sunnudagaskóli kl. 11 sunnudag. Nýr
prestur í Laugardalsprestakalli, Helga
Kolbeinsdóttir, þjónar og er hún boðin
hjartanlega velkomin. Við messuna á
sunnudaginn þjóna auk Helgu, Magn-
ús Ragnarsson organisti og Sunna
Karen Einarsdóttir kórstjóri. Gradu-
alekór Langholtskirkju og Graduale
Futuri syngja. Margrét Rut Valdimars-
dóttir leiðir sunnudagaskólann. Léttur
hádegisverður að messu lokinni.
LAUGARNESKIRKJA | Messa kl.
11. Raddbandafélagið leiðir söng. Sr.
Jón Ragnarsson þjónar fyrir altari og
prédikar. Sunnudagskóli í safnaðar-
heimilinu á meðan. Kaffi eftir stund-
ina.
Fimmtudagur 22.9. , kl. 11.30. Kyrrð-
arstund í Áskirkju. Sr. Davíð Þór Jóns-
son leiðir stundina. Léttur málsverður
í hádeginu á eftir.
LÁGAFELLSKIRKJA | Sunnudaga-
skóli kl. 13. Foreldrar og börn samein-
ast í söng og gleði í kirkjunni. Í lok
stundarinnar verða í boði grænar gjafir
frá kirkjunni, föndur, litir, djús og ávext-
ir í skrúðhúsinu.
Kvöldmessa kl. 20. Sr. Arndís Linn
prédikar og þjónar fyrir altari. Kirkjukór
Lágafellssóknar syngur undir stjórn
Þórðar Sigurðarsonar, organista. Með-
hjálpari er Andrea Gréta Axelsdóttir.
NESKIRKJA | Messa og sunnudaga-
skóli kl. 11. Sameiginlegt upphaf inni í
kirkju. Félagar úr kór Neskirkju syngja
og leiða söng undir stjórn Steingríms
Þórhallssonar organista. Prestur er
Steinunn A. Björnsdóttir. Barnastarfið
er í umsjón Kristrúnar Guðmundsdótt-
ur, Hrafnhildar Guðmundsdóttur og
Ara Agnarssonar. Sameiginleg hress-
ing á torginu eftir helgistundirnar. Nán-
ar á neskirkja.is
SELFOSSKIRKJA | Messa sunnudag
18. september kl. 11. Kirkjukórinn
syngur, organisti er Edit A. Molnár,
prestur er Guðbjörg Arnardóttir. Bata-
messa kl. 17. Batamessan er í sam-
starfi við 12 spora starfið í Selfoss-
kirkju og vini í bata. Prestur er
Guðbjörg Arnardóttir. Messan er öllum
opin.
Sunnudagaskóli kl. 11, umsjón Sjöfn
Þórarinsdóttir ásamt leiðtogum.
Morgunbænir þriðju-, miðviku- og
fimmtudaga kl. 9.15. Kyrrðarstund
miðvikudaga kl. 17.
Sjáið allt um safnaðarstarf Selfoss-
kirkju inn á selfosskirkja.is
SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta
kl. 11. Óli og Bára leiða stundina og
Helgi Hannesson spilar á píanóið.
Barn verður borið til skírnar.
Guðsþjónusta kl. 13. Sr. Ólafur Jó-
hann Borgþórsson prédikar og þjónar
fyrir altari. Félagar úr Kór Seljakirkju
leiða safnaðarsönginn. Organisti er
Sveinn Arnar Sæmundsson.
Að lokinni guðsþjónustu verður fundur
með foreldrum fermingarbarna.
SELTJARNARNESKIRKJA |
Fræðslumorgunn kl. 10. Málefni eldra
fólks. Dr. Ólafur Ísleifsson, hagfræð-
ingur og fv. alþingismaður, talar. Guðs-
þjónusta og sunnudagaskóli kl. 11.
Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar. Friðrik
Vignir Stefánsson er organisti. Félagar
úr Kammerkórnum leiða almennan
safnaðarsöng. Kaffivetingar í safnað-
arheimilinu eftir athöfn. Kyrrðarstund
miðvikudag kl. 12.
VÍDALÍNSKIRKJA | Á sunnudaginn
verður sunnudagaskóli í Urriða-
holtsskóla kl. 10. Svo er guðsþjón-
usta og sunnudagaskóli í Vída-
línskirkju kl. 11. Sú hefð hefur
skapast að börnin byrja inn í kirkju-
skipinu og fara svo yfir í safnaðarheim-
ili. Sr. Guðrún Eggerts Þórudóttir pré-
dikar og þjónar fyrir altari. Félagar í kór
Vídalínskirkju syngja ásamt Sólveigu
Sigurðardóttur sem jafnframt syngur
einsöng. Kristín Jóhannsdóttir organ-
isti leiðir almennan safnaðarsöng.
Messukaffi að athöfn lokinni.
VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði |
Sunnudagaskóli kl. 10. Umsjón haf-
aBenna Sig. og Þórdísar Ólafar. Guðs-
þjónusta kl. 11. Kór Víðistaðasóknar
syngur undir stjórn Sveins Arnars org-
anista og sóknarprestur þjónar með
aðstoð messuþjóna kirkjunnar. Kaffi-
hressing í safnaðarheimilinu á eftir.
Morgunblaðið/Ómar
Stykkishólmskirkja
Töfrar eldamennskunnar
byrja með Eirvík
Við hjá Eirvík trúum því að eldhúsið sé hjarta heimilisins.
Innanhússarkítektar og sérfræðingar í heimilistækjum
keppast við að hanna hágæða eldhús sem standast
tímans tönn, með virkni, gæði og sveigjanleika að
leiðarljósi. Eldhúsið er fjárfesting til framtíðar
– tryggðu þér raunveruleg gæði á hagstæðu verði.
Eirvík Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, 588 0200, eirvik.is.
Opnunartími mánudaga - föstudaga 10.00-17.30
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.is
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744